Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2018 16:22 Mun Oprah Winfrey feta í fótspor Barack Obama? Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur „nánum vinum“ hennar. Winfrey varð í nótt nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni. Þakkarræða hennar var tilfinningaþrungin og innblásin af MeToo-byltingunni sem hófst með frásögnum kvenna sem starfað hafa í Hollywood af kynferðisofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Ræðan hefur vakið mikla athygli í dag og hefur myllumerkið #WinfreyObama2020 dreist eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum þar sem Winfrey er hvött til þess að bjóða sig fram til forseta þegar kosið verður árið 2020. Heimildarmenn CNN segja að nánir samstarfsmenn hennar hafi á undanförnum vikum og mánuðum hvatt hana til þess að bjóða sig fram og er hún sem fyrr segir sögð vera alvarlega að íhuga framboð. Í frétt CNN segir að frægð og ríkidæmi Winfrey myndi án efa gera hana að sterkum frambjóðanda fyrir demókrata en óljóst sé þó hvort að Bandaríkjamenn gætu hugsað sér að kjósa sjónvarpsstjörnu sem forseta tvisvar í röð. Athygli vekur þó að Winfrey hefur áður útilokað að hún myndi bjóða sig fram í kosningum, síðast í desember á síðasta ári. „Ég mun aldrei sækjast eftir opinberu embætti,“ sagði Winfrey þá í viðtali við Hollywood Reporter. Hún hefur þó nægan tíma til þess að ákveða sig en ólíklegt er að formleg kosningabarátta þeirra sem ætla að bjóða sig fram fyrir demókrata hefjist fyrr en eftir þingkosningar í Bandaríkjunum, sem haldnar verða í nóvember. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur „nánum vinum“ hennar. Winfrey varð í nótt nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni. Þakkarræða hennar var tilfinningaþrungin og innblásin af MeToo-byltingunni sem hófst með frásögnum kvenna sem starfað hafa í Hollywood af kynferðisofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Ræðan hefur vakið mikla athygli í dag og hefur myllumerkið #WinfreyObama2020 dreist eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum þar sem Winfrey er hvött til þess að bjóða sig fram til forseta þegar kosið verður árið 2020. Heimildarmenn CNN segja að nánir samstarfsmenn hennar hafi á undanförnum vikum og mánuðum hvatt hana til þess að bjóða sig fram og er hún sem fyrr segir sögð vera alvarlega að íhuga framboð. Í frétt CNN segir að frægð og ríkidæmi Winfrey myndi án efa gera hana að sterkum frambjóðanda fyrir demókrata en óljóst sé þó hvort að Bandaríkjamenn gætu hugsað sér að kjósa sjónvarpsstjörnu sem forseta tvisvar í röð. Athygli vekur þó að Winfrey hefur áður útilokað að hún myndi bjóða sig fram í kosningum, síðast í desember á síðasta ári. „Ég mun aldrei sækjast eftir opinberu embætti,“ sagði Winfrey þá í viðtali við Hollywood Reporter. Hún hefur þó nægan tíma til þess að ákveða sig en ólíklegt er að formleg kosningabarátta þeirra sem ætla að bjóða sig fram fyrir demókrata hefjist fyrr en eftir þingkosningar í Bandaríkjunum, sem haldnar verða í nóvember.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18