Taka til hendinni í borginni Sævar Þór Jónsson skrifar 8. janúar 2018 13:29 Á vef Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, kemur fram mjög fróðleg nálgun á kostnaðinum við svokallaða borgarlínu. Það sem er athyglisvert í skrifum Frosta er að samkvæmt útreikningum hans þá mun borgarlínan kosta hvern skattgreiðenda í borginni milljónir og á sama tíma mun hún ekki spara fólki tíma heldur í reynd sólunda tíma. Það muni taka þá sem nota hana 15-20 min lengur að komast leiða sinna en þeir sem notast við annan fararmáta. Er þetta dæmigert fyrir þá skammsýni sem er í stjórnun borgarinnar og hvað meirihlutinn er úr takti við raunveruleikan. Lögð hefur verið áhersla á að útfæra samgöngumál borgarinnar í líkingu við það sem aðrar evrópskar borgir hafa gert án þess þó að reikna dæmið til enda út frá aðstæðum og því umhverfi sem hér er til staðar. Meirihlutinn hefur í reynd þrengt að einkabílnum kerfisbundið og eytt í það hundruðum milljóna og borið því fyrir að verið sé að móta nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum. Þá er spurningin er borgarlínan framtíðarstefnan? Ef svo er þá má ljóst vera að það eru stór mistök. Það er mikil meinloka í því fólgin að vilja setja hér upp samgöngukerfi sem mun ekki ganga upp fjárhagslega og er ekki raunhæf lausn á samgönguvanda borgarbúa. Það þarf líka að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að borgin er höfuðborg allra landsmanna og ekki bara sniðin að einu póstnúmeri. Þá eru það önnur stór mál sem þarf að taka á eins og t.d. húsnæðismálin. Þar væri t.d. hægt að byrja á að skipulegga ný hverfi og auka valkosti í húsnæðismálum fyrir alla. Væri þá lag fyrir borgina að beita sér fyrir því að gera ungu fjölskyldufólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði á borgarlandinu. Væri t.d. hægt að bjóða upp á ódýrari kosti hvað varðar byggingarland sem er nóg af í borgarlandinu. Þá þarf að draga úr þessari sjálfshreinsunarstefnu borgarinnar þar sem gengið er út frá því að borgin sé hreinsuð af veðuröflunum og að gróðurinn sjái um sig sjálfur, hér þarf að fara að slá og hreinsa eins og á góðum bæjum. Þrifa götur reglulega og skikka fyrirtæki í miðbænum til að hreinsa upp eftir sig og gera borgarbúa meðvitaðari um umhverfismál t.d. hvað varðar notkun á umbúðum eins og plasti. Þá þarf að leggja ofuráherslu á að gera börnum í borginni kleift að stunda íþróttir og tómstundir án kostnaðar en það er verulegt áhyggjuefni hvað sá kostnaður leggst þungt á rekstur heimilanna. Það er hætt við því að þáttaka barna í íþróttum og tómstundum ráðist af efnahag sem svo getur ýtt undir misskiptingu. Það á að vera sjálfsagður hlutur að börn eigi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum. Það er kominn kominn tími til að hreinsa til í borginni og kom málum í lag. Það er því kominn tími til að gefa Degi B. Eggertssyni frí sem og núverandi meirihluta. Raunhæfar lausnir á vanda borgarinnar verða að koma frá nýjum aðilum enda hefur borginni verið stýrt af sama meirihluta í að verða 8 ár með smávægilegum breytingum. Það er kominn tími til að gefa öðrum tækifæri til að láta verkin tala.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði RVK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á vef Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, kemur fram mjög fróðleg nálgun á kostnaðinum við svokallaða borgarlínu. Það sem er athyglisvert í skrifum Frosta er að samkvæmt útreikningum hans þá mun borgarlínan kosta hvern skattgreiðenda í borginni milljónir og á sama tíma mun hún ekki spara fólki tíma heldur í reynd sólunda tíma. Það muni taka þá sem nota hana 15-20 min lengur að komast leiða sinna en þeir sem notast við annan fararmáta. Er þetta dæmigert fyrir þá skammsýni sem er í stjórnun borgarinnar og hvað meirihlutinn er úr takti við raunveruleikan. Lögð hefur verið áhersla á að útfæra samgöngumál borgarinnar í líkingu við það sem aðrar evrópskar borgir hafa gert án þess þó að reikna dæmið til enda út frá aðstæðum og því umhverfi sem hér er til staðar. Meirihlutinn hefur í reynd þrengt að einkabílnum kerfisbundið og eytt í það hundruðum milljóna og borið því fyrir að verið sé að móta nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum. Þá er spurningin er borgarlínan framtíðarstefnan? Ef svo er þá má ljóst vera að það eru stór mistök. Það er mikil meinloka í því fólgin að vilja setja hér upp samgöngukerfi sem mun ekki ganga upp fjárhagslega og er ekki raunhæf lausn á samgönguvanda borgarbúa. Það þarf líka að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að borgin er höfuðborg allra landsmanna og ekki bara sniðin að einu póstnúmeri. Þá eru það önnur stór mál sem þarf að taka á eins og t.d. húsnæðismálin. Þar væri t.d. hægt að byrja á að skipulegga ný hverfi og auka valkosti í húsnæðismálum fyrir alla. Væri þá lag fyrir borgina að beita sér fyrir því að gera ungu fjölskyldufólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði á borgarlandinu. Væri t.d. hægt að bjóða upp á ódýrari kosti hvað varðar byggingarland sem er nóg af í borgarlandinu. Þá þarf að draga úr þessari sjálfshreinsunarstefnu borgarinnar þar sem gengið er út frá því að borgin sé hreinsuð af veðuröflunum og að gróðurinn sjái um sig sjálfur, hér þarf að fara að slá og hreinsa eins og á góðum bæjum. Þrifa götur reglulega og skikka fyrirtæki í miðbænum til að hreinsa upp eftir sig og gera borgarbúa meðvitaðari um umhverfismál t.d. hvað varðar notkun á umbúðum eins og plasti. Þá þarf að leggja ofuráherslu á að gera börnum í borginni kleift að stunda íþróttir og tómstundir án kostnaðar en það er verulegt áhyggjuefni hvað sá kostnaður leggst þungt á rekstur heimilanna. Það er hætt við því að þáttaka barna í íþróttum og tómstundum ráðist af efnahag sem svo getur ýtt undir misskiptingu. Það á að vera sjálfsagður hlutur að börn eigi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum. Það er kominn kominn tími til að hreinsa til í borginni og kom málum í lag. Það er því kominn tími til að gefa Degi B. Eggertssyni frí sem og núverandi meirihluta. Raunhæfar lausnir á vanda borgarinnar verða að koma frá nýjum aðilum enda hefur borginni verið stýrt af sama meirihluta í að verða 8 ár með smávægilegum breytingum. Það er kominn tími til að gefa öðrum tækifæri til að láta verkin tala.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði RVK.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun