Sport

Var Panthers að leika sér með heilsu Newton?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Newton svekktur í leiknum í nótt.
Newton svekktur í leiknum í nótt. vísir/getty
NFL-deildin er ekki ánægð með hegðun læknaliðs Carolina Panthers í leiknum gegn New Orleans Saints í nótt.

Það er nýbúið að taka í notkun harðari reglur er varða höfuðmeiðsli leikmanna enda daglegt brauð að leikmenn fái heilahristing.

Ef einhver grunur leikur á því að leikmaður hafi fengið heilahristing þá ber læknum liðsins skylda til þess að fara með viðkomandi leikmann til búningsklefa og ganga úr skugga um hvort hann hafi fengið heilahristing eður ei.

Er rúmar átta mínútur voru eftir af leiknum í nótt þá varð leikstjórnandi Panthers, Cam Newton, að fara af velli eftir að hafa fengið þungt högg. Hann lagðist svo á jörðina er hann kom af velli.

Samkvæmt öllu hefði hann átt að fara til búningsklefa þá en læknar liðsins fóru aðeins með hann í sjúkratjaldið sem er á hliðarlínunni. Newton kom svo skömmu síðar aftur út á völlinn.

Það var mikið undir. Leikur í úrslitakeppni og Panthers að klóra sig aftur inn í leikinn. Newton kastaði fyrir snertimarki í sínu þriðja kerfi eftir að hann snéri aftur út á völlinn. Hann segist aðeins hafa fengið putta í augað. Ekki hafi verið um neinn heilahristing að ræða.

Tvö félög hafa þegar verið sektuð fyrir að fara ekki rétt að er leikmaður meiðist og deildin tekur orðið mjög harkalega á slíkum brotum. Heilsa leikmanna eigi að ganga fyrir.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×