Segir bændur hafa farið hamförum við skurðgröft og vill að þeir fylli upp í þá Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 7. janúar 2018 22:04 Landgræðslustjóri hvetur bændur landsins til að grafa ofan í skurð í þeim tilgangi að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hann segir að bændur hafi farið hamförum á sínum tíma við að grafa alla þessa skurði sem eru í landinu. Þegar farið er um sveitir landsins má sjá skurði nánast við hvern bæ en bændur grófu þá til að ræsa fram land, kallaðir framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum og þá má líka víða sjá áveituskurði en tilgangur þeirra er að veita vatni að tilteknum svæðum. Landgræðslustjóri hvetur nú til þess að mokað verði ofan í skurði landsins til að draga úr losun koltvísýrings.Árni Bragason landgræðslustjóriMagnús Hlynur Hreiðarsson„Skurðir og illa farið beitiland er að losa gríðarlega mikinn koltvísýring í andrúmsloftið. Þetta er loftslagsaðgerð og ef við skoðum heildarlosun á Íslandi þá er mjög mikill meirihluti losunar sem kemur frá framræstu votlendi og frá illa förnu beitilandi. Það er miklu meira heldur en kemur frá iðnaði og landbúnaði og hafa verið nefndar tölur allt að 73 prósent af heildarlosuninni á Íslandi,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Árni segir að bændur noti ekki nema 15 til 20% af framræstu votlendi til ræktunar, það þurfi að endurskipuleggja skurðakerfin og fylla í skurði sem mun leiða til þess að það mun bindast aukið kolefni. En er þetta raunhæf framkvæmd ? „Já, það tel ég vera. Þetta er auðvitað fyrst og fremst háð því að landeigendur spili með og séu tilbúnir í þessa aðgerð,“ segir Árni. En þá hlýtur maður að spyrja; af hverju voru bændur að grafa alla þessa skurði á sínum tíma? „Menn fóru hreinlega hamförum og menn áttuðu sig ekkert á því á þeim tíma hverjar yrðu afleiðingarnar. Menn voru ekki farnir að tala um þessar loftslagsbreytingar fyrir fimmtíu árum þegar menn voru að grafa þessa skurði.“ Það er ekki bara landgræðslustjóri og starfsmenn Landgræðslunnar sem vilja láta grafa ofan í skurðina, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti landsins hefur sett það mál á oddinn enda segir hún nauðsynlegt að endurheimta þetta land. Landbúnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45 Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Landgræðslustjóri hvetur bændur landsins til að grafa ofan í skurð í þeim tilgangi að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hann segir að bændur hafi farið hamförum á sínum tíma við að grafa alla þessa skurði sem eru í landinu. Þegar farið er um sveitir landsins má sjá skurði nánast við hvern bæ en bændur grófu þá til að ræsa fram land, kallaðir framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum og þá má líka víða sjá áveituskurði en tilgangur þeirra er að veita vatni að tilteknum svæðum. Landgræðslustjóri hvetur nú til þess að mokað verði ofan í skurði landsins til að draga úr losun koltvísýrings.Árni Bragason landgræðslustjóriMagnús Hlynur Hreiðarsson„Skurðir og illa farið beitiland er að losa gríðarlega mikinn koltvísýring í andrúmsloftið. Þetta er loftslagsaðgerð og ef við skoðum heildarlosun á Íslandi þá er mjög mikill meirihluti losunar sem kemur frá framræstu votlendi og frá illa förnu beitilandi. Það er miklu meira heldur en kemur frá iðnaði og landbúnaði og hafa verið nefndar tölur allt að 73 prósent af heildarlosuninni á Íslandi,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Árni segir að bændur noti ekki nema 15 til 20% af framræstu votlendi til ræktunar, það þurfi að endurskipuleggja skurðakerfin og fylla í skurði sem mun leiða til þess að það mun bindast aukið kolefni. En er þetta raunhæf framkvæmd ? „Já, það tel ég vera. Þetta er auðvitað fyrst og fremst háð því að landeigendur spili með og séu tilbúnir í þessa aðgerð,“ segir Árni. En þá hlýtur maður að spyrja; af hverju voru bændur að grafa alla þessa skurði á sínum tíma? „Menn fóru hreinlega hamförum og menn áttuðu sig ekkert á því á þeim tíma hverjar yrðu afleiðingarnar. Menn voru ekki farnir að tala um þessar loftslagsbreytingar fyrir fimmtíu árum þegar menn voru að grafa þessa skurði.“ Það er ekki bara landgræðslustjóri og starfsmenn Landgræðslunnar sem vilja láta grafa ofan í skurðina, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti landsins hefur sett það mál á oddinn enda segir hún nauðsynlegt að endurheimta þetta land.
Landbúnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45 Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45
Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00