Úlfar var kýldur fyrir að vera samkynhneigður: „Þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2018 15:06 Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag. Honum er brugðið en vonast til að atvikið verki sem vitundarvakning. Vísir/Úlfar viktor Úlfar Viktor Björnsson fór út á lífið með vinum sínum aðfararnótt sunnudags. Á heimleiðinni segist hann í fyrsta sinn á ævinni hafa verið beittur líkamlegu ofbeldi, eingöngu vegna kynhneigðar sinnar, en Úlfar er samkynhneigður. Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag en hann vonast til að pistillinn, og frekara umtal um málið, opni á nauðsynlega umræðu um ofbeldi í garð samkynhneigðra. „Þetta gerist voðalega hratt. Ég var bara á röltinu með vinum mínum og við vorum að labba niður Bankastrætið. Ég er að fara að taka leigubíl heim til mín, klukkan var kannski um þrjú í nótt, og þar labbar maður upp að mér með vinum sínum,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Hann spyr mig hvort ég sé hommi, og ég sagði já, og hann slær mig í andlitið, fyrirvaralaust.“Ætlar ekki að úthúða manninum Þetta var það eina sem Úlfari og manninum fór á milli en vinir þess síðarnefnda drógu hann í skyndi á brott. Úlfar segist aldrei hafa séð manninn áður og veit ekki hver hann er. Þá ítrekar Úlfar að hann sé í raun ekki að álasa manninum fyrir verknaðinn heldur sé árásin merki um stærra vandamál í samfélaginu. „Ég vil ekkert vera að úthúða þessum einstaklingi. Þetta er örugglega maður sem á erfitt. Mér finnst þetta bara í raun endurspegla þjóðfélagið. Mér finnst talað svolítið mikið um það að við séum komin á svo góðan stað, en á sama tíma er horft fram hjá því sem er að gerast,“ segir Úlfar. Hann vonast fyrst og fremst til að málið verði til vitundarvakningar um þá fordóma sem samkynhneigðir verða enn fyrir í íslensku samfélagi. „Mér finnst það að hann hafi kýlt mig vegna þess að ég er hommi ekki aðalmálið, þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg,“ segir Úlfar og bætir við að það hafi ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær, hann fengi hnefa í andlitið á djamminu. Aðspurður segist Úlfar þó ekki ætla að tilkynna árásina til lögreglu. „Öll umræða sem gæti vonandi farið af stað með þessu, ég sé frekar gagn í því en að fara í einhverjar kærur.“Pistil Úlfars um árásina má lesa í heild hér að neðan. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Úlfar Viktor Björnsson fór út á lífið með vinum sínum aðfararnótt sunnudags. Á heimleiðinni segist hann í fyrsta sinn á ævinni hafa verið beittur líkamlegu ofbeldi, eingöngu vegna kynhneigðar sinnar, en Úlfar er samkynhneigður. Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag en hann vonast til að pistillinn, og frekara umtal um málið, opni á nauðsynlega umræðu um ofbeldi í garð samkynhneigðra. „Þetta gerist voðalega hratt. Ég var bara á röltinu með vinum mínum og við vorum að labba niður Bankastrætið. Ég er að fara að taka leigubíl heim til mín, klukkan var kannski um þrjú í nótt, og þar labbar maður upp að mér með vinum sínum,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Hann spyr mig hvort ég sé hommi, og ég sagði já, og hann slær mig í andlitið, fyrirvaralaust.“Ætlar ekki að úthúða manninum Þetta var það eina sem Úlfari og manninum fór á milli en vinir þess síðarnefnda drógu hann í skyndi á brott. Úlfar segist aldrei hafa séð manninn áður og veit ekki hver hann er. Þá ítrekar Úlfar að hann sé í raun ekki að álasa manninum fyrir verknaðinn heldur sé árásin merki um stærra vandamál í samfélaginu. „Ég vil ekkert vera að úthúða þessum einstaklingi. Þetta er örugglega maður sem á erfitt. Mér finnst þetta bara í raun endurspegla þjóðfélagið. Mér finnst talað svolítið mikið um það að við séum komin á svo góðan stað, en á sama tíma er horft fram hjá því sem er að gerast,“ segir Úlfar. Hann vonast fyrst og fremst til að málið verði til vitundarvakningar um þá fordóma sem samkynhneigðir verða enn fyrir í íslensku samfélagi. „Mér finnst það að hann hafi kýlt mig vegna þess að ég er hommi ekki aðalmálið, þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg,“ segir Úlfar og bætir við að það hafi ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær, hann fengi hnefa í andlitið á djamminu. Aðspurður segist Úlfar þó ekki ætla að tilkynna árásina til lögreglu. „Öll umræða sem gæti vonandi farið af stað með þessu, ég sé frekar gagn í því en að fara í einhverjar kærur.“Pistil Úlfars um árásina má lesa í heild hér að neðan.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira