NFL úrslitakeppnin farin af stað: Leikstjórnandi Títana greip sína eigin sendingu í endurkomusigri Magnús Ellert Bjarnason skrifar 7. janúar 2018 13:50 Marcus Mariota, leikstjórnandi Títana, skoraði eitt skrautlegasta snertimark seinni ára í nótt. Vísir // Getty Óhætt er að segja að hin svokallaða „Wild card“ helgi í úrslitakeppni NFL – deildarinnar fari vel af stað. Fyrstu tveir leikir helgarinnar voru spilaðir í gær og litu óvænt úrslit dagsins ljós í þeim báðum. Í fyrri leik kvöldsins tóku Höfðingjarnir í Kansas á móti Títönunum frá Tennesee. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum á YouTube-rás NFL - deildarinnar. Flestir spekingar fyrir vestan haf töldu það aðeins vera formsatriði fyrir Höfðingjana að klára leikinn og halda áfram í næstu umferð. Eftir fyrsta leikhluta leiksins leit út fyrir að sú spá myndi rætast, en Höfðingjarnir leiddu 14-0 að honum loknum. Vörn Títana var eins og gatasigt og var útlit fyrir að Höfðingjar færu með stórsigur þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 21-3. Sú varð hins vegar aldeilis ekki raunin. Títanar héldu Höfðingjunum skorlausum í seinni hálfleik og fóru af hólmi með frábæran og vægast sagt óvæntan endurkomusigur, 22-21. Marcus Mariota, leikstjórnandi liðsins, lék á alls oddi í seinni hálfleik og gekk allt upp hjá honum, eins og sést hér að neðan.Marcus Mariota just caught his own pass for a @Titans TD!! Not a typo.#TitanUp#NFLPlayoffspic.twitter.com/bDBVukfZuY — NFL (@NFL) January 6, 2018 Var þetta í fyrsta skipti í rúmlega 20 ár sem að leikmaður í NFL – deildinni skorar snertimark með því að grípa sína eigin sendingu. Höfðingjarnir trúðu vart eigin augum í lok leiks. Leikstjórnandi þeirra, Alex Smith, sem kastaði fyrir 235 jördum í fyrri hálfleik, það næst mesta í sögu úrslitakeppni NFL, náði sér engan veginn á strik í þeim síðari. Virtist hann óöruggur í öllum sínum aðgerðum og kastaði hann fyrir tveimur mínusjördum í þriðja leikhluta. Vó þar þungt að liðsfélagi hans og einn besti innherji deildarinnar (e. Tight end), Travis Kelce, þurfti að yfirgefa völlinn í lok fyrri hálfleiks með heilahristing, eftir óhugnalegt höfuðhögg. Óvænt úrslit litu einnig dagsins ljós í borg englanna, þar sem Hrútarnir tóku á móti Fálkunum frá Atlanta. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Lið Hrútanna var fyrir leikinn talið líklegra til að fara með sigur, en liðið vann vesturriðil Þjóðardeildarinnar og skoraði flest stig allra liða í NFL – deildinni þetta tímabil. Þeir mættu hins vegar ofjörlum sínum í nótt. Fálkarnir keyrðu yfir þá strax í byrjun og náðu 13-0 stiga forskoti í fyrsta leikhluta, eftir dýrkeypt mistök Pharoh Cooper í sérliði Hrútanna. Missti hann boltann tvívegis klaufalega frá sér og fengu Fálkarnir góða vallarstöðu af þeim sökum. Sóknarvél Hrútanna hrökk í gang í lok fyrri hálfleiks og minnkuðu þeir muninn í 13-10, áður en að liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Þetta voru hins vegar síðustu stig Hrútanna í leiknum. Lítið sem ekkert gekk í sóknarleik þeirra í síðari hálfleik og gengu Fálkarnir á lagið. Fálkarnir innsigluðu sigurinn þegar að rúmlega fimm mínútur voru eftir af leiknum. Fann leikstjórnandi liðsins, Matt Ryan, Julio Jones í endamarkinu og var ekki aftur snúið fyrir Hrútana. Lokatölur 26-13 og halda Fálkarnir næst til Fíladelfíu þar sem liðið mætir Örnunum næstkomandi laugardag í slag ránfuglanna. .@AtlantaFalcons vs. @Eagles in the Divisional Round. See you next Saturday. #ATLvsPHI#NFLPlayoffspic.twitter.com/ThxKWy9YXQ — NFL (@NFL) January 7, 2018 NFL Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Óhætt er að segja að hin svokallaða „Wild card“ helgi í úrslitakeppni NFL – deildarinnar fari vel af stað. Fyrstu tveir leikir helgarinnar voru spilaðir í gær og litu óvænt úrslit dagsins ljós í þeim báðum. Í fyrri leik kvöldsins tóku Höfðingjarnir í Kansas á móti Títönunum frá Tennesee. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum á YouTube-rás NFL - deildarinnar. Flestir spekingar fyrir vestan haf töldu það aðeins vera formsatriði fyrir Höfðingjana að klára leikinn og halda áfram í næstu umferð. Eftir fyrsta leikhluta leiksins leit út fyrir að sú spá myndi rætast, en Höfðingjarnir leiddu 14-0 að honum loknum. Vörn Títana var eins og gatasigt og var útlit fyrir að Höfðingjar færu með stórsigur þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 21-3. Sú varð hins vegar aldeilis ekki raunin. Títanar héldu Höfðingjunum skorlausum í seinni hálfleik og fóru af hólmi með frábæran og vægast sagt óvæntan endurkomusigur, 22-21. Marcus Mariota, leikstjórnandi liðsins, lék á alls oddi í seinni hálfleik og gekk allt upp hjá honum, eins og sést hér að neðan.Marcus Mariota just caught his own pass for a @Titans TD!! Not a typo.#TitanUp#NFLPlayoffspic.twitter.com/bDBVukfZuY — NFL (@NFL) January 6, 2018 Var þetta í fyrsta skipti í rúmlega 20 ár sem að leikmaður í NFL – deildinni skorar snertimark með því að grípa sína eigin sendingu. Höfðingjarnir trúðu vart eigin augum í lok leiks. Leikstjórnandi þeirra, Alex Smith, sem kastaði fyrir 235 jördum í fyrri hálfleik, það næst mesta í sögu úrslitakeppni NFL, náði sér engan veginn á strik í þeim síðari. Virtist hann óöruggur í öllum sínum aðgerðum og kastaði hann fyrir tveimur mínusjördum í þriðja leikhluta. Vó þar þungt að liðsfélagi hans og einn besti innherji deildarinnar (e. Tight end), Travis Kelce, þurfti að yfirgefa völlinn í lok fyrri hálfleiks með heilahristing, eftir óhugnalegt höfuðhögg. Óvænt úrslit litu einnig dagsins ljós í borg englanna, þar sem Hrútarnir tóku á móti Fálkunum frá Atlanta. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Lið Hrútanna var fyrir leikinn talið líklegra til að fara með sigur, en liðið vann vesturriðil Þjóðardeildarinnar og skoraði flest stig allra liða í NFL – deildinni þetta tímabil. Þeir mættu hins vegar ofjörlum sínum í nótt. Fálkarnir keyrðu yfir þá strax í byrjun og náðu 13-0 stiga forskoti í fyrsta leikhluta, eftir dýrkeypt mistök Pharoh Cooper í sérliði Hrútanna. Missti hann boltann tvívegis klaufalega frá sér og fengu Fálkarnir góða vallarstöðu af þeim sökum. Sóknarvél Hrútanna hrökk í gang í lok fyrri hálfleiks og minnkuðu þeir muninn í 13-10, áður en að liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Þetta voru hins vegar síðustu stig Hrútanna í leiknum. Lítið sem ekkert gekk í sóknarleik þeirra í síðari hálfleik og gengu Fálkarnir á lagið. Fálkarnir innsigluðu sigurinn þegar að rúmlega fimm mínútur voru eftir af leiknum. Fann leikstjórnandi liðsins, Matt Ryan, Julio Jones í endamarkinu og var ekki aftur snúið fyrir Hrútana. Lokatölur 26-13 og halda Fálkarnir næst til Fíladelfíu þar sem liðið mætir Örnunum næstkomandi laugardag í slag ránfuglanna. .@AtlantaFalcons vs. @Eagles in the Divisional Round. See you next Saturday. #ATLvsPHI#NFLPlayoffspic.twitter.com/ThxKWy9YXQ — NFL (@NFL) January 7, 2018
NFL Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira