Starfsmaður slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að slökkvilið sé nú á leiðinni á staðinn. Ekki er vitað um umfang eða orsakir eldsins.
Uppfært 10:30:
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er um einbýlishús að ræða sem sé alelda og hefur þakið fallið saman. Unnið sé að því að slökkva elda og verja svæðið í kringum húsið. Slökkviliði skilst að húsið hafi verið í eyði í einhvern tíma.

