Segir nauðsynlegt að breyta strúktúrnum í sauðfjárrækt Sveinn Arnarsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Fækka þarf sauðfé að mati rannsakanda. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg. vísir/vilhelm Bændum og fé þarf að fækka ef ekki finnast erlendir markaðir, starfsumhverfi sauðfjárbænda hvetur til offramleiðslu og ekkert sem ríkið getur gert til þess að koma stöðugleika á verð sem fæst fyrir kjöt erlendis. Þetta er niðurstaða Kára Gautasonar, sérfræðings hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem skoðaði gaumgæfilega starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar fyrir Landssamtök sauðfjárbænda (LS). „Ef það er markmið að menn hafi allar heimilistekjur úr sauðfjárrækt þá held ég að það þurfi að verða strúktúrbreyting á sauðfjárrækt eins og hefur verið í nautgriparækt. Það er að búin stækki verulega og til að það sé pláss til þess þurfa einhverjir að hætta,“ segir hann. Kári var fenginn af LS til að skoða rekstrarumhverfi sauðfjárræktarinnar og hvaða meðul aðrar þjóðir noti til sveiflujöfnunar fyrir bændur. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg þar sem rekstrargrundvöllur stórs hluta sauðfjárbúa er brostinn í landinu vegna verðfalls afurða erlendis.Oddný Steina Valsdóttir, varafofmaður Landssamtaka sauðfjárbændaKári bendir á að neysla á lambakjöti innanlands breytist ekki í bráð og með aukinni framleiðslu verði framleiðsla á lambakjöti viðkvæmari fyrir sveiflum erlendis. Ríkið geti lítið sem ekkert gert í að breyta verðlagi á lambakjöti á heimsmarkaði. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa verið fluttar út sauðfjárafurðir fyrir rúmlega fimm hundruð krónur á hvert kíló að meðaltali. Kári segir það nærri helmingi lægra en framleiðslukostnað best reknu búa landsins. „Persónulega finnst mér mikil áhætta að byggja greinina að svo stórum hluta á útflutningi,“ segir Kári. „Raunveruleikinn er sá að það fæst ekki það verð fyrir vöruna sem þarf til að framleiða hana og þá er svarið að það sé framleitt of mikið.“ Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS, segir stöðuna ekki góða og finna þurfi lausnir. „Við höfum bent á að sveiflujöfnun af einhverju tagi þurfi að koma á og sú aðferð er viðhöfð í fjölda landa. Við teljum, sérstaklega í grein með langa framleiðsluferla og fjölskyldubú sem þola ekki miklar ytri sveiflur, að það sé rökrétt að setja á útflutningsskyldu á lambakjöt,“ segir Oddný. „Samfélagslega er æskilegra að það verði fækkun á fé frekar en fækkun á búum. Því er hægt að búa til hvata fyrir bændur til að fækka fé og greiða til að mynda fyrir landbótaverkefni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Bændum og fé þarf að fækka ef ekki finnast erlendir markaðir, starfsumhverfi sauðfjárbænda hvetur til offramleiðslu og ekkert sem ríkið getur gert til þess að koma stöðugleika á verð sem fæst fyrir kjöt erlendis. Þetta er niðurstaða Kára Gautasonar, sérfræðings hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem skoðaði gaumgæfilega starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar fyrir Landssamtök sauðfjárbænda (LS). „Ef það er markmið að menn hafi allar heimilistekjur úr sauðfjárrækt þá held ég að það þurfi að verða strúktúrbreyting á sauðfjárrækt eins og hefur verið í nautgriparækt. Það er að búin stækki verulega og til að það sé pláss til þess þurfa einhverjir að hætta,“ segir hann. Kári var fenginn af LS til að skoða rekstrarumhverfi sauðfjárræktarinnar og hvaða meðul aðrar þjóðir noti til sveiflujöfnunar fyrir bændur. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg þar sem rekstrargrundvöllur stórs hluta sauðfjárbúa er brostinn í landinu vegna verðfalls afurða erlendis.Oddný Steina Valsdóttir, varafofmaður Landssamtaka sauðfjárbændaKári bendir á að neysla á lambakjöti innanlands breytist ekki í bráð og með aukinni framleiðslu verði framleiðsla á lambakjöti viðkvæmari fyrir sveiflum erlendis. Ríkið geti lítið sem ekkert gert í að breyta verðlagi á lambakjöti á heimsmarkaði. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa verið fluttar út sauðfjárafurðir fyrir rúmlega fimm hundruð krónur á hvert kíló að meðaltali. Kári segir það nærri helmingi lægra en framleiðslukostnað best reknu búa landsins. „Persónulega finnst mér mikil áhætta að byggja greinina að svo stórum hluta á útflutningi,“ segir Kári. „Raunveruleikinn er sá að það fæst ekki það verð fyrir vöruna sem þarf til að framleiða hana og þá er svarið að það sé framleitt of mikið.“ Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS, segir stöðuna ekki góða og finna þurfi lausnir. „Við höfum bent á að sveiflujöfnun af einhverju tagi þurfi að koma á og sú aðferð er viðhöfð í fjölda landa. Við teljum, sérstaklega í grein með langa framleiðsluferla og fjölskyldubú sem þola ekki miklar ytri sveiflur, að það sé rökrétt að setja á útflutningsskyldu á lambakjöt,“ segir Oddný. „Samfélagslega er æskilegra að það verði fækkun á fé frekar en fækkun á búum. Því er hægt að búa til hvata fyrir bændur til að fækka fé og greiða til að mynda fyrir landbótaverkefni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira