Hversu mikið situr þú? Unnur Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2018 14:13 Sjúkraþjálfarar hafa nú í vaxandi mæli tekið upp það kerfi við mat á hreyfingu skjólstæðinga sinna að í stað þess að spyrja um hreyfingu, þá er spurt: Hversu mikið situr þú á hverjum degi? Það er nefnilega að mörgu leyti betri mælikvarði á hreyfingu eða hreyfingarleysi, því fólk á almennt mun auðveldara með að skilgreina hvað er að sitja, heldur en hvað fellur undir hreyfingu. Og svörin eru oft sláandi. Dæmigerður Íslendingur getur þannig setið 1 klst á dag á leið í/úr vinnu, setið 8-10 klst við vinnu, setið 2 klst fyrir framan tölvu heima og aðrar 2 klst við sjónvarp. Þannig er stærstum hluta vökutíma varið í algera kyrrsetu. Margir telja sig eiga erfitt með að stunda líkamsrækt vegna tímaleysis eða annarra aðstæðna. Þá er sjálfsagt að taka tillit til þeirra aðstæðna og sníða sér stakk eftir vexti. Ertu bundin(n) yfir börnum? Farðu út og hreyfðu þig með þeim. Er stigi þar sem þú vinnur/býrð? Stigar eru snilldaræfingartæki. Ertu hreyfihamlaður? Fullt af tilboðum fyrir aldraða/fatlaða, leitið og þér munuð finna. Ertu bíllaus? Farðu þinna ferða gangandi og náðu þannig 10-12.000 skrefum á dag. Ganga er auðveldasta og aðgengilegasta líkamsrækt sem fyrirfinnst og hægt að flétta inn í daglegt líf langflestra. Hreyfing er besta forvörnin til viðhalds heilsu en einnig besta meðferð með hægt er að beita við fjöldamörgum sjúkdómum og kvillum sem hrjá fólk. Væri til lyf með jafn breiðvirka virkni og hreyfing veitir, þá væri það kallað kraftaverkalyf. Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er hætt við að heilsan, færnin og hreyfigetan verði af skornum skammti á gamals aldri. Eru 30 mín á dag þér ofviða? Hversu miklum tíma verð þú í tilgangslitla tölvunotkun daglega? Hversu mikið situr þú?Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfarar hafa nú í vaxandi mæli tekið upp það kerfi við mat á hreyfingu skjólstæðinga sinna að í stað þess að spyrja um hreyfingu, þá er spurt: Hversu mikið situr þú á hverjum degi? Það er nefnilega að mörgu leyti betri mælikvarði á hreyfingu eða hreyfingarleysi, því fólk á almennt mun auðveldara með að skilgreina hvað er að sitja, heldur en hvað fellur undir hreyfingu. Og svörin eru oft sláandi. Dæmigerður Íslendingur getur þannig setið 1 klst á dag á leið í/úr vinnu, setið 8-10 klst við vinnu, setið 2 klst fyrir framan tölvu heima og aðrar 2 klst við sjónvarp. Þannig er stærstum hluta vökutíma varið í algera kyrrsetu. Margir telja sig eiga erfitt með að stunda líkamsrækt vegna tímaleysis eða annarra aðstæðna. Þá er sjálfsagt að taka tillit til þeirra aðstæðna og sníða sér stakk eftir vexti. Ertu bundin(n) yfir börnum? Farðu út og hreyfðu þig með þeim. Er stigi þar sem þú vinnur/býrð? Stigar eru snilldaræfingartæki. Ertu hreyfihamlaður? Fullt af tilboðum fyrir aldraða/fatlaða, leitið og þér munuð finna. Ertu bíllaus? Farðu þinna ferða gangandi og náðu þannig 10-12.000 skrefum á dag. Ganga er auðveldasta og aðgengilegasta líkamsrækt sem fyrirfinnst og hægt að flétta inn í daglegt líf langflestra. Hreyfing er besta forvörnin til viðhalds heilsu en einnig besta meðferð með hægt er að beita við fjöldamörgum sjúkdómum og kvillum sem hrjá fólk. Væri til lyf með jafn breiðvirka virkni og hreyfing veitir, þá væri það kallað kraftaverkalyf. Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er hætt við að heilsan, færnin og hreyfigetan verði af skornum skammti á gamals aldri. Eru 30 mín á dag þér ofviða? Hversu miklum tíma verð þú í tilgangslitla tölvunotkun daglega? Hversu mikið situr þú?Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar