Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2018 11:15 Trump er sagður hafa verið allt annað en sáttur við að Sessions verði hann ekki eins og hann taldi að fyrri dómsmálaráðherrar hefðu gert fyrir forseta sína. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf dómsmálaráðherra sínum skýr fyrirmæli um að hann skyldi ekki lýsa sig vanhæfan til að stjórna rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þetta er á meðal vísbendinga sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins hefur fundið um mögulegar tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Í ítarlegri umfjöllun New York Times í gær koma fram nýjar upplýsingar um vendingar á bak við tjöldin þegar rannsóknin var að hefjast af fullum þunga og Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Blaðið segir að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, búi yfir að minnsta kosti hluta þeirra. Þar kemur meðal annars fram að Trump hafi fengið lögmann Hvíta hússins til þess að þrýsta á Jeff Sessions dómsmálaráðherra að stíga ekki til hliðar í málefnum sem tengdust Rússarannsókninni í mars. Embættismenn dómsmálaráðuneytisins höfðu ráðlagt Sessions að gera það vegna hagsmunaárekstra. Að sögn New York Times brást Trump ókvæða við þegar Sessions fór að ráðum embættismanna sinna. Sakaði forsetinn Sessions um vera sér ekki nægilega hollur. Á Trump að hafa sagt fyrir framan hóp starfsmanna Hvíta hússins að hann þyrfti dómsmálaráðherra sem verði sig. Taldi hann að dómsmálaráðherrar hefðu varið forseta sína í gegnum tíðina.Sessions er sagður hafa sent Trump afsagnarbréf eftir eitt reiðikast forsetans. Trump hafnaði afsögninni og sendi bréfið til baka.Vísir/AFPLögmaður forsetans hélt upplýsingum frá honumEins gekk á miklu í aðdraganda þess þegar Trump rak Comey í maí, þvert á vilja sumra starfsmanna Hvíta hússins. Reiði Trump í garð Comey er sögð hafa byggst upp þegar forstjórinn bar vitni fyrir nefndum Bandaríkjaþings í tvígang snemma í fyrra. Þar neitaði Comey að staðfesta að Trump sjálfur væri ekki til rannsóknar. Í kjölfarið hóf Trump að ræða opinskátt við starfsmenn sína um að sparka forstjóranum. Einn lögmanna Hvíta hússins óttaðist svo mjög að ef Trump ræki Comey þá yrði stöðu forsetans stefnt í hættu. Dómsmálaráðuneytið neyddist til þess að hefja rannsókn á hvort að forsetinn reyndi að stöðva framgang Rússarannsóknarinnar. Lögmaðurinn fékk aðstoðarmann til að taka saman minnisblað um hvort að forsetinn hefði vald til að reka forstjóra FBI án sérstakrar ástæðu. Niðurstaða aðstoðarmannsins var sú að forsetinn hefði slíkt vald. Lögmaðurinn, sem hafði áður sagt Trump að hann þyrfti sérstaka ástæðu til að reka Comey, kom þeim upplýsingum aldrei áfram til forsetans. „Þetta sýnir að lögmenn forsetans treystu honum ekki fyrir öllum staðreyndum vegna þess að þeir óttuðust að hann tæki ákvörðun sem væri honum ekki fyrir bestu,“ hefur New York Times eftir Stephen I. Vladeck, prófessor í lögfræði við Texasháskóla, sem telur atburðarásina „stórfurðulega“.Opinberir rannsakendur eru sagðir hafa sannreynt að James Comey hélt minnispunkta um samskipti við Trump sem hann taldi óeðlileg. Comey hefur sagt að Trump hafi lagt að sér að fella niður rannsókn á bandamönnum sínum.Vísir/AFPReyndu að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Comey Einna skaðlegustu upplýsingarnar fyrir Sessions og Trump í umfjöllun blaðsins varða þó uppákomu sem er sögð hafa átt sér stað fjórum dögum áður en forsetinn rak Comey í maí. Það var skömmu eftir að Comey kom aftur fyrir þingnefnd og neitaði enn að svara hvort að Trump væri til rannsóknar. Trump er sagður hafa hellt sér yfir Sessions á meðan Comey bar vitni. Gagnrýndi hann ráðherrann fyrir að hafa stigið til hliðar, að hann væri sér ekki nægilega hollur og ítrekaði að hann vildi reka Comey. Fullyrti hann að fyrri dómsmálaráðherrar hefðu varið forseta sína. Tveimur dögum eftir framburð Comey fyrir þingnefndinni falaðist aðstoðarmaður Sessions eftir skaðlegum upplýsingum um hann hjá starfsmanni Bandaríkjaþings. Ástæðan væri sú að dómsmálaráðherrann vildi eina neikvæða frétt um forstjóra FBI í fjölmiðlum á hverjum degi. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins neitar við New York Times að þetta hafi gerst.President Trump gave firm instructions in March to the White House's top lawyer: stop Jeff Sessions from recusing himself in the Russia investigation https://t.co/50bhPWYLxG— The New York Times (@nytimes) January 5, 2018 Vitnað til Rússarannsóknarinnar í bréfi sem átti að fara til Comey Þegar kom að því að reka Comey óskaði Trump eftir því að Stephen Miller, einn helsti ráðgjafi hans, semdi drög að bréfi með rökstuðningi fyrir brottrekstrinum. Fram að þessu hafa fulltrúar Hvíta hússins að ekkert hafi verið minnst á Rússa eða rannsóknina í bréfinu. New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum sem lásu bréfið að strax í upphafi þess sé fullyrt að Rússarannsóknin sé „uppspuni og af pólitískum hvötum“. Á endanum var það hins vegar Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem skrifaði bréfið til Comey með rökstuðningi fyrir brottrekstri hans. Trump gróf hins vegar sjálfur nær samstundis undan þeim rökstuðningi og sagði hreint út í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Rannsakendur Mueller eru einnig sagðir kanna hvort að Trump hafi logið í yfirlýsingu sem hann er sagður hafa lesið fyrir um borð í forsetaflugvélinni um umdeildan fund sem sonur hans og tengdasonur áttu með rússneskum aðilum í júní í fyrra. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum.Í nýrri bók Michaels Wolff um Hvíta hús Trump sem hefur valdið úlfaþyt síðustu daga er því haldið fram að lögmenn forsetans hafi talið hafa reynt að afvegaleiða rannsóknina með beinum hætti með yfirlýsingunni. Einn talsmanna Trump hætti í kjölfar þeirrar uppákomu. Í bókinni er því haldið fram að ástæðan hafi verið sú að hann hafi talið forsetann hafa gerst sekan um að hindra framgang réttvísinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf dómsmálaráðherra sínum skýr fyrirmæli um að hann skyldi ekki lýsa sig vanhæfan til að stjórna rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þetta er á meðal vísbendinga sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins hefur fundið um mögulegar tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Í ítarlegri umfjöllun New York Times í gær koma fram nýjar upplýsingar um vendingar á bak við tjöldin þegar rannsóknin var að hefjast af fullum þunga og Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Blaðið segir að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, búi yfir að minnsta kosti hluta þeirra. Þar kemur meðal annars fram að Trump hafi fengið lögmann Hvíta hússins til þess að þrýsta á Jeff Sessions dómsmálaráðherra að stíga ekki til hliðar í málefnum sem tengdust Rússarannsókninni í mars. Embættismenn dómsmálaráðuneytisins höfðu ráðlagt Sessions að gera það vegna hagsmunaárekstra. Að sögn New York Times brást Trump ókvæða við þegar Sessions fór að ráðum embættismanna sinna. Sakaði forsetinn Sessions um vera sér ekki nægilega hollur. Á Trump að hafa sagt fyrir framan hóp starfsmanna Hvíta hússins að hann þyrfti dómsmálaráðherra sem verði sig. Taldi hann að dómsmálaráðherrar hefðu varið forseta sína í gegnum tíðina.Sessions er sagður hafa sent Trump afsagnarbréf eftir eitt reiðikast forsetans. Trump hafnaði afsögninni og sendi bréfið til baka.Vísir/AFPLögmaður forsetans hélt upplýsingum frá honumEins gekk á miklu í aðdraganda þess þegar Trump rak Comey í maí, þvert á vilja sumra starfsmanna Hvíta hússins. Reiði Trump í garð Comey er sögð hafa byggst upp þegar forstjórinn bar vitni fyrir nefndum Bandaríkjaþings í tvígang snemma í fyrra. Þar neitaði Comey að staðfesta að Trump sjálfur væri ekki til rannsóknar. Í kjölfarið hóf Trump að ræða opinskátt við starfsmenn sína um að sparka forstjóranum. Einn lögmanna Hvíta hússins óttaðist svo mjög að ef Trump ræki Comey þá yrði stöðu forsetans stefnt í hættu. Dómsmálaráðuneytið neyddist til þess að hefja rannsókn á hvort að forsetinn reyndi að stöðva framgang Rússarannsóknarinnar. Lögmaðurinn fékk aðstoðarmann til að taka saman minnisblað um hvort að forsetinn hefði vald til að reka forstjóra FBI án sérstakrar ástæðu. Niðurstaða aðstoðarmannsins var sú að forsetinn hefði slíkt vald. Lögmaðurinn, sem hafði áður sagt Trump að hann þyrfti sérstaka ástæðu til að reka Comey, kom þeim upplýsingum aldrei áfram til forsetans. „Þetta sýnir að lögmenn forsetans treystu honum ekki fyrir öllum staðreyndum vegna þess að þeir óttuðust að hann tæki ákvörðun sem væri honum ekki fyrir bestu,“ hefur New York Times eftir Stephen I. Vladeck, prófessor í lögfræði við Texasháskóla, sem telur atburðarásina „stórfurðulega“.Opinberir rannsakendur eru sagðir hafa sannreynt að James Comey hélt minnispunkta um samskipti við Trump sem hann taldi óeðlileg. Comey hefur sagt að Trump hafi lagt að sér að fella niður rannsókn á bandamönnum sínum.Vísir/AFPReyndu að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Comey Einna skaðlegustu upplýsingarnar fyrir Sessions og Trump í umfjöllun blaðsins varða þó uppákomu sem er sögð hafa átt sér stað fjórum dögum áður en forsetinn rak Comey í maí. Það var skömmu eftir að Comey kom aftur fyrir þingnefnd og neitaði enn að svara hvort að Trump væri til rannsóknar. Trump er sagður hafa hellt sér yfir Sessions á meðan Comey bar vitni. Gagnrýndi hann ráðherrann fyrir að hafa stigið til hliðar, að hann væri sér ekki nægilega hollur og ítrekaði að hann vildi reka Comey. Fullyrti hann að fyrri dómsmálaráðherrar hefðu varið forseta sína. Tveimur dögum eftir framburð Comey fyrir þingnefndinni falaðist aðstoðarmaður Sessions eftir skaðlegum upplýsingum um hann hjá starfsmanni Bandaríkjaþings. Ástæðan væri sú að dómsmálaráðherrann vildi eina neikvæða frétt um forstjóra FBI í fjölmiðlum á hverjum degi. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins neitar við New York Times að þetta hafi gerst.President Trump gave firm instructions in March to the White House's top lawyer: stop Jeff Sessions from recusing himself in the Russia investigation https://t.co/50bhPWYLxG— The New York Times (@nytimes) January 5, 2018 Vitnað til Rússarannsóknarinnar í bréfi sem átti að fara til Comey Þegar kom að því að reka Comey óskaði Trump eftir því að Stephen Miller, einn helsti ráðgjafi hans, semdi drög að bréfi með rökstuðningi fyrir brottrekstrinum. Fram að þessu hafa fulltrúar Hvíta hússins að ekkert hafi verið minnst á Rússa eða rannsóknina í bréfinu. New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum sem lásu bréfið að strax í upphafi þess sé fullyrt að Rússarannsóknin sé „uppspuni og af pólitískum hvötum“. Á endanum var það hins vegar Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem skrifaði bréfið til Comey með rökstuðningi fyrir brottrekstri hans. Trump gróf hins vegar sjálfur nær samstundis undan þeim rökstuðningi og sagði hreint út í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Rannsakendur Mueller eru einnig sagðir kanna hvort að Trump hafi logið í yfirlýsingu sem hann er sagður hafa lesið fyrir um borð í forsetaflugvélinni um umdeildan fund sem sonur hans og tengdasonur áttu með rússneskum aðilum í júní í fyrra. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum.Í nýrri bók Michaels Wolff um Hvíta hús Trump sem hefur valdið úlfaþyt síðustu daga er því haldið fram að lögmenn forsetans hafi talið hafa reynt að afvegaleiða rannsóknina með beinum hætti með yfirlýsingunni. Einn talsmanna Trump hætti í kjölfar þeirrar uppákomu. Í bókinni er því haldið fram að ástæðan hafi verið sú að hann hafi talið forsetann hafa gerst sekan um að hindra framgang réttvísinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sjá meira
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52