Kerecis selur skuldabréf fyrir 300 milljónir króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. janúar 2018 07:00 Framleiðsla Kerecis fer fram á Ísafirði. Mynd/Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis seldi fyrir áramót skuldabréf með breytirétti fyrir 300 milljónir króna til hluthafa félagsins. Allir stærstu fjárfestar félagsins tóku þátt í kaupunum og var talsverð umframeftirspurn eftir skuldabréfinu. Hyggst félagið nýta fjármunina til þess að styrkja sölustarfsemi þess í Bandaríkjunum. Vara Kerecis er affrumað Omega3-ríkt þorskroð sem fellur til við roðflettingu á þorskflökum. Við notkun er roðbúturinn lagður í vefjaskaða á líkamanum eða sár og vaxa þá heilbrigðar frumur líkamans inn í efnið. Frumurnar hefja þar uppbyggingu á nýjum líkamsvef á meðan sáraroðið brotnar hægt niður. Kerecis rekur þrjár starfsstöðvar: framleiðslu á Ísafirði, læknisfræðilegar rannsóknir í Reykjavík ásamt skrifstofu á Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum þaðan sem sölu- og markaðsstarfi er stýrt. Í tilkynningu segir að félagið leggi um þessar mundir hvað ríkasta áherslu á sölustarf í Bandaríkjunum þar sem mestur vöxtur er, en yfir þrjátíu sölumenn selja vöru félagsins í söluneti sem nær til yfir tuttugu fylkja.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri KerecisGuðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keracis, segir að söluvöxtur félagsins í Bandaríkjunum staðfesti að varan henti vel til meðhöndlunar á sykursýkissárum og sé keypt til að minnka líkur á aflimunum vegna sára. Hann nefnir jafnframt að meira en hundrað sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir kaupi nú vöru félagsins reglulega og að góður vöxtur sé í sölumálum félagsins. Kerecis tekur þátt í lækningaráðstefnu fjárfestingabankans JP Morgan í San Francisco í næstu viku, í boði bankans. Á ráðstefnunni leiða athyglisverðustu lækningavörufyrirtæki í heiminum og fjárfestar saman hesta sína. Umrædd ráðstefna er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er mjög sóst eftir því af hálfu nýsköpunarfyrirtækja að taka þátt í henni. Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kerecis seldi fyrir áramót skuldabréf með breytirétti fyrir 300 milljónir króna til hluthafa félagsins. Allir stærstu fjárfestar félagsins tóku þátt í kaupunum og var talsverð umframeftirspurn eftir skuldabréfinu. Hyggst félagið nýta fjármunina til þess að styrkja sölustarfsemi þess í Bandaríkjunum. Vara Kerecis er affrumað Omega3-ríkt þorskroð sem fellur til við roðflettingu á þorskflökum. Við notkun er roðbúturinn lagður í vefjaskaða á líkamanum eða sár og vaxa þá heilbrigðar frumur líkamans inn í efnið. Frumurnar hefja þar uppbyggingu á nýjum líkamsvef á meðan sáraroðið brotnar hægt niður. Kerecis rekur þrjár starfsstöðvar: framleiðslu á Ísafirði, læknisfræðilegar rannsóknir í Reykjavík ásamt skrifstofu á Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum þaðan sem sölu- og markaðsstarfi er stýrt. Í tilkynningu segir að félagið leggi um þessar mundir hvað ríkasta áherslu á sölustarf í Bandaríkjunum þar sem mestur vöxtur er, en yfir þrjátíu sölumenn selja vöru félagsins í söluneti sem nær til yfir tuttugu fylkja.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri KerecisGuðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keracis, segir að söluvöxtur félagsins í Bandaríkjunum staðfesti að varan henti vel til meðhöndlunar á sykursýkissárum og sé keypt til að minnka líkur á aflimunum vegna sára. Hann nefnir jafnframt að meira en hundrað sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir kaupi nú vöru félagsins reglulega og að góður vöxtur sé í sölumálum félagsins. Kerecis tekur þátt í lækningaráðstefnu fjárfestingabankans JP Morgan í San Francisco í næstu viku, í boði bankans. Á ráðstefnunni leiða athyglisverðustu lækningavörufyrirtæki í heiminum og fjárfestar saman hesta sína. Umrædd ráðstefna er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er mjög sóst eftir því af hálfu nýsköpunarfyrirtækja að taka þátt í henni.
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira