Áramótaheit Zuckerberg fyrir nýja árið, sem hann kallar reyndar áskoranir, eru nefnilega að tækla ýmis vandamál sem steðja að heiminum í dag. Facebook stuðlar að þessum vandamálum í einhverjum tilfellum, en getur að sama skapi að mati stofnandans hjálpað til við að leysa.
Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Zuckerberg að hann hafi fyrst farið að setja sér áskoranir fyrir hvert ár árið 2009. Markmiðið með þeim væri að læra eitthvað nýtt.
„Það ár var mikil efnahagskreppa og Facebook var ekki farið að skila hagnaði. Við þurftum að fara að taka það alvarlega að sjá til þess að Facebook hefði varanlegt viðskiptamódel. Þetta var alvarlegt ár og ég setti á mig bindi á hverjum degi til að minna mig á það.
Dagurinn í dag minnir um margt á þetta fyrsta ár. Það er eins og heimurinn sé áhyggjufullur og klofinn og Facebook hefur verk að vinna, hvort sem það er að vernda samfélag frá okkur hatri og misnotkun, verjast afskiptum ríkja eða að sjá til þess að tíma sem varið sé á Facebook sé vel varið,“ segir Zuckerberg í færslunni og bætir við að hans persónulega áskorun fyrir árið 2018 sé að tækla þessi mál og reyna að leysa þau.
„Við munum ekki geta komið í veg fyrir öll mistök eða misnotkun en núna gerum við of mikið af mistökum þegar við reynum að koma einhverju áfram eða koma í veg fyrir að tólin okkar séu misnotuð. Ef við náum árangri á þessu ári þá munum við ljúka árinu 2018 á mun farsælli braut.“
Færslu Zuckerberg má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.