Erlent

Þorskurinn minni en áður

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Stefnan um sjálfbærar veiðar er sögð hafa öfug áhrif. Þorkurinn hér að ofan var með íslenska kennitölu.
Stefnan um sjálfbærar veiðar er sögð hafa öfug áhrif. Þorkurinn hér að ofan var með íslenska kennitölu. vísir/stefán
Þorskurinn í Eystrasalti er ekki jafnstór og áður, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. Í henni er vitnað í rannsókn á vegum Stokkhólmsháskóla sem sýnir að stefnan um sjálfbærar veiðar í Eystrasalti hafi öfug áhrif.

Markmiðið hefur verið að veiða eingöngu stóran þorsk. Litlu fiskarnir eiga að fá að vaxa og verða nógu stórir til að auka kyn sitt einu sinni áður en þeir eru veiddir.

Þegar allir þorskarnir eru jafnstórir eykst samkeppnin um matinn. Afleiðingin er fleiri litlir og magrir þorskar. Á tíunda áratug síðustu aldar var meðallengdin 40 sentimetrar. Nú er hún þrjátíu.

Vísindamennirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þorskurinn í Eystrasalti hafi lagað sig að því að vera lítill. Hann eykur kyn sitt þegar hann er helmingi minni en áður. Það geti leitt til erfðabreytinga auk þess sem vistkerfið geti breyst þegar stórir fiskar hverfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×