Vilja ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík Höskuldur Kári Schram skrifar 3. janúar 2018 18:30 Íbúar í Reykjanesbæ undirbúa nú málsókn á hendur United Silicon til að ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík. Einn af forsvarsmönnum hópsins sem stendur á bak við málsóknina segir að opinberar eftirlitsstofnanir hafi brugðist í málinu. Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett í nóvember árið 2016 og fljótlega eftir það fóru íbúar í nágrenni verksmiðjunnar að kvarta undan mengun og öðrum óþægindum. Umhverfisstofnun hefur ítrekað gert athugasemdir við starfsemina. Slökkt var ofni verksmiðjunnar í september á síðasta ári og hefur öll framleiðsla legið niðri síðan þá. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun í ágúst sem var svo framlengd til 22. janúar næstkomandi. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík voru sérstaklega stofnuð til að berjast gegn áframhaldandi rekstri verksmiðjunnar. Samtökin hafa staðið fyrir fjölmennum íbúafundum í Reykjanesbæ og safna nú liði til að höfða mál til ógildingar á starfsleyfi kísilversins. Fulltrúar samtakanna hafa fundað með lögmönnum og kallað eftir gögnum sem tengjast málinu. Þórólfur Júlían Dagsson sem situr í stjórn samtakanna segir að opinberir eftirlitsaðilar hafi brugðist í málinu og margt sé athugavert við starfsleyfi verkmiðjunnar. „Að mínu mati lítur út fyrir að þetta starfsleyfi sé hreinlega falsað. Sést best á byggingunum. Þetta eru ekki sömu byggingarnar og voru auglýstar í þessu starfsleyfi. Hæðin er allt önnur og mengunarspá stenst ekki. Þetta er ekki eitthvað eitt heldur eiginlega bara allt,“ segir Þórólfur. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ undirbúa nú málsókn á hendur United Silicon til að ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík. Einn af forsvarsmönnum hópsins sem stendur á bak við málsóknina segir að opinberar eftirlitsstofnanir hafi brugðist í málinu. Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett í nóvember árið 2016 og fljótlega eftir það fóru íbúar í nágrenni verksmiðjunnar að kvarta undan mengun og öðrum óþægindum. Umhverfisstofnun hefur ítrekað gert athugasemdir við starfsemina. Slökkt var ofni verksmiðjunnar í september á síðasta ári og hefur öll framleiðsla legið niðri síðan þá. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun í ágúst sem var svo framlengd til 22. janúar næstkomandi. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík voru sérstaklega stofnuð til að berjast gegn áframhaldandi rekstri verksmiðjunnar. Samtökin hafa staðið fyrir fjölmennum íbúafundum í Reykjanesbæ og safna nú liði til að höfða mál til ógildingar á starfsleyfi kísilversins. Fulltrúar samtakanna hafa fundað með lögmönnum og kallað eftir gögnum sem tengjast málinu. Þórólfur Júlían Dagsson sem situr í stjórn samtakanna segir að opinberir eftirlitsaðilar hafi brugðist í málinu og margt sé athugavert við starfsleyfi verkmiðjunnar. „Að mínu mati lítur út fyrir að þetta starfsleyfi sé hreinlega falsað. Sést best á byggingunum. Þetta eru ekki sömu byggingarnar og voru auglýstar í þessu starfsleyfi. Hæðin er allt önnur og mengunarspá stenst ekki. Þetta er ekki eitthvað eitt heldur eiginlega bara allt,“ segir Þórólfur.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira