Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 18:45 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er settur dómsmálaráðherra í málinu. vísir/stefán Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. Bréfið barst dómsmálaráðuneytinu síðdegis í dag og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður það birt á vef ráðuneytisins. Jakob R. Möller, formaður dómnefndarinnar, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig efnislega um bréfið fyrr en það hafi verið birt opinberlega. Jakob segir að öllum tíu athugasemdum setts dómsmálaráðherra hafi verið svarað í bréfinu. Guðlaugur Þór er utanríkisráðherra en var settur dómsmálaráðherra í málinu í stað Sigríðar Á. Andersen sem vék sæti þar sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var einn umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Settur dómsmálaráðherra hafði óskað eftir nánari upplýsingum um matið, meðal annars hvort dómnefndin hefði raðað umsækjendum með hlutlægum hætti upp í stigatöflu, hvort sett hafi verið töluleg viðmið um mat á því hvenig umsækjendur uppfylltu einstaka kröfu, hvert hefði verið innbyrðis vægi sjónarmiða sem dómnefndin lagði mat á og hvert hefði verið innbyrðis vægi mats á umsóknargögnum. Í svari nefndarinnar kom meðal annars fram að dómnefndin hafði ekki sett hæfnismatið fram í valtöflu og að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmannsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hefði haft mest vægi við gerð umsagnarinnar. Nefndin áréttaði að umsögnin hefði verið reist á heildstæðu mati samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Í kjölfarið birti dómsmálaráðuneytið bréf með athugasemdum Guðlaugs á vef ráðuneytisins og eru þær í tíu liðum en hægt er að lesa þær hér.Sætir furðu að ekki hafi verið notast við stigatöflu í matinuFyrsta athugasemd Guðlaugs snýr að því að honum þyki það sæta furðu að dómnefndin hafi ekki notast við stigatöflu í mati sínu og þannig raðað í hæfisröð og bendir svo á að slíkt hafi áður tíðkast við val dómnefndarinnar.Sjá einnig: Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegtÞá var það einnig gagnrýnt að sá umsækjandi sem settur var efst í þeim þætti sem sneri að reynslu í dómarastörfum hefði átta ára reynslu á meðan annar umsækjandi, sem settur var neðar í matinu, hafi verið skipaður héraðsdómari í um tuttugu ár. Að sama skapi þótti ráðherranum erfitt að átta sig á því hvernig lögmaður með yfir þrjátíu ára reynslu hafi verið settur í 8.-10. sæti í liðnum er sneri að reynslu af lögmannsstörfum.Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra átta umsækjenda sem metinn var hæfastur.vísir/anton brinkMeð tuttugu ára dómarareynslu en ekki metinn hæfur„Nefndin virðist ekki hafa lagt forsvaranlegt mat á ákveðna þætti, eins og t.d. reynslu af dómarastörfum, og er erfitt fyrir settan ráðherra að átta sig á því heildstæða mati sem dómnefndin segist hafa framkvæmt. Umsögnin er enda rökstudd eins og um sé að ræða mjög hlutlægan samanburð á milli umsækjenda í einstökum matsþáttum, en nefndin segist þrátt fyrir það ekki hafa raðað umsækjendum á grundvelli stigatöflu,“ segir Guðlaugur í bréfinu og bætir við að hann eigi í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að matið sé forsvaranlegt vegna skorts á upplýsingum. Dómnefndin mat fimm karla og þrjár konur hæfust til að verða nýir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur og Vestfjarða en í bréfinu kemur fram að alls hafi 23 umsækjendur andmælt niðurstöðu nefndarinnar. Einn þeirra er Jónas Jóhannsson, sem á að baki um tuttugu ára reynslu sem héraðsdómari víða um land, en var engu að síður ekki metinn meðal þeirra átta hæfustu. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 sagðist Jónas gáttaður á niðurstöðu nefndarinnar. Dómsmál Tengdar fréttir Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. Bréfið barst dómsmálaráðuneytinu síðdegis í dag og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður það birt á vef ráðuneytisins. Jakob R. Möller, formaður dómnefndarinnar, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig efnislega um bréfið fyrr en það hafi verið birt opinberlega. Jakob segir að öllum tíu athugasemdum setts dómsmálaráðherra hafi verið svarað í bréfinu. Guðlaugur Þór er utanríkisráðherra en var settur dómsmálaráðherra í málinu í stað Sigríðar Á. Andersen sem vék sæti þar sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var einn umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Settur dómsmálaráðherra hafði óskað eftir nánari upplýsingum um matið, meðal annars hvort dómnefndin hefði raðað umsækjendum með hlutlægum hætti upp í stigatöflu, hvort sett hafi verið töluleg viðmið um mat á því hvenig umsækjendur uppfylltu einstaka kröfu, hvert hefði verið innbyrðis vægi sjónarmiða sem dómnefndin lagði mat á og hvert hefði verið innbyrðis vægi mats á umsóknargögnum. Í svari nefndarinnar kom meðal annars fram að dómnefndin hafði ekki sett hæfnismatið fram í valtöflu og að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmannsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hefði haft mest vægi við gerð umsagnarinnar. Nefndin áréttaði að umsögnin hefði verið reist á heildstæðu mati samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Í kjölfarið birti dómsmálaráðuneytið bréf með athugasemdum Guðlaugs á vef ráðuneytisins og eru þær í tíu liðum en hægt er að lesa þær hér.Sætir furðu að ekki hafi verið notast við stigatöflu í matinuFyrsta athugasemd Guðlaugs snýr að því að honum þyki það sæta furðu að dómnefndin hafi ekki notast við stigatöflu í mati sínu og þannig raðað í hæfisröð og bendir svo á að slíkt hafi áður tíðkast við val dómnefndarinnar.Sjá einnig: Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegtÞá var það einnig gagnrýnt að sá umsækjandi sem settur var efst í þeim þætti sem sneri að reynslu í dómarastörfum hefði átta ára reynslu á meðan annar umsækjandi, sem settur var neðar í matinu, hafi verið skipaður héraðsdómari í um tuttugu ár. Að sama skapi þótti ráðherranum erfitt að átta sig á því hvernig lögmaður með yfir þrjátíu ára reynslu hafi verið settur í 8.-10. sæti í liðnum er sneri að reynslu af lögmannsstörfum.Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra átta umsækjenda sem metinn var hæfastur.vísir/anton brinkMeð tuttugu ára dómarareynslu en ekki metinn hæfur„Nefndin virðist ekki hafa lagt forsvaranlegt mat á ákveðna þætti, eins og t.d. reynslu af dómarastörfum, og er erfitt fyrir settan ráðherra að átta sig á því heildstæða mati sem dómnefndin segist hafa framkvæmt. Umsögnin er enda rökstudd eins og um sé að ræða mjög hlutlægan samanburð á milli umsækjenda í einstökum matsþáttum, en nefndin segist þrátt fyrir það ekki hafa raðað umsækjendum á grundvelli stigatöflu,“ segir Guðlaugur í bréfinu og bætir við að hann eigi í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að matið sé forsvaranlegt vegna skorts á upplýsingum. Dómnefndin mat fimm karla og þrjár konur hæfust til að verða nýir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur og Vestfjarða en í bréfinu kemur fram að alls hafi 23 umsækjendur andmælt niðurstöðu nefndarinnar. Einn þeirra er Jónas Jóhannsson, sem á að baki um tuttugu ára reynslu sem héraðsdómari víða um land, en var engu að síður ekki metinn meðal þeirra átta hæfustu. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 sagðist Jónas gáttaður á niðurstöðu nefndarinnar.
Dómsmál Tengdar fréttir Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32
Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00
Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent