„Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 20:00 Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Mál ungrar stúlku sem glímir við eltihrelli hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en það getur reynst brotaþolum erfitt þegar nálgunarbann er brotið.Eva Riley hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eva fékk nálgunarbann á manninn í september en síðan hefur hann ítrekað brotið það að sögn Evu. Hún birti myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og geðheilbrigðisyfirvalda. „Nálgunarbannið gerði ekkert annað en að láta hann vita hvar ég bý, hvar amma mín býr, hvar mamma mín og pabbi búa. Það er ekkert gert,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið símtal frá lögreglunni í framhaldi af birtingu myndbandsins og henni boðið að framvísa gögnum og leggja fram kæru. Nálgunarbannið dugar þannig skammt ef bannið er brotið en rannsaka þarf sérstaklega hvert brot.Önnur brot oft framin um leið „Það er gríðarlega mikilvægt að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu þegar um er að ræða brot gegn nálgunarbanni og þá fer af stað rannsókn í því máli,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eva gagnrýndi viðbrögð lögreglu þegar hún leitaði til embættisins milli jóla og nýárs en enginn ætti að mæta lokuðum dyrum hjá lögreglunni að sögn Huldu. Lögreglu beri að sjálfsögðu ávallt að sinna brotaþola en hún þarf jafnframt að geta sannað að brot hafi átt sér stað. „Stundum er samhliða þessu annað brot. Það getur þá verið hótun í skilaboðunum, það getur verið húsbrot og þá er það líka rannsakað þannig að það fer þá á stað bara ákveðið rannsóknarferli,” útskýrir Hulda. Ákveðin úrræði eru þó í sumum tilfellum fyrir hendi sé nálgunarbann brotið. „Ef um er að ræða ítrekuð brot gegn nálgunarbanni þá höfum við það úrræði að geta skoðað svokallaða síbrotagæslu ef þau skilyrði gæsluvarðhalds eru uppfyllt. Þannig að þá förum við í það ferli,” segir Hulda. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Mál ungrar stúlku sem glímir við eltihrelli hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en það getur reynst brotaþolum erfitt þegar nálgunarbann er brotið.Eva Riley hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eva fékk nálgunarbann á manninn í september en síðan hefur hann ítrekað brotið það að sögn Evu. Hún birti myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og geðheilbrigðisyfirvalda. „Nálgunarbannið gerði ekkert annað en að láta hann vita hvar ég bý, hvar amma mín býr, hvar mamma mín og pabbi búa. Það er ekkert gert,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið símtal frá lögreglunni í framhaldi af birtingu myndbandsins og henni boðið að framvísa gögnum og leggja fram kæru. Nálgunarbannið dugar þannig skammt ef bannið er brotið en rannsaka þarf sérstaklega hvert brot.Önnur brot oft framin um leið „Það er gríðarlega mikilvægt að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu þegar um er að ræða brot gegn nálgunarbanni og þá fer af stað rannsókn í því máli,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eva gagnrýndi viðbrögð lögreglu þegar hún leitaði til embættisins milli jóla og nýárs en enginn ætti að mæta lokuðum dyrum hjá lögreglunni að sögn Huldu. Lögreglu beri að sjálfsögðu ávallt að sinna brotaþola en hún þarf jafnframt að geta sannað að brot hafi átt sér stað. „Stundum er samhliða þessu annað brot. Það getur þá verið hótun í skilaboðunum, það getur verið húsbrot og þá er það líka rannsakað þannig að það fer þá á stað bara ákveðið rannsóknarferli,” útskýrir Hulda. Ákveðin úrræði eru þó í sumum tilfellum fyrir hendi sé nálgunarbann brotið. „Ef um er að ræða ítrekuð brot gegn nálgunarbanni þá höfum við það úrræði að geta skoðað svokallaða síbrotagæslu ef þau skilyrði gæsluvarðhalds eru uppfyllt. Þannig að þá förum við í það ferli,” segir Hulda.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira