Enn dvelja fimm þeirra sem slösuðust í rútuslysi skammt frá Kirkjubæjarklaustri á Landspítalanum. Einn þeirra liggur enn á gjörgæslu en fjórir eru á almennum legudeildum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur einn þeirra sem áður var á gjörgæslu verið færður yfir á almenna legudeild.
Slysið átti sér stað skömmu fyrir hádegi miðvikudaginn 27. desember síðastliðinn. Slysið varð með þeim hætti að hópferðabíll ók aftan á fólksbíl og endaði utan vegar á Suðurlandsvegi skammt frá Kirkjubæjarklaustri.
Kínversk kona á þrítugsaldri fórst í slysinu en tólf voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann.
Fimm enn á Landspítalanum eftir rútuslysið

Tengdar fréttir

Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu
Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu.

Tveir enn á gjörgæslu eftir banaslys
Stefnt er að því að útskrifa tvo af þeim sex sem enn dvelja á Landspítalanum eftir banaslysið á miðvikudag.

Þriðja banaslysið á sex árum í Eldhrauni
Slysið í fyrradag var þriðja banaslysið á örfáum árum í Eldhrauni. Álag á vegakerfið hefur stóraukist. Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að bæta veginn þar. Einnig þurfi að skýra betur reglur um bílbeltanotkun.

Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum
Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld.