Player Unknowns Battlegrounds: Hin allra besta kjúklingamáltíð Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 08:45 Ef þú deyrð þá þarftu að fara í nýjan leik. Ef þú vinnur, þá færðu líklegast þína bestu kjúklingamáltíð. Bluehole Þó Player Unkowns Battlegrounds hafi verið í spilun um margra mánaða skeið kom full útgáfa leiksins þó ekki út fyrr en skömmu fyrir áramót. Hann hefur nú komið út á PC og Xbox One og nýir spilarar hrannast inn. PUBG er stórkostlega skemmtilegur leikur að spila og sérstaklega með vinum. Þrátt fyrir fjölmarga galla og vesen. Leikurinn virkar þannig að 90 til 100 spilarar stökkva, einir eða í liði með vinum, úr flugvél yfir annað hvort eyjunni Erangel eða eyðimörkinni Miramar. Þar þurfa þeir að hlaupa um og finna vopn, skotheld vesti, hjálma, skotfæri og skotheldar steikingarpönnur, svo eitthvað sé nefnt, og nota þær pönnur til þess að drepa aðra spilara. Á meðan á þessu gengur skreppur hringur saman á kortinu og ef spilarar halda sig ekki innan þess hrings munu þeir deyja. Þannig er öllum spilurunum komið saman í lok leiksins. Ef þú deyrð þá þarftu að fara í nýjan leik. Ef þú vinnur, þá færðu líklegast þína bestu kjúklingamáltíð. Hungur hverfur eins og dögg fyrir sólu og bragðið er eitthvað sem þú munt aldrei losna við. Venjulegur kjúklingur mun aldrei bragðast eins á ný. Það er allavega eitt sjónarmið. Hitt sjónarmiðið er að ef þú vinnur, þá færðu ekki neitt annað en texta sem segir Winner Winner Chicken Dinner.Eins einfaldur og PUBG er þá hefur hann fljótt orðið stærsti leikurinn í dag. Minnst 30 milljón eintaka hafa selst og þegar mest var, nú um helgina, spiluðu 3,1 milljón manna leikinn í einu á Steam. Það er langhæsta slíka tala sem þekkist. Gamla metið var einnig í eigu PUBG og var það sett í október með tveimur milljónum spilara. Það er ekkert skrítið. PUBG er stórkostlega skemmtilegur leikur og þá sérstaklega þegar hann er spilaður með vinum. Þá er PUBG einnig fáránlega spennandi. Maður þarf alltaf að vera á tánum, horfa og hlusta eftir óvinum, velja bestu leiðina til að ferðast yfir opið tún, ákveða hvort það borgi sig að skjóta á óvini og gefa þannig upp stöðu sína, ákveða hvort maður eigi að segja „fokk it“ og reyna að drepa þungvopnaðan óvin með pönnu (Skemmtilegra en það hljómar) og margt margt fleira. Hver ákvörðun hefur afleiðingar.Maður þarf alltaf að vera á tánum, horfa og hlusta eftir óvinum.BlueholeÓreiðan allsráðandi Umræddar afleiðingar geta verið stórkostlega fyndnar og skemmtilegar. Það kemur reglulega fyrir að mér öskurbregður í PUBG en eitt af þeim bestu var þegar ég var að hoppa inn um glugga í Miramar. Þegar ég fór í gegnum gluggann hugsaði ég: „Hei, það er einhver búinn að brjóta glerið. Skrítið.“ Án þess að hægja á mér opnaði ég hurðina að herberginu sem ég var í og þar stóð annar spilari með haglabyssu sem hann miðaði í sirka höfuðhæð. Ég gargaði. Annað atvik sem er svolítið lýsandi fyrir PUBG er þegar ég var að keyra inn í hringinn og þurfti að stoppa um leið og ég komst inn til þess að bæta heilsu mína. Þar sem ég stóð við bílinn minn kom annar spilari á mótorhjóli inn í hringinn. Ég gerði snöggvast útaf við drauma hans um kjúklingamáltíð. Mótorhjólið hans hélt hins vegar áfram og klessti á bílinn minn, sem ég stóð við. Bíllinn minn færðist um nokkra sentímetra í átt að mér og einhverja hluta ákvað leikurinn að bíllinn hefði keyrt yfir mig og drap mig. Ég keypti mér fínt lyklaborð fyrir nokkrum mánuðum og svona atvik hjálpa mér ekki með að halda því í góðu standi. Þetta er samt eitt það allra besta við PUBG. Það er þessi óreiða sem spilarar þurfa að eiga við. Allar þessar ákvarðanir sem maður þarf að taka geta alltaf endað í einhverskonar vitleysu.Fyndnustu klúður PUBG og bestu móment á árinuÞað er margt sem „er að“ PUBG, ef svo má að orði komast og leikurinn er sífellt uppfærður af framleiðendum hans. PUBG er langt frá því að vera fullkominn og það er mikið af göllum í honum. Nú á mánudagskvöldið datt ég tvisvar sinnum út úr leiknum á stuttu tímabili en það vildi þó svo skemmtilega til að ég var á öruggum stað þegar það gerðist og komst fljótt aftur inn í leikinn. Enginn náði að drepa mig í millitíðinni. Annar algengur galli er að ósýnilegir hlutir stöðva byssukúlur. Það getur verið óþolandi og sérstaklega þegar þessi ósýnilegu hlutir virðast eingöngu stöðva kúlur í aðra áttina. Að geta ekki skotið annan spilara á meðan hann er að skjóta þig, með góðum árangri, er óþolandi. Allt þetta kemur þó ekki það mikið niður á upplifuninni að mínu mati. Það er gífurlega gaman að spila af mikilli alvöru og spennan er áþreifanleg þegar bara nokkrir spilarar eru eftir á litlu svæði. Sömuleiðis er mjög gaman að fíflast og hoppa til dæmis upp í næsta bíl og reyna að keyra yfir alla sem á vegi þínum verða. Möguleikarnir eru miklir. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Þó Player Unkowns Battlegrounds hafi verið í spilun um margra mánaða skeið kom full útgáfa leiksins þó ekki út fyrr en skömmu fyrir áramót. Hann hefur nú komið út á PC og Xbox One og nýir spilarar hrannast inn. PUBG er stórkostlega skemmtilegur leikur að spila og sérstaklega með vinum. Þrátt fyrir fjölmarga galla og vesen. Leikurinn virkar þannig að 90 til 100 spilarar stökkva, einir eða í liði með vinum, úr flugvél yfir annað hvort eyjunni Erangel eða eyðimörkinni Miramar. Þar þurfa þeir að hlaupa um og finna vopn, skotheld vesti, hjálma, skotfæri og skotheldar steikingarpönnur, svo eitthvað sé nefnt, og nota þær pönnur til þess að drepa aðra spilara. Á meðan á þessu gengur skreppur hringur saman á kortinu og ef spilarar halda sig ekki innan þess hrings munu þeir deyja. Þannig er öllum spilurunum komið saman í lok leiksins. Ef þú deyrð þá þarftu að fara í nýjan leik. Ef þú vinnur, þá færðu líklegast þína bestu kjúklingamáltíð. Hungur hverfur eins og dögg fyrir sólu og bragðið er eitthvað sem þú munt aldrei losna við. Venjulegur kjúklingur mun aldrei bragðast eins á ný. Það er allavega eitt sjónarmið. Hitt sjónarmiðið er að ef þú vinnur, þá færðu ekki neitt annað en texta sem segir Winner Winner Chicken Dinner.Eins einfaldur og PUBG er þá hefur hann fljótt orðið stærsti leikurinn í dag. Minnst 30 milljón eintaka hafa selst og þegar mest var, nú um helgina, spiluðu 3,1 milljón manna leikinn í einu á Steam. Það er langhæsta slíka tala sem þekkist. Gamla metið var einnig í eigu PUBG og var það sett í október með tveimur milljónum spilara. Það er ekkert skrítið. PUBG er stórkostlega skemmtilegur leikur og þá sérstaklega þegar hann er spilaður með vinum. Þá er PUBG einnig fáránlega spennandi. Maður þarf alltaf að vera á tánum, horfa og hlusta eftir óvinum, velja bestu leiðina til að ferðast yfir opið tún, ákveða hvort það borgi sig að skjóta á óvini og gefa þannig upp stöðu sína, ákveða hvort maður eigi að segja „fokk it“ og reyna að drepa þungvopnaðan óvin með pönnu (Skemmtilegra en það hljómar) og margt margt fleira. Hver ákvörðun hefur afleiðingar.Maður þarf alltaf að vera á tánum, horfa og hlusta eftir óvinum.BlueholeÓreiðan allsráðandi Umræddar afleiðingar geta verið stórkostlega fyndnar og skemmtilegar. Það kemur reglulega fyrir að mér öskurbregður í PUBG en eitt af þeim bestu var þegar ég var að hoppa inn um glugga í Miramar. Þegar ég fór í gegnum gluggann hugsaði ég: „Hei, það er einhver búinn að brjóta glerið. Skrítið.“ Án þess að hægja á mér opnaði ég hurðina að herberginu sem ég var í og þar stóð annar spilari með haglabyssu sem hann miðaði í sirka höfuðhæð. Ég gargaði. Annað atvik sem er svolítið lýsandi fyrir PUBG er þegar ég var að keyra inn í hringinn og þurfti að stoppa um leið og ég komst inn til þess að bæta heilsu mína. Þar sem ég stóð við bílinn minn kom annar spilari á mótorhjóli inn í hringinn. Ég gerði snöggvast útaf við drauma hans um kjúklingamáltíð. Mótorhjólið hans hélt hins vegar áfram og klessti á bílinn minn, sem ég stóð við. Bíllinn minn færðist um nokkra sentímetra í átt að mér og einhverja hluta ákvað leikurinn að bíllinn hefði keyrt yfir mig og drap mig. Ég keypti mér fínt lyklaborð fyrir nokkrum mánuðum og svona atvik hjálpa mér ekki með að halda því í góðu standi. Þetta er samt eitt það allra besta við PUBG. Það er þessi óreiða sem spilarar þurfa að eiga við. Allar þessar ákvarðanir sem maður þarf að taka geta alltaf endað í einhverskonar vitleysu.Fyndnustu klúður PUBG og bestu móment á árinuÞað er margt sem „er að“ PUBG, ef svo má að orði komast og leikurinn er sífellt uppfærður af framleiðendum hans. PUBG er langt frá því að vera fullkominn og það er mikið af göllum í honum. Nú á mánudagskvöldið datt ég tvisvar sinnum út úr leiknum á stuttu tímabili en það vildi þó svo skemmtilega til að ég var á öruggum stað þegar það gerðist og komst fljótt aftur inn í leikinn. Enginn náði að drepa mig í millitíðinni. Annar algengur galli er að ósýnilegir hlutir stöðva byssukúlur. Það getur verið óþolandi og sérstaklega þegar þessi ósýnilegu hlutir virðast eingöngu stöðva kúlur í aðra áttina. Að geta ekki skotið annan spilara á meðan hann er að skjóta þig, með góðum árangri, er óþolandi. Allt þetta kemur þó ekki það mikið niður á upplifuninni að mínu mati. Það er gífurlega gaman að spila af mikilli alvöru og spennan er áþreifanleg þegar bara nokkrir spilarar eru eftir á litlu svæði. Sömuleiðis er mjög gaman að fíflast og hoppa til dæmis upp í næsta bíl og reyna að keyra yfir alla sem á vegi þínum verða. Möguleikarnir eru miklir.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira