Hjartaknúsarar nutu áramótanna á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2018 07:43 Benedict Cumberbatch og Rupert Grint njóta feikilegra vinsælda um allan heim - þ.m.t. á Íslandi. Vísir/Getty Það virðist vera orðinn árlegur viðburður að alþjóðlegar stórstjörnur verji áramótunum á Íslandi. Síðastliðin áramót voru þar engin undantekning. Vísir hefur áður greint frá ævintýrum bassaleikara hljómsveitarinnar Blink 182, Mark Hoppus, sem meðal annars fann númeraplötu uppi á ónefndum jökli hér á landi.Sjá einnig: Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökla Að honum ólöstuðum voru þó hið minnsta tvær stjörnur, sem notið hafa meiri hylli á undanförnum árum, á Íslandi þegar nýja árið gekk í garð; leikararnir Rupert Grint og Benedict Cumberbatch. Hinn rauðhærði Grint gerði garðinn frægan sem hinn seinheppni en hjartahlýi Ron Weasley í kvikmyndaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Þjónn á veitingastaðnum Kopar í Reykjavík birti mynd af sér með Grint eftir máltíð hans á gamlárskvöld og segir hún að með honum í för hafi verið átta manns.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta baraLoksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Benedict Cumberbatch er ekki síður kunnugur ævintýramyndum eftir leik sinn í stórmyndum á borð við Hobbitann, Star Trek, Doctor Strange, Avengers og Thor. Þá mega kvikmyndamenn setja sig í stellingar fyrir fjölmargar talsetningar hans á komandi ári en til stendur að hann muni ljá Trölla (þeim sem stal jólunum), Shere Khan (tígrísdýrinu sem eldaði grátt silfur við Móglí) og galdramanninum Lewis rödd sína. Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfði og þykka bók undir hendi skömmu fyrir áramót. Bókina, hattinn og stórleikarann má sjá á myndinni hér að neðan sem Birna María Yngri birti á gamlársdag. Bara við #benedictcumberbatch #égkannekkiaðveraalvarleg A post shared by birnamariayngri (@birnamariayngri) on Dec 30, 2017 at 5:57am PST Íslandsvinir Tengdar fréttir Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57 Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Það virðist vera orðinn árlegur viðburður að alþjóðlegar stórstjörnur verji áramótunum á Íslandi. Síðastliðin áramót voru þar engin undantekning. Vísir hefur áður greint frá ævintýrum bassaleikara hljómsveitarinnar Blink 182, Mark Hoppus, sem meðal annars fann númeraplötu uppi á ónefndum jökli hér á landi.Sjá einnig: Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökla Að honum ólöstuðum voru þó hið minnsta tvær stjörnur, sem notið hafa meiri hylli á undanförnum árum, á Íslandi þegar nýja árið gekk í garð; leikararnir Rupert Grint og Benedict Cumberbatch. Hinn rauðhærði Grint gerði garðinn frægan sem hinn seinheppni en hjartahlýi Ron Weasley í kvikmyndaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Þjónn á veitingastaðnum Kopar í Reykjavík birti mynd af sér með Grint eftir máltíð hans á gamlárskvöld og segir hún að með honum í för hafi verið átta manns.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta baraLoksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Benedict Cumberbatch er ekki síður kunnugur ævintýramyndum eftir leik sinn í stórmyndum á borð við Hobbitann, Star Trek, Doctor Strange, Avengers og Thor. Þá mega kvikmyndamenn setja sig í stellingar fyrir fjölmargar talsetningar hans á komandi ári en til stendur að hann muni ljá Trölla (þeim sem stal jólunum), Shere Khan (tígrísdýrinu sem eldaði grátt silfur við Móglí) og galdramanninum Lewis rödd sína. Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfði og þykka bók undir hendi skömmu fyrir áramót. Bókina, hattinn og stórleikarann má sjá á myndinni hér að neðan sem Birna María Yngri birti á gamlársdag. Bara við #benedictcumberbatch #égkannekkiaðveraalvarleg A post shared by birnamariayngri (@birnamariayngri) on Dec 30, 2017 at 5:57am PST
Íslandsvinir Tengdar fréttir Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57 Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57