Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 12:52 Stuðningsmenn Trump eru í minnihluta í Bandaríkjunum ef marka má nýja skoðanakönnun. Vísir/AFP Aðeins tveir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum eru ánægðir með störf Donalds Trump Bandaríkjaforseta samkvæm nýrri skoðanakönnun. Enginn samtímaforseti hefur reynst eins óvinsæll eftir fyrsta ár sitt í embættinu. Vinsældir Trump dragast saman um tvö prósentustig frá því í síðustu könnun NBC-fréttastofunnar og Wall Street Journal. Segjast nú 39% svarenda ánægðir með störf forsetans. Þrátt fyrir að efnahag Bandaríkjanan hafi haldið áfram að vegna betur síðasta árið hefur nær óslitin röð hneykslismála og umdeildra uppákoma markað fyrsta ár Trump sem forseta. Þar ber hæst opinber rannsókn á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á úrslit kosninganna árið 2016. Af þeim 57% sem eru óánægð með Trump í könnuninni segist 51% vera „mjög óánægð“ með hann. Vinsældir Trump voru innan við 50% hjá öllum lýðfræðilegum hópum fyrir utan repúblikana. Á meðal þeirra eru 70% ánægð með forseta sinn. Þrátt fyrir sögulegar óvinsældir fyrir forseta á þessum tímapunkti ferilsins hafa vinsældir Trump ekki verið meiri en nú frá því í maí samkvæmt mælingu Five Thirty Eight..@realDonaldTrump job approval up to >40% -- highest since mid-May.https://t.co/t264Sf5dGa pic.twitter.com/rQ6aCQ7vhs— Micah Cohen (@micahcohen) January 17, 2018 Þegar svarendur í könnun NBC og WSJ voru spurðir að því hvaða orð lýsti best fyrsta ári Trump í embætti var algengasta svarið að fólk væri „fullt ógeðs“ [e. Disgusted]. Alls nefndu 38% svarenda það orð. Fjórðungur sagði „óttasleginn“ og í þriðja sæti, einnig með tæplega fjórðung svara, var „vongóður“. „Stoltur“ og „reiður“ voru með svipað hlutfall svara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Aðeins tveir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum eru ánægðir með störf Donalds Trump Bandaríkjaforseta samkvæm nýrri skoðanakönnun. Enginn samtímaforseti hefur reynst eins óvinsæll eftir fyrsta ár sitt í embættinu. Vinsældir Trump dragast saman um tvö prósentustig frá því í síðustu könnun NBC-fréttastofunnar og Wall Street Journal. Segjast nú 39% svarenda ánægðir með störf forsetans. Þrátt fyrir að efnahag Bandaríkjanan hafi haldið áfram að vegna betur síðasta árið hefur nær óslitin röð hneykslismála og umdeildra uppákoma markað fyrsta ár Trump sem forseta. Þar ber hæst opinber rannsókn á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á úrslit kosninganna árið 2016. Af þeim 57% sem eru óánægð með Trump í könnuninni segist 51% vera „mjög óánægð“ með hann. Vinsældir Trump voru innan við 50% hjá öllum lýðfræðilegum hópum fyrir utan repúblikana. Á meðal þeirra eru 70% ánægð með forseta sinn. Þrátt fyrir sögulegar óvinsældir fyrir forseta á þessum tímapunkti ferilsins hafa vinsældir Trump ekki verið meiri en nú frá því í maí samkvæmt mælingu Five Thirty Eight..@realDonaldTrump job approval up to >40% -- highest since mid-May.https://t.co/t264Sf5dGa pic.twitter.com/rQ6aCQ7vhs— Micah Cohen (@micahcohen) January 17, 2018 Þegar svarendur í könnun NBC og WSJ voru spurðir að því hvaða orð lýsti best fyrsta ári Trump í embætti var algengasta svarið að fólk væri „fullt ógeðs“ [e. Disgusted]. Alls nefndu 38% svarenda það orð. Fjórðungur sagði „óttasleginn“ og í þriðja sæti, einnig með tæplega fjórðung svara, var „vongóður“. „Stoltur“ og „reiður“ voru með svipað hlutfall svara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira