Erlent

Stormur veldur mannskaða og usla í Evrópu

Kjartan Kjartansson skrifar
Hjólreiðarmenn í Rotterdam gáfust ekki upp þótt á móti blési í dag.
Hjólreiðarmenn í Rotterdam gáfust ekki upp þótt á móti blési í dag. Vísir/AFP
Þrír hafa farist í Hollandi af völdum storms sem gengur yfir norðanverða Evrópu. Veðrið hefur raskað samgöngum í álfunni, þar á meðal flugferðum um Schiphol-flugvöll sem er einn sá fjölfarnasti í heimi.

Fólkið lést þegar tré og brak féll á það í bæjunum Olst, Vuren og  Enschede í Hollandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.  Lögreglan lokað umferð um miðborg Almere, austur af Amsterdam, vegna hættunnar.

Vindur hefur náð um 39 m/s í hviðum í storminum. Lestarsamgöngur stöðvuðust  í þremur stórum héröðum í norðvestanverðu Þýskalandi af völdum hans. Vindur hefur jafnframt feykst fjölda trukka og bíla út af vegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×