Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2018 08:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Karl Gústaf Svíakonungur á fundi í Stokkhólmi í morgun um byggingar úr tré og sjálfbærni. Vísir/Atli „Ég átti að skila því til Íslendinga frá Lars að hann voni að Íslendingum gangi sem allra best á HM næsta sumar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti sem staddur er í Stokkhólmi þessa dagana með Elizu Reid forsetafrú og fleirum úr opinberri sendinefnd Íslands. Guðni var staddur á viðburði Íslandsstofu í sænsku höfuðborginni í gær, þar sem fjallað var um áskoranir og tækifæri í ferðamennsku, þegar fréttamaður náði tali af honum. Hann segir að það sjáist á slíkum viðburði að opinber heimsókn veki athygli á landi og þjóð. „Hér gefst tækifæri til að kynna það sem Ísland og Íslendingar hafa upp á að bjóða, bæði á sviði viðskipta og menningar en einnig ekki síður í ferðamannageiranum. Hér eru fulltrúar alls kyns fyrirtækja að kynna möguleika á því sviði.Líta stundum á okkur sem „sæta litla bróður“ Forseti segir að þar fyrir utan þá sé heimsókn af þessu tagi til þess fallin að staðfesta og styrkja hin norrænu tengsl. „Þau eru oft óljós, ekki rammpólitísk, en samt sem áður mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að finna að við tilheyrum þó þessari norrænu veröld. Við eigum sameiginlegar sögulegar rætur, tungumálin af sama meiði og við deilum líka svipuðum sjónarmiðum um hvernig gott og heilbrigt samfélag eigi að vera – samfélag þar sem fólk fær að njóta sín, láta sína drauma rætast en þar sem fólk hjálpast líka að og á rétt á aðstoð þegar í nauð rekur. Þetta norræna módel – norræna velferðarkerfið – það er eitthvað sem við eigum sameiginlegt líka. Maður finnur það líka, að þegar maður fer til annarra ríkja á Norðurlöndum, það er ekki eins og að fara til „annarra“ útlanda. Auðvitað hafa Íslendingar lengi búið og lært hér í Svíþjóð. Þúsundir manna. Þessi tengsl eru mjög sterk og við finnum áhuga og velvild Svía. Stundum líta þeir kannski á okkur sem „sæta litla bróður“ sem gaman er að fylgjast með en við finnum eingöngu hlýhug, velvild og áhuga á öllu íslensku í þessari heimsókn,“ segir Guðni.Lars Lagerbäck lét sig ekki vanta á Moderna í gærkvöldi. Hér er hann ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara knattspyrnuliðs Kristianstad.Vísir/atliHvernig gestgjafi er Karl Svíakonungur?„Konungur er fínn gestgjafi og Silvía drottning við hlið hans. Þau eru þægileg í umgengni og áhugasöm um Ísland. Þau hafa líka gaman af því að svara spurningum okkar um Svíþjóð, sænska sögu og menningu. Þannig að við erum í góðum höndum hérna í Svíaríki.“Við tókum eftir því að þú fluttir ræðu þína á sænsku í sænsku konungshöllinni í gær. Þú hefur áður talað á dönsku og norsku og sömuleiðis reynt við finnsku. Er þetta eitthvað sem við munum sjá meira af á næstu árum?„Ég skal ekki segja. Ég eins og aðrir af minni kynslóð lærði dönsku í skólanum og var sumarlangt við störf í Noregi þannig að maður býr að þessum skandinavíska grunni. Svo er það þannig, út frá þessum norrænu tengslum okkar, að sá sem er í minni stöðu á kannski að reyna að mæla á hinni norrænu tungu þegar maður getur það – dönsku, norsku, sænsku. Bara ráðast á þetta.“ Forsetahjónin stóðu fyrir móttöku í Nýlistasafninu á Skeppsholmen í gærkvöld en í dag halda þau til Uppsala þar sem viðburðir hafa verið skipulagðir. Þriggja daga opinberri heimsókninni lýkur svo seinni partinn. Forseti Íslands HM 2018 í Rússlandi Kóngafólk Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Barnahús, nýbyggingar og baráttan gegn matarsóun á dagskrá forsetahjónanna í dag Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 18. janúar 2018 09:00 Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Ég átti að skila því til Íslendinga frá Lars að hann voni að Íslendingum gangi sem allra best á HM næsta sumar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti sem staddur er í Stokkhólmi þessa dagana með Elizu Reid forsetafrú og fleirum úr opinberri sendinefnd Íslands. Guðni var staddur á viðburði Íslandsstofu í sænsku höfuðborginni í gær, þar sem fjallað var um áskoranir og tækifæri í ferðamennsku, þegar fréttamaður náði tali af honum. Hann segir að það sjáist á slíkum viðburði að opinber heimsókn veki athygli á landi og þjóð. „Hér gefst tækifæri til að kynna það sem Ísland og Íslendingar hafa upp á að bjóða, bæði á sviði viðskipta og menningar en einnig ekki síður í ferðamannageiranum. Hér eru fulltrúar alls kyns fyrirtækja að kynna möguleika á því sviði.Líta stundum á okkur sem „sæta litla bróður“ Forseti segir að þar fyrir utan þá sé heimsókn af þessu tagi til þess fallin að staðfesta og styrkja hin norrænu tengsl. „Þau eru oft óljós, ekki rammpólitísk, en samt sem áður mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að finna að við tilheyrum þó þessari norrænu veröld. Við eigum sameiginlegar sögulegar rætur, tungumálin af sama meiði og við deilum líka svipuðum sjónarmiðum um hvernig gott og heilbrigt samfélag eigi að vera – samfélag þar sem fólk fær að njóta sín, láta sína drauma rætast en þar sem fólk hjálpast líka að og á rétt á aðstoð þegar í nauð rekur. Þetta norræna módel – norræna velferðarkerfið – það er eitthvað sem við eigum sameiginlegt líka. Maður finnur það líka, að þegar maður fer til annarra ríkja á Norðurlöndum, það er ekki eins og að fara til „annarra“ útlanda. Auðvitað hafa Íslendingar lengi búið og lært hér í Svíþjóð. Þúsundir manna. Þessi tengsl eru mjög sterk og við finnum áhuga og velvild Svía. Stundum líta þeir kannski á okkur sem „sæta litla bróður“ sem gaman er að fylgjast með en við finnum eingöngu hlýhug, velvild og áhuga á öllu íslensku í þessari heimsókn,“ segir Guðni.Lars Lagerbäck lét sig ekki vanta á Moderna í gærkvöldi. Hér er hann ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara knattspyrnuliðs Kristianstad.Vísir/atliHvernig gestgjafi er Karl Svíakonungur?„Konungur er fínn gestgjafi og Silvía drottning við hlið hans. Þau eru þægileg í umgengni og áhugasöm um Ísland. Þau hafa líka gaman af því að svara spurningum okkar um Svíþjóð, sænska sögu og menningu. Þannig að við erum í góðum höndum hérna í Svíaríki.“Við tókum eftir því að þú fluttir ræðu þína á sænsku í sænsku konungshöllinni í gær. Þú hefur áður talað á dönsku og norsku og sömuleiðis reynt við finnsku. Er þetta eitthvað sem við munum sjá meira af á næstu árum?„Ég skal ekki segja. Ég eins og aðrir af minni kynslóð lærði dönsku í skólanum og var sumarlangt við störf í Noregi þannig að maður býr að þessum skandinavíska grunni. Svo er það þannig, út frá þessum norrænu tengslum okkar, að sá sem er í minni stöðu á kannski að reyna að mæla á hinni norrænu tungu þegar maður getur það – dönsku, norsku, sænsku. Bara ráðast á þetta.“ Forsetahjónin stóðu fyrir móttöku í Nýlistasafninu á Skeppsholmen í gærkvöld en í dag halda þau til Uppsala þar sem viðburðir hafa verið skipulagðir. Þriggja daga opinberri heimsókninni lýkur svo seinni partinn.
Forseti Íslands HM 2018 í Rússlandi Kóngafólk Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Barnahús, nýbyggingar og baráttan gegn matarsóun á dagskrá forsetahjónanna í dag Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 18. janúar 2018 09:00 Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45
Barnahús, nýbyggingar og baráttan gegn matarsóun á dagskrá forsetahjónanna í dag Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 18. janúar 2018 09:00
Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01