Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2018 12:02 Menn eru komnir langt á veg með að tvöfalda styrk koltvísýrings í lofthjúpnum. Spurningin er hversu næmt loftslagið er nákvæmlega fyrir þeirri breytingu. Vísir/AFP Aðstandendur nýrrar rannsóknar segja að hún dragi úr óvissu um hversu mikið jörðin mun hlýna með tvöföldun styrks gróðurhúsalofttegunda um 60%. Niðurstaðan bendir til þess að hlýnun verði ekki eins mikil og óttast var að hún gæti orðið mest. Líklegra sé hins vegar að hún verði meiri en bjartsýnni sviðsmyndir spáðu fyrir um. Menn eru um það bil hálfnaðir með að tvöfalda styrk koltvísýrings í lofthjúpnum með brennslu á jarðefnaeldsneyti, landbúnaði og landnotkun sinni. Styrkurinn var 280 hlutar af milljón fyrir iðnbyltingu en er nú 405 hlutar af milljón. Eitt stærsta spurningarmerkið í rannsóknum á hversu mikið loftslag jarðar mun hlýna í kjölfarið varðar hversu næmt loftslagslagið er fyrir hækkandi styrk koltvísýrings í lofthjúpnum. Loftslagslíkön hafa gefið niðurstöður á töluvert breiðu bili fyrir tvöföldun styrksins. Þannig hefur möguleg hlýnun verið talin geta orðið á bilinu 1,5 til 4,5°C fyrir lok þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 2°C og reyna að takmarka hana við 1,5°C ef hægt er.Litlar líkur á mestu og minnstu hlýnuninni Markmið rannsóknar þriggja vísindamanna við Exeter-háskóla og Vistfræði- og vatnafræðimiðstöð Bretlands var að draga úr óvissunni um næmni loftslagsins, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature. Rannsakendurnir skoðuðu árlegar náttúrulegar sveiflur í lofslaginu sem eru óháðar styrk gróðurhúsalofttegunda og hvernig þær tengdust næmi kerfisins.Ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga þurfa menn að draga hratt úr notkun jarðefnaeldsneytis og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og sólarorku.Vísir/AFPNiðurstaða þeirra er að litlar líkur séu á mestu mögulegu hlýnuninni samkvæmt líkönunum. Slæmu fréttirnar eru hins vegar að þeir telja einnig að litlar líkur séu að hlýnunin verði á lægri enda bilsins. Þannig séu innan við 3% líkur á að hlýnunin verði 1,5°C eða minni við tvöföldun styrks koltvísýrings og innan við 1% á að hún verði 4,5°C eða meiri. „Við teljum að líklegasta bilið sé 2,2 til 3,4°C svo það gerir frekar lítið úr spám um mikla næmni loftslag fyrir ofan 4°C og litla næmni fyrir neðan 2°C,“ segir Peter Cox frá Exeter-háskóla við bandaríska dagblaðið. Miðgildi mögulegrar hlýnunnar væri því 2,8°C fyrir lok aldarinnar, aðeins lægra en þær 3°C sem bilið með meiri óvissu gefur til kynna.Stangast á við sambærilega rannsókn Cox segir jafnframt að séu niðurstöður þeirra félaganna réttar þá séu menn líklega við það að fara yfir 1,5°C-mörkin úr Parísarsamkomulaginu en hugsanlegt sé að halda hlýnuninni innan við 2°C. Nýja rannsóknin er þó fjarri því að svara spurningunni um næmni loftslagsins fyrir gróðurhúsalofttegundum endanlega. Þannig stangast niðurstöður hennar á við svipaða rannsókn sem birtist í fyrra. Höfundar hennar komust að þeirri niðurstöðu að loftslagslíkön sem fanga best núverandi aðstæður í loftslagi jarðar séu jafnframt þau sem geri ráð fyrir mestri hlýnun í framtíðinni með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þannig gæti hlýnun orðið jafnvel enn meiri en óttast hefur verið. Sú rannsókn byggði á annarri aðferð en sú nýja. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Þegar miðað er við áframhaldandi mikla losun spá líkön sem lýsa best núverandi aðstæðum í loftslagi jarðar um 15% meiri hlýnun en önnur. 7. desember 2017 14:44 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Hlýnun jarðar þýðir að líkurnar á hamfaraflóðum líkum því sem fylgdi fellibylnum Harvey í sumar hafi þegar aukist og verði enn meiri þegar líður á öldina. 14. nóvember 2017 15:20 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Aðstandendur nýrrar rannsóknar segja að hún dragi úr óvissu um hversu mikið jörðin mun hlýna með tvöföldun styrks gróðurhúsalofttegunda um 60%. Niðurstaðan bendir til þess að hlýnun verði ekki eins mikil og óttast var að hún gæti orðið mest. Líklegra sé hins vegar að hún verði meiri en bjartsýnni sviðsmyndir spáðu fyrir um. Menn eru um það bil hálfnaðir með að tvöfalda styrk koltvísýrings í lofthjúpnum með brennslu á jarðefnaeldsneyti, landbúnaði og landnotkun sinni. Styrkurinn var 280 hlutar af milljón fyrir iðnbyltingu en er nú 405 hlutar af milljón. Eitt stærsta spurningarmerkið í rannsóknum á hversu mikið loftslag jarðar mun hlýna í kjölfarið varðar hversu næmt loftslagslagið er fyrir hækkandi styrk koltvísýrings í lofthjúpnum. Loftslagslíkön hafa gefið niðurstöður á töluvert breiðu bili fyrir tvöföldun styrksins. Þannig hefur möguleg hlýnun verið talin geta orðið á bilinu 1,5 til 4,5°C fyrir lok þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 2°C og reyna að takmarka hana við 1,5°C ef hægt er.Litlar líkur á mestu og minnstu hlýnuninni Markmið rannsóknar þriggja vísindamanna við Exeter-háskóla og Vistfræði- og vatnafræðimiðstöð Bretlands var að draga úr óvissunni um næmni loftslagsins, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature. Rannsakendurnir skoðuðu árlegar náttúrulegar sveiflur í lofslaginu sem eru óháðar styrk gróðurhúsalofttegunda og hvernig þær tengdust næmi kerfisins.Ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga þurfa menn að draga hratt úr notkun jarðefnaeldsneytis og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og sólarorku.Vísir/AFPNiðurstaða þeirra er að litlar líkur séu á mestu mögulegu hlýnuninni samkvæmt líkönunum. Slæmu fréttirnar eru hins vegar að þeir telja einnig að litlar líkur séu að hlýnunin verði á lægri enda bilsins. Þannig séu innan við 3% líkur á að hlýnunin verði 1,5°C eða minni við tvöföldun styrks koltvísýrings og innan við 1% á að hún verði 4,5°C eða meiri. „Við teljum að líklegasta bilið sé 2,2 til 3,4°C svo það gerir frekar lítið úr spám um mikla næmni loftslag fyrir ofan 4°C og litla næmni fyrir neðan 2°C,“ segir Peter Cox frá Exeter-háskóla við bandaríska dagblaðið. Miðgildi mögulegrar hlýnunnar væri því 2,8°C fyrir lok aldarinnar, aðeins lægra en þær 3°C sem bilið með meiri óvissu gefur til kynna.Stangast á við sambærilega rannsókn Cox segir jafnframt að séu niðurstöður þeirra félaganna réttar þá séu menn líklega við það að fara yfir 1,5°C-mörkin úr Parísarsamkomulaginu en hugsanlegt sé að halda hlýnuninni innan við 2°C. Nýja rannsóknin er þó fjarri því að svara spurningunni um næmni loftslagsins fyrir gróðurhúsalofttegundum endanlega. Þannig stangast niðurstöður hennar á við svipaða rannsókn sem birtist í fyrra. Höfundar hennar komust að þeirri niðurstöðu að loftslagslíkön sem fanga best núverandi aðstæður í loftslagi jarðar séu jafnframt þau sem geri ráð fyrir mestri hlýnun í framtíðinni með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þannig gæti hlýnun orðið jafnvel enn meiri en óttast hefur verið. Sú rannsókn byggði á annarri aðferð en sú nýja.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Þegar miðað er við áframhaldandi mikla losun spá líkön sem lýsa best núverandi aðstæðum í loftslagi jarðar um 15% meiri hlýnun en önnur. 7. desember 2017 14:44 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Hlýnun jarðar þýðir að líkurnar á hamfaraflóðum líkum því sem fylgdi fellibylnum Harvey í sumar hafi þegar aukist og verði enn meiri þegar líður á öldina. 14. nóvember 2017 15:20 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Þegar miðað er við áframhaldandi mikla losun spá líkön sem lýsa best núverandi aðstæðum í loftslagi jarðar um 15% meiri hlýnun en önnur. 7. desember 2017 14:44
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25
Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Hlýnun jarðar þýðir að líkurnar á hamfaraflóðum líkum því sem fylgdi fellibylnum Harvey í sumar hafi þegar aukist og verði enn meiri þegar líður á öldina. 14. nóvember 2017 15:20
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07