Opið bréf til Skúla Helgasonar Hjördís Albertsdóttir skrifar 18. janúar 2018 08:15 Ég sat í biðsal flugvallarins á Akureyri þegar ég heyrði viðtal við þig. Ég varð spennt að heyra hvað þú hefðir að segja þar sem þú varðst annar sveitastjórnarmaðurinn til að tjá þig um málefni okkar kennara fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sá fyrsti sem það gerði vill að laun karla í kennslu verði hækkuð en ekki kvenna. Nú ert þú yfirmaður þessara mála hjá stærsta sveitarfélagi landsins. Svar þitt olli mér vonbrigðum ef ég á að vera alveg hreinskilin. Þú lést nægja að segja að grunnskólastigið væri vel fjármagnað. Við skulum ekki gleyma því að fyrir rúmu ári síðan stóðum við kennarar í kjarabaráttu sem var frestað tímabundið til að gefa ykkur og forystufólki okkar tækifæri til að ná saman. Nú erum við enn samningslaus og ekkert sem bendir til að það breytist baráttulaust. Það er frekar kuldalegt innlegg að draga fram útjaskaðan spuna um að grunnskólar á Íslandi séu vel fjármagnaðir. Það er heldur ekki mjög heiðarlegt í þessu samhengi. Það er ekkert launungarmál að laun grunnskólakennara á Íslandi eru lág. Fram á það hefur ítrekað verið sýnt í alþjóðlegum samanburði. Skólakerfið hér er dýrt (þó ekkert óeðlilega dýrt) m.a. vegna þess að við búum í dreifbýlu landi og miklar fjárfestingar liggja í húsnæði. Einhver kostnaður liggur líka í háum meðalaldri kennara, miklu álagi og alvarlegum veikindum. Allt þetta eru þó afleiðingar af alvarlegri vanrækslu sveitarfélaganna á grunnskólamálum. Að hluta skýrist sú vanræksla af efnahagshruninu en alls ekki eingöngu. Þú, Skúli Helgason, eins og annað forystufólk sveitarfélaga þarft að svara því undanbragðalaust hvort og þá hvernig þið ætlið að standa að launaleiðréttingu til okkar kennara. Þið eruð nefnilega fólkið sem staðið hefur í vegi fyrir því hingað til og það er nú einu sinni svo að samninganefnd sveitarfélaga hefur umboð sitt frá ykkur. Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja meðal kennara. Kjör okkar eru óboðleg og tímabært að klára málin. Við munum ekki sitja samningslaus og aðgerðalaus fram að kosningum. Ég bara trúi því ekki og held að þú ættir ekki að gera það heldur. Þess vegna spyr ég: Skúli Helgason, munt þú beita þér fyrir kjarabótum grunnskólakennara? Ef svarið er já bendi ég þér góðfúslega á að kjarasamningar okkar eru lausir og þú hefur tækifæri til að sýna það í verki fyrir kosningar. Þú baðst um að vera dæmdur af verkum þínum fyrir þessar kosningar. Gott og vel. Þá bendi ég þér á að verkunum er ekki lokið.Með bestu kveðju,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Ég sat í biðsal flugvallarins á Akureyri þegar ég heyrði viðtal við þig. Ég varð spennt að heyra hvað þú hefðir að segja þar sem þú varðst annar sveitastjórnarmaðurinn til að tjá þig um málefni okkar kennara fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sá fyrsti sem það gerði vill að laun karla í kennslu verði hækkuð en ekki kvenna. Nú ert þú yfirmaður þessara mála hjá stærsta sveitarfélagi landsins. Svar þitt olli mér vonbrigðum ef ég á að vera alveg hreinskilin. Þú lést nægja að segja að grunnskólastigið væri vel fjármagnað. Við skulum ekki gleyma því að fyrir rúmu ári síðan stóðum við kennarar í kjarabaráttu sem var frestað tímabundið til að gefa ykkur og forystufólki okkar tækifæri til að ná saman. Nú erum við enn samningslaus og ekkert sem bendir til að það breytist baráttulaust. Það er frekar kuldalegt innlegg að draga fram útjaskaðan spuna um að grunnskólar á Íslandi séu vel fjármagnaðir. Það er heldur ekki mjög heiðarlegt í þessu samhengi. Það er ekkert launungarmál að laun grunnskólakennara á Íslandi eru lág. Fram á það hefur ítrekað verið sýnt í alþjóðlegum samanburði. Skólakerfið hér er dýrt (þó ekkert óeðlilega dýrt) m.a. vegna þess að við búum í dreifbýlu landi og miklar fjárfestingar liggja í húsnæði. Einhver kostnaður liggur líka í háum meðalaldri kennara, miklu álagi og alvarlegum veikindum. Allt þetta eru þó afleiðingar af alvarlegri vanrækslu sveitarfélaganna á grunnskólamálum. Að hluta skýrist sú vanræksla af efnahagshruninu en alls ekki eingöngu. Þú, Skúli Helgason, eins og annað forystufólk sveitarfélaga þarft að svara því undanbragðalaust hvort og þá hvernig þið ætlið að standa að launaleiðréttingu til okkar kennara. Þið eruð nefnilega fólkið sem staðið hefur í vegi fyrir því hingað til og það er nú einu sinni svo að samninganefnd sveitarfélaga hefur umboð sitt frá ykkur. Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja meðal kennara. Kjör okkar eru óboðleg og tímabært að klára málin. Við munum ekki sitja samningslaus og aðgerðalaus fram að kosningum. Ég bara trúi því ekki og held að þú ættir ekki að gera það heldur. Þess vegna spyr ég: Skúli Helgason, munt þú beita þér fyrir kjarabótum grunnskólakennara? Ef svarið er já bendi ég þér góðfúslega á að kjarasamningar okkar eru lausir og þú hefur tækifæri til að sýna það í verki fyrir kosningar. Þú baðst um að vera dæmdur af verkum þínum fyrir þessar kosningar. Gott og vel. Þá bendi ég þér á að verkunum er ekki lokið.Með bestu kveðju,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar