Merkel vongóð og ber traust til flokks Schulz Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2018 06:00 Merkel og Martin Schulz, leiðtogi SPD, vilja vinna saman. Nordicphotos/AFP Þörf er á stöðugri ríkisstjórn í Þýskalandi. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), í gær og sagðist jafnframt treysta á að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) ákveði á þingi sínu á sunnudag að samþykkja að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við CDU. Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðborginni Berlín en bætti því við að hún treysti Jafnaðarmönnum sjálfum til að taka ábyrga ákvörðun. „Ég mun ekki hafa nein bein afskipti af þessu ferli.“ Ef flokkarnir tveir ná saman um myndun ríkisstjórnar þýðir það lok lengstu stjórnarkreppu Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. SPD ætlaði að vera utan ríkisstjórnar á kjörtímabilinu vegna afhroðsins. Þau áform virðast hafa fokið út um gluggann þegar upp úr stjórnarmyndunarviðræðum CDU, Græningja og Frjálslyndra demókrata slitnaði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að stórbandalagið héldi áfram eða að öfgaþjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) yrði dreginn að borðinu. Nú þegar hafa flokkarnir tveir samþykkt áætlun um stjórnarmyndunarviðræður en samkvæmt Reuters hafa ýmsir flokksmenn SPD gagnrýnt þá áætlun harðlega og segja hana ekki samræmast stefnu flokksins nægilega vel. Flokknum væri því betur borgið í stjórnarandstöðu svo að hann missi ekki enn fleiri þingmenn næst þegar gengið verður til kosninga. Leiðtogar SPD samþykktu á þriðjudag einróma að mæla með því að flokksmenn samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Aðalritarinn Lars Klingbeil sagði við Die Zeit að hann hefði fullan skilning á málstað þeirra sem efuðust um ágæti þess að framlengja líf Stórbandalagsins. „Áður en flokksmenn greiða atkvæði á þinginu ættu þeir að hafa í huga að það er einungis tvennt í stöðunni. Stjórnarmyndunarviðræður eða aðrar kosningar,“ sagði Klingbeil. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Þörf er á stöðugri ríkisstjórn í Þýskalandi. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), í gær og sagðist jafnframt treysta á að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) ákveði á þingi sínu á sunnudag að samþykkja að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við CDU. Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðborginni Berlín en bætti því við að hún treysti Jafnaðarmönnum sjálfum til að taka ábyrga ákvörðun. „Ég mun ekki hafa nein bein afskipti af þessu ferli.“ Ef flokkarnir tveir ná saman um myndun ríkisstjórnar þýðir það lok lengstu stjórnarkreppu Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. SPD ætlaði að vera utan ríkisstjórnar á kjörtímabilinu vegna afhroðsins. Þau áform virðast hafa fokið út um gluggann þegar upp úr stjórnarmyndunarviðræðum CDU, Græningja og Frjálslyndra demókrata slitnaði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að stórbandalagið héldi áfram eða að öfgaþjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) yrði dreginn að borðinu. Nú þegar hafa flokkarnir tveir samþykkt áætlun um stjórnarmyndunarviðræður en samkvæmt Reuters hafa ýmsir flokksmenn SPD gagnrýnt þá áætlun harðlega og segja hana ekki samræmast stefnu flokksins nægilega vel. Flokknum væri því betur borgið í stjórnarandstöðu svo að hann missi ekki enn fleiri þingmenn næst þegar gengið verður til kosninga. Leiðtogar SPD samþykktu á þriðjudag einróma að mæla með því að flokksmenn samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Aðalritarinn Lars Klingbeil sagði við Die Zeit að hann hefði fullan skilning á málstað þeirra sem efuðust um ágæti þess að framlengja líf Stórbandalagsins. „Áður en flokksmenn greiða atkvæði á þinginu ættu þeir að hafa í huga að það er einungis tvennt í stöðunni. Stjórnarmyndunarviðræður eða aðrar kosningar,“ sagði Klingbeil.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira