Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er algjörlega kominn á botninn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. janúar 2018 17:00 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson eru báðir ákærðir í málinu. vísir/anton brink Jóhannes Baldursson, fyrrverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis, sagði í héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hafi aldrei komið að lánaákvörðunum innan Glitnis, enda hafi lánveitingar ekki tilheyrt hans sviði. Jóhannes er ákærður fyrir markaðsmisnotkun en aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hófst í dag. Tíu ár eru liðin frá því að brotin sem Jóhannes er ákærður fyrir áttu sér stað, en Jóhannes sagði fyrir dómi að rannsókn málsins hafi reynt allverulega á hann. „Fall Glitnis banka var mér mikið áfall. Ég hafði alla mína tíð starfað hjá bankanum og lagði gríðarlega mikið á mig til að fleyta bankanum í gegnum erfiðleikana 2008. Ég hef þurft að endurupplifa þetta áfall aftur og aftur í yfirheyrslum hjá lögreglu og fyrir dómi,” sagði Jóhannes. Hann sagðist aldrei hafa skilið hvers vegna rannsókn á máli Glitnis hefði tekið lengri tíma en rannsókn á samsvarandi málum Kaupþings og Landsbankans. „Ég og fjölskylda mín sitjum nú í djúpri lægð. Ég er algjörlega kominn á botninn. Ég er á fimmtugsaldri, eignalaus og veit ekkert hverju ég stend frammi fyrir. Mig langar að horfa til framtíðar en sú óvissa sem ég hef staðið frammi fyrir hefur komið í veg fyrir það. Því spyr ég, virðulegi dómur, má ég ekki einhvern tíman fá að horfa til framtíðar? Hef ég ekki þegar hlotið næga refsingu?“Lárus Welding mætir í dómsal í morgun.Vísir/Anton BrinkVissi eitthvað um félögin fjórtán Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri bankans er meðal annars ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis. Lánin voru veitt í maí 2008 og voru upp á samtals 6,7 milljarða króna en voru þau til þess að kaupa hlutabréf í Glitni sem bankinn átti sjálfur. Jóhannes sagðist hafa haft einhverja vitneskju um lánveitingar til félaganna fjórtán. Þar á meðal hafi verið nokkrir starfsmenn markaðsviðskipta og kom hann að því í upphafi að bjóða þeim lánin sem yfirmaður þeirra. Hann segir það hafa verið gert að frumkvæði Lárusar og að hann hafi skilið það sem svo að þetta væri hluti af nýrri starfsmannastefnu. Hann hafi þó aldrei komið beint að lánaákvörðunum innan bankans sjálfur. Þá sagði Jóhannes að starfsmenn eiginviðskiptadeildar bankans hafi notið sjálfstæðis og verið undir stöðugu eftirliti áhættustýringar bankans, en deildin herði undir markaðsviðskipti Glitnis á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Hann segir að bankinn hafi alltaf reynt að starfa innan þeirra reglna sem settar voru.Í villu ef viðskiptavakt var ólögleg Meðal þess sem er til álita í málinu er hvort Glitni hafi verið heimilt að vera viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um fall bankanna var ekki fallist á að um eðlilega viðskiptavakt hafi verið að ræða af hálfu Glitnis. „Ég get sagt að ég var í algjörri villu ef þetta telst hafa verið óheimilt. Á sínum tíma datt mér aldrei í hug að viðskiptavakt væri gegn lögum,” sagði Jóhannes. Hann sagði jafnframt að það hafi ekki verið í hans verkahring að gera breytingar á viðskiptavakt og þá hafi hann ekki haft til þess vald. Hlutirnir hafi verið unnir eftir sömu stefnu til fjölda ára. „Það er hægt að velta fyrir sér eftir á hvort Glitnir hafi gætt nægilegs jafnvægis á kaupa eða söluhlið,“ sagði Jóhannes og bætti við að erfiðara hafi verið að greina það á sínum tíma. Eftirspurn hafi verið eftir bréfum Glitnis og hafi margir haft trú á því að ástand markaðarins myndi batna. Hann segist ekki hafa haft neina ástæðu til að efast um að viðskipti með eigin bréf bankans hafi verið í samræmi við það hvernig viðskiptavakar haga sér almennt. „Það komu aldrei neinar ábendingar um að þeir væru ekki að gera það. Hvorki frá innri eftirlitsaðilum né ytri. Ég las um daginn svarbréf kauphallarinnar við ávirðingum Fjármálaeftirlitsins um að Kauphöllin hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni Ég get ekki séð þar annað en að Kauphöllin sé að segja að við höfum hagað okkur með eðlilegum hætti miðað við það sem þeir sáu á þeim tíma. Ef þeir sáu það ekki með upplýsingum um veltu á hverjum degi þá gat ég ekki séð að.“Neitar að hafa lagt línurnar Aðspurður um orð Jónasar Guðmundssonar, fyrrverandi starfsmanns eigin viðskipta hjá Glitni, um að hlutverk deildarinnar hafi verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu ávalt selt hluti sína segir Jóhannes að of mikið sé lagt í þau orð Jóhannesar. „Það sem ég held að hann sé að segja er að tryggja seljanleika. Seljanleiki þýðir kaup og sala, tryggja að það sé hægt að kaupa og selja hlutabréf í bankanum, bæði lítið og stórt. Aðspurður um tölvupóstsamskipti við Lárus Welding um erfiða lausafjárstöðu bankans segir hann að honum hafi ekki verið haldið upplýstum um þá erfiðu stöðu á þeim tíma. Þá gaf hann engar skýringar á því að hann fengi upplýsingar um stöðu markaðarins frá Jónasi í júní árið 2008, eða á fyrirspurn sinni til Jónasar í júlí um stöðu dagsins. Jóhannes segist ekki hafa lagt línurnar að markaðsmisnotkun, eins og honum er gefið að sök. Þá segist hann ekki kannast við að Lárus hafi beðið hann að koma á framfæri fyrirmælum til starfsmanna eigin viðskipta um hvernig þeir skyldu haga viðskiptum með eigin hluti í Glitni. Þá neitar hann því að hann og Lárus hafi haft samráð um hvernig kauphallarviðskiptum með eigin bréf bankans skyldi hagað. Aðalmeðferð málsins verður framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59 Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það, sagði Pétur Jónasson einn ákærðu í málinu. Hann segir málið hafa haft áhrif á fjölskylduna og sálarlíf. 17. janúar 2018 12:17 Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Jóhannes Baldursson, fyrrverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis, sagði í héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hafi aldrei komið að lánaákvörðunum innan Glitnis, enda hafi lánveitingar ekki tilheyrt hans sviði. Jóhannes er ákærður fyrir markaðsmisnotkun en aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hófst í dag. Tíu ár eru liðin frá því að brotin sem Jóhannes er ákærður fyrir áttu sér stað, en Jóhannes sagði fyrir dómi að rannsókn málsins hafi reynt allverulega á hann. „Fall Glitnis banka var mér mikið áfall. Ég hafði alla mína tíð starfað hjá bankanum og lagði gríðarlega mikið á mig til að fleyta bankanum í gegnum erfiðleikana 2008. Ég hef þurft að endurupplifa þetta áfall aftur og aftur í yfirheyrslum hjá lögreglu og fyrir dómi,” sagði Jóhannes. Hann sagðist aldrei hafa skilið hvers vegna rannsókn á máli Glitnis hefði tekið lengri tíma en rannsókn á samsvarandi málum Kaupþings og Landsbankans. „Ég og fjölskylda mín sitjum nú í djúpri lægð. Ég er algjörlega kominn á botninn. Ég er á fimmtugsaldri, eignalaus og veit ekkert hverju ég stend frammi fyrir. Mig langar að horfa til framtíðar en sú óvissa sem ég hef staðið frammi fyrir hefur komið í veg fyrir það. Því spyr ég, virðulegi dómur, má ég ekki einhvern tíman fá að horfa til framtíðar? Hef ég ekki þegar hlotið næga refsingu?“Lárus Welding mætir í dómsal í morgun.Vísir/Anton BrinkVissi eitthvað um félögin fjórtán Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri bankans er meðal annars ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis. Lánin voru veitt í maí 2008 og voru upp á samtals 6,7 milljarða króna en voru þau til þess að kaupa hlutabréf í Glitni sem bankinn átti sjálfur. Jóhannes sagðist hafa haft einhverja vitneskju um lánveitingar til félaganna fjórtán. Þar á meðal hafi verið nokkrir starfsmenn markaðsviðskipta og kom hann að því í upphafi að bjóða þeim lánin sem yfirmaður þeirra. Hann segir það hafa verið gert að frumkvæði Lárusar og að hann hafi skilið það sem svo að þetta væri hluti af nýrri starfsmannastefnu. Hann hafi þó aldrei komið beint að lánaákvörðunum innan bankans sjálfur. Þá sagði Jóhannes að starfsmenn eiginviðskiptadeildar bankans hafi notið sjálfstæðis og verið undir stöðugu eftirliti áhættustýringar bankans, en deildin herði undir markaðsviðskipti Glitnis á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Hann segir að bankinn hafi alltaf reynt að starfa innan þeirra reglna sem settar voru.Í villu ef viðskiptavakt var ólögleg Meðal þess sem er til álita í málinu er hvort Glitni hafi verið heimilt að vera viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um fall bankanna var ekki fallist á að um eðlilega viðskiptavakt hafi verið að ræða af hálfu Glitnis. „Ég get sagt að ég var í algjörri villu ef þetta telst hafa verið óheimilt. Á sínum tíma datt mér aldrei í hug að viðskiptavakt væri gegn lögum,” sagði Jóhannes. Hann sagði jafnframt að það hafi ekki verið í hans verkahring að gera breytingar á viðskiptavakt og þá hafi hann ekki haft til þess vald. Hlutirnir hafi verið unnir eftir sömu stefnu til fjölda ára. „Það er hægt að velta fyrir sér eftir á hvort Glitnir hafi gætt nægilegs jafnvægis á kaupa eða söluhlið,“ sagði Jóhannes og bætti við að erfiðara hafi verið að greina það á sínum tíma. Eftirspurn hafi verið eftir bréfum Glitnis og hafi margir haft trú á því að ástand markaðarins myndi batna. Hann segist ekki hafa haft neina ástæðu til að efast um að viðskipti með eigin bréf bankans hafi verið í samræmi við það hvernig viðskiptavakar haga sér almennt. „Það komu aldrei neinar ábendingar um að þeir væru ekki að gera það. Hvorki frá innri eftirlitsaðilum né ytri. Ég las um daginn svarbréf kauphallarinnar við ávirðingum Fjármálaeftirlitsins um að Kauphöllin hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni Ég get ekki séð þar annað en að Kauphöllin sé að segja að við höfum hagað okkur með eðlilegum hætti miðað við það sem þeir sáu á þeim tíma. Ef þeir sáu það ekki með upplýsingum um veltu á hverjum degi þá gat ég ekki séð að.“Neitar að hafa lagt línurnar Aðspurður um orð Jónasar Guðmundssonar, fyrrverandi starfsmanns eigin viðskipta hjá Glitni, um að hlutverk deildarinnar hafi verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu ávalt selt hluti sína segir Jóhannes að of mikið sé lagt í þau orð Jóhannesar. „Það sem ég held að hann sé að segja er að tryggja seljanleika. Seljanleiki þýðir kaup og sala, tryggja að það sé hægt að kaupa og selja hlutabréf í bankanum, bæði lítið og stórt. Aðspurður um tölvupóstsamskipti við Lárus Welding um erfiða lausafjárstöðu bankans segir hann að honum hafi ekki verið haldið upplýstum um þá erfiðu stöðu á þeim tíma. Þá gaf hann engar skýringar á því að hann fengi upplýsingar um stöðu markaðarins frá Jónasi í júní árið 2008, eða á fyrirspurn sinni til Jónasar í júlí um stöðu dagsins. Jóhannes segist ekki hafa lagt línurnar að markaðsmisnotkun, eins og honum er gefið að sök. Þá segist hann ekki kannast við að Lárus hafi beðið hann að koma á framfæri fyrirmælum til starfsmanna eigin viðskipta um hvernig þeir skyldu haga viðskiptum með eigin hluti í Glitni. Þá neitar hann því að hann og Lárus hafi haft samráð um hvernig kauphallarviðskiptum með eigin bréf bankans skyldi hagað. Aðalmeðferð málsins verður framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59 Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það, sagði Pétur Jónasson einn ákærðu í málinu. Hann segir málið hafa haft áhrif á fjölskylduna og sálarlíf. 17. janúar 2018 12:17 Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59
Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það, sagði Pétur Jónasson einn ákærðu í málinu. Hann segir málið hafa haft áhrif á fjölskylduna og sálarlíf. 17. janúar 2018 12:17
Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11