Staða iðn- og verknáms á Íslandi Davíð Snær Jónsson skrifar 17. janúar 2018 12:40 Við Íslendingar höfum frá aldaöðli verið ræknir við iðnað og höfum því ávallt þurft iðnmenntaða einstaklinga í samfélaginu. Ný ríkisstjórn ætlar að styrkja stöðu iðn- og verknáms og er það vel. Ekki nægir þó að setja aukið fjármagn í málaflokkinn. Til að bregðast við fækkun nemenda þurfa ráðamenn að leggjast í róttækar aðgerðir, útbúa þarf ítarlegra og nútímalegra kynningarefni um þær fjölbreyttu námsleiðir sem í boði eru fyrir nemendur, ekki síst um iðn- og verknám og kynna þarf námið betur fyrir yngri nemum en nú er gert. Ekki seinna en í 8. bekk þarf að kynna þá framtíðar starfsmöguleika sem í boði eru. Sá stökkpallur sem flestir nemendur mæta í lok 10. bekkjar, þar sem ákvörðun um skóla og nám getur skipt sköpun fyrir framtíð einstaklingsins, er of hár. Þar af leiðandi velja margir þá leið sem foreldrar leggja til eða þá sem vinirnir fara, í stað þess að fara sína eigin. Of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði, þegar grunnskóla lauk. Þá er mikilvægt að farið verði í fleiri herferðir til að draga úr stöðluðum kynjamyndum og þannig víkka áhugasvið og opna augu nemenda fyrir fjölbreyttari námsleiðum. Snemma árs 2017 stóðu iðn- og verkmenntaskólar landsins ásamt fleiri aðilum að átakinu „kvennastarf“ en á heimasíðu þess, kvennastarf.is kemur fram að iðn- og starfsgreinar séu enn þann dag í dag karllægustu starfsgreinarnar. Þá segir að stefnt sé á fjölgun fagmenntaðs fólks, markmiðið er að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Einnig var átakið ekki síst liður í því að vekja athygli á og jafna út þann kynjahalla sem ríkir í greinunum. „Augljóst er að ef fleiri stelpur sjá tækifæri í starfsmenntun verður auðveldara að fjölga nemum í iðn- og verkmenntagreinum og fleira fagmenntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnulíf.“ Vel var staðið að átakinu og vakti það athygli innan skólanna sem og utan. En betur má ef duga skal og verður að halda umræðunni um úreltar staðalmyndir stöðugt á lofti ef markmiðið á að takast. Að lokum þarf að auka möguleika starfs- og iðnnema á að komast í starfsnám eða á samning hjá meistara, fyrirtæki eða stofnun með auknu framlagi í vinnustaðanámssjóð. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum frá aldaöðli verið ræknir við iðnað og höfum því ávallt þurft iðnmenntaða einstaklinga í samfélaginu. Ný ríkisstjórn ætlar að styrkja stöðu iðn- og verknáms og er það vel. Ekki nægir þó að setja aukið fjármagn í málaflokkinn. Til að bregðast við fækkun nemenda þurfa ráðamenn að leggjast í róttækar aðgerðir, útbúa þarf ítarlegra og nútímalegra kynningarefni um þær fjölbreyttu námsleiðir sem í boði eru fyrir nemendur, ekki síst um iðn- og verknám og kynna þarf námið betur fyrir yngri nemum en nú er gert. Ekki seinna en í 8. bekk þarf að kynna þá framtíðar starfsmöguleika sem í boði eru. Sá stökkpallur sem flestir nemendur mæta í lok 10. bekkjar, þar sem ákvörðun um skóla og nám getur skipt sköpun fyrir framtíð einstaklingsins, er of hár. Þar af leiðandi velja margir þá leið sem foreldrar leggja til eða þá sem vinirnir fara, í stað þess að fara sína eigin. Of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði, þegar grunnskóla lauk. Þá er mikilvægt að farið verði í fleiri herferðir til að draga úr stöðluðum kynjamyndum og þannig víkka áhugasvið og opna augu nemenda fyrir fjölbreyttari námsleiðum. Snemma árs 2017 stóðu iðn- og verkmenntaskólar landsins ásamt fleiri aðilum að átakinu „kvennastarf“ en á heimasíðu þess, kvennastarf.is kemur fram að iðn- og starfsgreinar séu enn þann dag í dag karllægustu starfsgreinarnar. Þá segir að stefnt sé á fjölgun fagmenntaðs fólks, markmiðið er að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Einnig var átakið ekki síst liður í því að vekja athygli á og jafna út þann kynjahalla sem ríkir í greinunum. „Augljóst er að ef fleiri stelpur sjá tækifæri í starfsmenntun verður auðveldara að fjölga nemum í iðn- og verkmenntagreinum og fleira fagmenntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnulíf.“ Vel var staðið að átakinu og vakti það athygli innan skólanna sem og utan. En betur má ef duga skal og verður að halda umræðunni um úreltar staðalmyndir stöðugt á lofti ef markmiðið á að takast. Að lokum þarf að auka möguleika starfs- og iðnnema á að komast í starfsnám eða á samning hjá meistara, fyrirtæki eða stofnun með auknu framlagi í vinnustaðanámssjóð. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun