Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 10:00 Nora Mörk. Vísir/Getty Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. Nora Mörk sagði frá fyrr um daginn að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af sér en myndunum var stolið úr síma hennar. Handboltasambandið vissi af þessu í nóvember en Mörk fannst menn þar á bæ taka mjög léttvægt á málinu og því kom hún nú fram, sagði frá dreifingu myndanna hjá leikmönnum karlalandsliðisins og hótaði því jafnframt að hætta að spila með norska landsliðinu. Bjarte Myrhol, fyrirliði norska karlalandsliðsins, gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru en hún ákveður að henda þessu fram í dagsljósið í miðju stórmóti hjá körlunum. „Þetta var slæm byrjun á deginum hjá okkur. Að fá svona mál í fangið á leikdegi,“ sagði Bjarte Myrhol í viðtali við Verdens Gang en VG birti viðtalið við Noru og hefur farið fyrir umfjöllunni um málið í Noregi.Bjarte Myrhol.Vísir/Getty„Ég get bara talað fyrir mig sjálfan en þetta var mjög erfitt. Það vill enginn sjá svona persónulegt mál koma upp í miðju stórmóti,“ sagði Myrhol. „Það var rétt að segja frá þessu en tímasetningin er alröng. Ég sagði Noru að ég væri mjög ósammála henni í að koma með þetta fram í dagsljósið núna. Mitt mat er að hún sé bara svo reið út í norska handboltasambandið,“ sagði Myrhol. „Við höfum verið í sambandi við Noru. Hópur leikmanna hefur talað við hana og stutt við bakið á henni. Við töluðum við hana og létum hana vita af því að myndirnar væru í dreifingu. Það er mitt mat að við höfum staðið saman í að styðja við bakið á henni. Það er því dapurlegt að við séum settir í þessa vondu stöðu,“ sagði Myrhol. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. Nora Mörk sagði frá fyrr um daginn að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af sér en myndunum var stolið úr síma hennar. Handboltasambandið vissi af þessu í nóvember en Mörk fannst menn þar á bæ taka mjög léttvægt á málinu og því kom hún nú fram, sagði frá dreifingu myndanna hjá leikmönnum karlalandsliðisins og hótaði því jafnframt að hætta að spila með norska landsliðinu. Bjarte Myrhol, fyrirliði norska karlalandsliðsins, gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru en hún ákveður að henda þessu fram í dagsljósið í miðju stórmóti hjá körlunum. „Þetta var slæm byrjun á deginum hjá okkur. Að fá svona mál í fangið á leikdegi,“ sagði Bjarte Myrhol í viðtali við Verdens Gang en VG birti viðtalið við Noru og hefur farið fyrir umfjöllunni um málið í Noregi.Bjarte Myrhol.Vísir/Getty„Ég get bara talað fyrir mig sjálfan en þetta var mjög erfitt. Það vill enginn sjá svona persónulegt mál koma upp í miðju stórmóti,“ sagði Myrhol. „Það var rétt að segja frá þessu en tímasetningin er alröng. Ég sagði Noru að ég væri mjög ósammála henni í að koma með þetta fram í dagsljósið núna. Mitt mat er að hún sé bara svo reið út í norska handboltasambandið,“ sagði Myrhol. „Við höfum verið í sambandi við Noru. Hópur leikmanna hefur talað við hana og stutt við bakið á henni. Við töluðum við hana og létum hana vita af því að myndirnar væru í dreifingu. Það er mitt mat að við höfum staðið saman í að styðja við bakið á henni. Það er því dapurlegt að við séum settir í þessa vondu stöðu,“ sagði Myrhol.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00
Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24