Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Þórdís Valsdóttir skrifar 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump er á mörkum offitu og læknir hans ráðleggur honum að neyta fituminni fæðu. Vísir/getty Donald Trump bandaríkjaforseti er ekki vitsmunalega skertur ef marka má orð læknis Hvíta hússins. Trump bað Dr. Ronny Jackson um að framkvæma sérstaka vitsmunarannsókn eftir að hann gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti síðastliðinn föstudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun árs. Í bókinni er forsetanum lýst sem óhæfum og geðstirðum manni. Læknirinn taldi að slík rannsókn væri ekki nauðsynleg og hafði ekki áhyggjur af vitsmunalegri heilsu forsetans en hann lét þó til leiðast og framkvæmdi rannsóknina. „Ég hef engar áhyggjur af vitsmunalegri getu hans eða taugafræðilegri virkni ,“ sagði Jackson í dag. Jackson sagði að Trump hafi fengið þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment. Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Við hestaheilsu Læknirinn sagði á blaðamannafundi í dag að líkamleg heilsa Trump væri einnig til fyrirmyndar. „Hann nýtur mikilsverðs og langvarandi ávinnings af því að hafa aldrei á sinni lífsleið neytt tóbaks og áfengis,“ sagði Jackson en bætti þó við að Trump, sem er 71 árs gamall, myndi njóta góðs af því að borða fitusnauðari fæðu og stunda meiri hreyfingu. Donald Trump vegur 108 kíló og er 1.90 metrar á hæð og er því á mörkum offitu samkvæmt BMI stuðli. Eftir læknisskoðunina sem fram fór í síðustu viku ræddi hann við lækninn um mataræði sitt og hreyfingu og setti sér það markmið að missa fimm til sex kíló. Forsetinn ákvað sjálfur hvaða upplýsingar um heilsu hans ættu erindi við almenning og hafa forverar hans ýmist veitt upplýsingar um líkamrækt sem þeir stunda, mataræði og annað sem við kemur heilsu þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Donald Trump bandaríkjaforseti er ekki vitsmunalega skertur ef marka má orð læknis Hvíta hússins. Trump bað Dr. Ronny Jackson um að framkvæma sérstaka vitsmunarannsókn eftir að hann gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti síðastliðinn föstudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun árs. Í bókinni er forsetanum lýst sem óhæfum og geðstirðum manni. Læknirinn taldi að slík rannsókn væri ekki nauðsynleg og hafði ekki áhyggjur af vitsmunalegri heilsu forsetans en hann lét þó til leiðast og framkvæmdi rannsóknina. „Ég hef engar áhyggjur af vitsmunalegri getu hans eða taugafræðilegri virkni ,“ sagði Jackson í dag. Jackson sagði að Trump hafi fengið þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment. Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Við hestaheilsu Læknirinn sagði á blaðamannafundi í dag að líkamleg heilsa Trump væri einnig til fyrirmyndar. „Hann nýtur mikilsverðs og langvarandi ávinnings af því að hafa aldrei á sinni lífsleið neytt tóbaks og áfengis,“ sagði Jackson en bætti þó við að Trump, sem er 71 árs gamall, myndi njóta góðs af því að borða fitusnauðari fæðu og stunda meiri hreyfingu. Donald Trump vegur 108 kíló og er 1.90 metrar á hæð og er því á mörkum offitu samkvæmt BMI stuðli. Eftir læknisskoðunina sem fram fór í síðustu viku ræddi hann við lækninn um mataræði sitt og hreyfingu og setti sér það markmið að missa fimm til sex kíló. Forsetinn ákvað sjálfur hvaða upplýsingar um heilsu hans ættu erindi við almenning og hafa forverar hans ýmist veitt upplýsingar um líkamrækt sem þeir stunda, mataræði og annað sem við kemur heilsu þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58