Heimför eftir hræðilegan lokakafla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér eitt átta marka sinna gegn Serbum. vísir/ernir Annað Evrópumótið í röð komst íslenska karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr sínum riðli á mótinu. Að þessu sinni voru Íslendingar í dauðafæri til að fara áfram með tvö stig í milliriðil. Eina sem þurfti var að ná í stig gegn Serbum. Og þegar 12 mínútur voru eftir benti fátt til annars enda staðan 23-20, Íslandi í vil. Þá tók við einn lélegasti kafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu á síðustu árum. Reyndustu leikmenn þess gerðu hverja skyssuna á fætur annarri í sókninni á meðan Serbar skoruðu að vild. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 12 mínútunum og fengu tækifæri í lokasókninni til að vinna fjögurra marka sigur sem hefði fellt Íslendinga úr leik. Björgvin Páll Gústavsson hélt hins vegar lífi í vonum Íslands með því að verja skot Petars Nenadic. Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar ynnu Svía til að komast í milliriðil. Það gerðist ekki. Sænska liðið vann öruggan sigur á heimamönnum og fór með fjögur stig inn í milliriðil. Og sendi það íslenska heim í leiðinni. Vonbrigðin eru mikil, sérstaklega eftir sigurinn góða á Svíum í fyrsta leik. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir heimamönnum, Króötum, og þrátt fyrir það tap voru Íslendingar í góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Hann var jafn í fyrri hálfleik þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru mikinn. Fyrirliðinn skoraði sex mörk og herbergisfélagi hans varði 10 skot í markinu. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði góðum tökum á leiknum, komst mest fjórum mörkum yfir og fékk tækifæri til að ná enn meiri forystu. Þrátt fyrir of marga tapaða bolta og dauðafæri sem fóru forgörðum voru Íslendingar í góðri stöðu, þremur mörkum yfir, þegar 12 mínútur voru eftir. En þessu íslenska liði virðist ekki líða vel þegar það er með forystu. Það sást á HM í fyrra og aftur núna á EM. Það er mikið áhyggjuefni. Lokakafli leiksins var átakanlega lélegur af Íslands hálfu. Vörnin var eins og vængjahurð, galopin og gisin, og ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn. Tapaðir boltar voru alltof margir í gær (10) eins og í hinum tveimur leikjunum á EM. Það var vandamál á HM í fyrra og er enn vandamál. Íslenska liðið klúðraði fimm af síðustu sex skotum sínum og það serbneska tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 26-29, Serbíu í vil, og þátttöku Íslands á EM er því lokið. EM 2018 í handbolta Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Annað Evrópumótið í röð komst íslenska karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr sínum riðli á mótinu. Að þessu sinni voru Íslendingar í dauðafæri til að fara áfram með tvö stig í milliriðil. Eina sem þurfti var að ná í stig gegn Serbum. Og þegar 12 mínútur voru eftir benti fátt til annars enda staðan 23-20, Íslandi í vil. Þá tók við einn lélegasti kafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu á síðustu árum. Reyndustu leikmenn þess gerðu hverja skyssuna á fætur annarri í sókninni á meðan Serbar skoruðu að vild. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 12 mínútunum og fengu tækifæri í lokasókninni til að vinna fjögurra marka sigur sem hefði fellt Íslendinga úr leik. Björgvin Páll Gústavsson hélt hins vegar lífi í vonum Íslands með því að verja skot Petars Nenadic. Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar ynnu Svía til að komast í milliriðil. Það gerðist ekki. Sænska liðið vann öruggan sigur á heimamönnum og fór með fjögur stig inn í milliriðil. Og sendi það íslenska heim í leiðinni. Vonbrigðin eru mikil, sérstaklega eftir sigurinn góða á Svíum í fyrsta leik. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir heimamönnum, Króötum, og þrátt fyrir það tap voru Íslendingar í góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Hann var jafn í fyrri hálfleik þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru mikinn. Fyrirliðinn skoraði sex mörk og herbergisfélagi hans varði 10 skot í markinu. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði góðum tökum á leiknum, komst mest fjórum mörkum yfir og fékk tækifæri til að ná enn meiri forystu. Þrátt fyrir of marga tapaða bolta og dauðafæri sem fóru forgörðum voru Íslendingar í góðri stöðu, þremur mörkum yfir, þegar 12 mínútur voru eftir. En þessu íslenska liði virðist ekki líða vel þegar það er með forystu. Það sást á HM í fyrra og aftur núna á EM. Það er mikið áhyggjuefni. Lokakafli leiksins var átakanlega lélegur af Íslands hálfu. Vörnin var eins og vængjahurð, galopin og gisin, og ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn. Tapaðir boltar voru alltof margir í gær (10) eins og í hinum tveimur leikjunum á EM. Það var vandamál á HM í fyrra og er enn vandamál. Íslenska liðið klúðraði fimm af síðustu sex skotum sínum og það serbneska tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 26-29, Serbíu í vil, og þátttöku Íslands á EM er því lokið.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira