Myndband af björgunaraðgerðum á Mosfellsheiði: „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt“ Þórdís Valsdóttir skrifar 16. janúar 2018 20:30 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði fjölda fólks sem sat fast í óveðri á Mosfellsheiði. Skyggni var einungis um tíu metrar. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í tvo klukkutíma á Mosfellsheiði síðdegis í dag. Tvær rútur sátu fastar þvert á veginn og hindruðu umferð um heiðina. Heiðin er enn lokuð. „Staðan þannig að það er allt björgunarsveitarfólk komið niður af Mosfellsheiðinni. Það voru reyndar einhverjir bílar skildir eftir en báðar rúturnar eru komnar upp á veginn þannig að hægt er að keyra þær niður,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Um sjötíu manns komu að björgunaraðgerðum á svæðinu í dag. Einungis var um tíu metra skyggni á svæðinu og aðstæður erfiðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt. Björgunarsveitarfólk voru í tvo tíma að vinna og það tók smá tíma að fá yfirsýn yfir hvað voru margir bílar á heiðinni,“ segir Davíð Már. Um fimmtíu farþegar sátu fastir í rútunum og fluttu björgunarsveitarmenn þá niður í Mosfellsdal að sögn Davíðs. „Rúturnar virðast hafa farið svona í hálkunni á sitt hvorum enda heiðarinnar og svo voru bílar þar á milli. Það voru sem betur fer engin slys á fólki,“ segir Davíð Már. Veður skipaðist fljótt í lofti á Mosfellsheiðinni og björgunarsveitir urðu að bregðast hratt við. „Þetta er gott dæmi um hvað veðrið getur skollið á með stuttum fyrirvara og það sýnir sig hvað það er mikilvægt forvarnarstarf sem er unnið þegar það tekst að loka vegum áður en svona verður,“ segir Davíð Már. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.Rúturnar sem þveruðu veginn hafa nú verið fluttar niður af MosfellsheiðiVísir/JóhannLöng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi áður en Hellisheiði var opnuð klukkan rúmlega 20.Hellisheiði opin til vesturs Hellisheiði var lokað síðdegis í dag og hefur nú verið opnað fyrir umferð um heiðina. Löng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi á meðan beðið var eftir því að heiðin yrði opnuð til austurs. Snjómoksturstæki ruddi leiðina til vesturs til að byrja með og sneri svo við og hélt til austurs og leiddi þannig röðina yfir heiðina. Þrengslunum var einnig lokað á fimmta tímanum í dag og verða líklega opnuð síðar í kvöld. Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29 Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Björgunaraðgerðir stóðu yfir í tvo klukkutíma á Mosfellsheiði síðdegis í dag. Tvær rútur sátu fastar þvert á veginn og hindruðu umferð um heiðina. Heiðin er enn lokuð. „Staðan þannig að það er allt björgunarsveitarfólk komið niður af Mosfellsheiðinni. Það voru reyndar einhverjir bílar skildir eftir en báðar rúturnar eru komnar upp á veginn þannig að hægt er að keyra þær niður,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Um sjötíu manns komu að björgunaraðgerðum á svæðinu í dag. Einungis var um tíu metra skyggni á svæðinu og aðstæður erfiðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt. Björgunarsveitarfólk voru í tvo tíma að vinna og það tók smá tíma að fá yfirsýn yfir hvað voru margir bílar á heiðinni,“ segir Davíð Már. Um fimmtíu farþegar sátu fastir í rútunum og fluttu björgunarsveitarmenn þá niður í Mosfellsdal að sögn Davíðs. „Rúturnar virðast hafa farið svona í hálkunni á sitt hvorum enda heiðarinnar og svo voru bílar þar á milli. Það voru sem betur fer engin slys á fólki,“ segir Davíð Már. Veður skipaðist fljótt í lofti á Mosfellsheiðinni og björgunarsveitir urðu að bregðast hratt við. „Þetta er gott dæmi um hvað veðrið getur skollið á með stuttum fyrirvara og það sýnir sig hvað það er mikilvægt forvarnarstarf sem er unnið þegar það tekst að loka vegum áður en svona verður,“ segir Davíð Már. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.Rúturnar sem þveruðu veginn hafa nú verið fluttar niður af MosfellsheiðiVísir/JóhannLöng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi áður en Hellisheiði var opnuð klukkan rúmlega 20.Hellisheiði opin til vesturs Hellisheiði var lokað síðdegis í dag og hefur nú verið opnað fyrir umferð um heiðina. Löng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi á meðan beðið var eftir því að heiðin yrði opnuð til austurs. Snjómoksturstæki ruddi leiðina til vesturs til að byrja með og sneri svo við og hélt til austurs og leiddi þannig röðina yfir heiðina. Þrengslunum var einnig lokað á fimmta tímanum í dag og verða líklega opnuð síðar í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29 Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29
Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15