Loksins hipp og kúl að ganga á skíðum 16. janúar 2018 10:00 Óskari finnst útiveran einn stærsti kosturinn við að ganga á skíðuum. MYND/ANTON BRINK Óskar Jakobsson gengur á skíðum og hleypur maraþon. Hann kennir byrjendum grunnatriði í skíðagöngu og segir íþróttina njóta sífellt meiri vinsælda. Skíðakappinn, maraþonhlauparinn og prentarinn Óskar Jakobsson hefur lagt stund á íþróttir frá unga aldri. Hann fór fyrst á gönguskíði þegar hann var sex ára gamall og eftir það varð ekki aftur snúið. Fyrir rúmum áratug tók Óskar áskorun um að taka þátt í Vasagöngunni í Svíþjóð og hóf að hlaupa langar vegalengdir til að undirbúa sig sem best. Í dag hefur hann tekið þátt í 14 maraþonhlaupum og er hvergi nærri hættur.Skíðaganga reynir á allan líkamann, eykur úthald, þol og styrk. MYND/ANTON BRINKÞótti ekki töff „Ég kynntist skíðagöngu í gegnum æskuvin minn Sigurð Oddsson en faðir hans var mikill skíðagöngumaður. Svo fékk ég góðan þjálfara, Þröst Jóhannesson, og það varð ekki til að draga úr áhuganum. Um sjö ára aldurinn fór ég að keppa og tók þátt í flestum mótum á Ísafirði og auðvitað Andrésar Andar leikunum á Akureyri,“ segir Óskar Jakobsson um tildrög þess að hann batt á sig gönguskíðaskóna en hann er alinn upp í skíðaparadísinni Ísafirði. „Á þessum árum voru flestir á svigskíðum og það þótti ekki töff að vera á gönguskíðum. Undanfarin átta ár eða svo hefur íþróttin sannarlega sótt í sig veðrið þannig að núna, eftir fjörutíu ár, er ég loksins orðinn hipp og kúl,“ segir Óskar hlæjandi.Óskar og Auður taka fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir.Tilvalið fjölskyldusport Skíðaganga hefur marga góða kosti og er tilvalið fjölskyldusport, að sögn Óskars. „Þetta er holl hreyfing sem reynir alhliða á líkamann, auk þess að auka þol, úthald og styrk. Skíðaganga er miklu skemmtilegri en fólk á von á. Margir halda að þetta sé erfið og leiðinleg íþrótt en komast síðan að því að svo er ekki. Mér finnst útiveran einn stærsti kosturinn og maður fær mikla útrás á skíðunum.“ Óskar stundar íþróttina af miklu kappi þótt hann sé hættur að keppa. Hann stendur fyrir námskeiðum fyrir byrjendur á gönguskíðum í samvinnu við Auði Ebenezersdóttur sem einnig er frá Ísafirði og margfaldur Íslandsmeistari í greininni. „Við tökum fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir. Í byrjun mars ætlum við að skipta um umhverfi, taka frí frá hversdagsamstrinu og halda til Tékklands þar sem við verðum með vikulangt skíðagöngunámskeið,“ upplýsir Óskar.Óskar fór að stunda langhlaup til að undirbúa sig fyrir Vasagönguna í Svíþjóð. MYND/ANTON BRINKMaraþon í jakkafötum Þrátt fyrir miklar annir gefur Óskar sér líka tíma fyrir langhlaup en hann hefur tekið þátt í 14 maraþonhlaupum víða um heim og þjálfað hlaupahóp Fjölnis. „Í fyrrasumar tók ég þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem var eftirminnilegt. Pétur Ívarsson, verslunarstjóra í Boss og einn hlaupafélaga minn, langaði að hlaupa í þágu góðs málefnis og úr varð að við vorum nokkrir saman í hóp sem hlupum í Boss-jakkafötum og söfnuðum fyrir Einstök börn. Það var gaman að taka þátt og láta um leið gott af sér leiða,“ segir Óskar sem er þegar farinn að undarbúa sig fyrir næsta hlaup. Senda má póst á skidagongunamskeid@gmail.com og fá nánari upplýsingar um skíðanámskeiðið. Einnig má hafa samband í gegnum Facebook: https://www.facebook.com/groups/1000704526658116/ Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Óskar Jakobsson gengur á skíðum og hleypur maraþon. Hann kennir byrjendum grunnatriði í skíðagöngu og segir íþróttina njóta sífellt meiri vinsælda. Skíðakappinn, maraþonhlauparinn og prentarinn Óskar Jakobsson hefur lagt stund á íþróttir frá unga aldri. Hann fór fyrst á gönguskíði þegar hann var sex ára gamall og eftir það varð ekki aftur snúið. Fyrir rúmum áratug tók Óskar áskorun um að taka þátt í Vasagöngunni í Svíþjóð og hóf að hlaupa langar vegalengdir til að undirbúa sig sem best. Í dag hefur hann tekið þátt í 14 maraþonhlaupum og er hvergi nærri hættur.Skíðaganga reynir á allan líkamann, eykur úthald, þol og styrk. MYND/ANTON BRINKÞótti ekki töff „Ég kynntist skíðagöngu í gegnum æskuvin minn Sigurð Oddsson en faðir hans var mikill skíðagöngumaður. Svo fékk ég góðan þjálfara, Þröst Jóhannesson, og það varð ekki til að draga úr áhuganum. Um sjö ára aldurinn fór ég að keppa og tók þátt í flestum mótum á Ísafirði og auðvitað Andrésar Andar leikunum á Akureyri,“ segir Óskar Jakobsson um tildrög þess að hann batt á sig gönguskíðaskóna en hann er alinn upp í skíðaparadísinni Ísafirði. „Á þessum árum voru flestir á svigskíðum og það þótti ekki töff að vera á gönguskíðum. Undanfarin átta ár eða svo hefur íþróttin sannarlega sótt í sig veðrið þannig að núna, eftir fjörutíu ár, er ég loksins orðinn hipp og kúl,“ segir Óskar hlæjandi.Óskar og Auður taka fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir.Tilvalið fjölskyldusport Skíðaganga hefur marga góða kosti og er tilvalið fjölskyldusport, að sögn Óskars. „Þetta er holl hreyfing sem reynir alhliða á líkamann, auk þess að auka þol, úthald og styrk. Skíðaganga er miklu skemmtilegri en fólk á von á. Margir halda að þetta sé erfið og leiðinleg íþrótt en komast síðan að því að svo er ekki. Mér finnst útiveran einn stærsti kosturinn og maður fær mikla útrás á skíðunum.“ Óskar stundar íþróttina af miklu kappi þótt hann sé hættur að keppa. Hann stendur fyrir námskeiðum fyrir byrjendur á gönguskíðum í samvinnu við Auði Ebenezersdóttur sem einnig er frá Ísafirði og margfaldur Íslandsmeistari í greininni. „Við tökum fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir. Í byrjun mars ætlum við að skipta um umhverfi, taka frí frá hversdagsamstrinu og halda til Tékklands þar sem við verðum með vikulangt skíðagöngunámskeið,“ upplýsir Óskar.Óskar fór að stunda langhlaup til að undirbúa sig fyrir Vasagönguna í Svíþjóð. MYND/ANTON BRINKMaraþon í jakkafötum Þrátt fyrir miklar annir gefur Óskar sér líka tíma fyrir langhlaup en hann hefur tekið þátt í 14 maraþonhlaupum víða um heim og þjálfað hlaupahóp Fjölnis. „Í fyrrasumar tók ég þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem var eftirminnilegt. Pétur Ívarsson, verslunarstjóra í Boss og einn hlaupafélaga minn, langaði að hlaupa í þágu góðs málefnis og úr varð að við vorum nokkrir saman í hóp sem hlupum í Boss-jakkafötum og söfnuðum fyrir Einstök börn. Það var gaman að taka þátt og láta um leið gott af sér leiða,“ segir Óskar sem er þegar farinn að undarbúa sig fyrir næsta hlaup. Senda má póst á skidagongunamskeid@gmail.com og fá nánari upplýsingar um skíðanámskeiðið. Einnig má hafa samband í gegnum Facebook: https://www.facebook.com/groups/1000704526658116/
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira