Ofbeldi, áreitni og mismunun í prestastétt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. janúar 2018 06:00 Séra Guðrún Karls Helgudóttir afhendir biskup áskorun prestvígðra kvenna. Fréttablaðið/Vilhelm „Auðvitað er þetta vandmeðfarið í fámennri stétt eins og okkar,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna, um yfirlýsingu kvenna sem stigu fram í gær í tengslum við #metoo byltinguna. Sextíu og fimm konur skora á biskup, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra í kirkjunni. „Við höfum líkt og aðrar konur búið við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun. Sögur okkar kvenna í samfélaginu eru allar eins. Við töldum nauðsynlegt að styðja við bakið á kynsystrum okkar og deila okkar sögum,“ segir Jóhanna. Hún segir að konur í Félagi prestvígðra kvenna hafi byrjað að ræða saman sín á milli í desember. Þær hafi síðan fundið hvatningu í nýársávarpi Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til að stíga fram. „Agnes ræddi #metoo byltinguna í nýársávarpi sínu og það var okkur hvatning til að stíga loks fram,“ segir Jóhanna sem segir kvenpresta sammála um að vel hafi verið tekið í áskorun þeirra. Samhliða áskoruninni birtu prestarnir í gær yfir sextíu sögur þar sem þær lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup brást við áskorun og frásögnum kvennanna. Hún sagðist þakklát öllum þeim sem stigið hefðu fram og sagt frá reynslu sinni. „Ég tek hjartanlega undir þá sanngjörnu og eðlilegu kröfu sem prestvígðar konur hafa sett fram. Ég mun leggja mig alla fram við að bæta starfsumhverfi kvenna og samskiptin milli fólks í kirkjusamfélaginu,“ sagði Agnes. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Sjá meira
„Auðvitað er þetta vandmeðfarið í fámennri stétt eins og okkar,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna, um yfirlýsingu kvenna sem stigu fram í gær í tengslum við #metoo byltinguna. Sextíu og fimm konur skora á biskup, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra í kirkjunni. „Við höfum líkt og aðrar konur búið við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun. Sögur okkar kvenna í samfélaginu eru allar eins. Við töldum nauðsynlegt að styðja við bakið á kynsystrum okkar og deila okkar sögum,“ segir Jóhanna. Hún segir að konur í Félagi prestvígðra kvenna hafi byrjað að ræða saman sín á milli í desember. Þær hafi síðan fundið hvatningu í nýársávarpi Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til að stíga fram. „Agnes ræddi #metoo byltinguna í nýársávarpi sínu og það var okkur hvatning til að stíga loks fram,“ segir Jóhanna sem segir kvenpresta sammála um að vel hafi verið tekið í áskorun þeirra. Samhliða áskoruninni birtu prestarnir í gær yfir sextíu sögur þar sem þær lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup brást við áskorun og frásögnum kvennanna. Hún sagðist þakklát öllum þeim sem stigið hefðu fram og sagt frá reynslu sinni. „Ég tek hjartanlega undir þá sanngjörnu og eðlilegu kröfu sem prestvígðar konur hafa sett fram. Ég mun leggja mig alla fram við að bæta starfsumhverfi kvenna og samskiptin milli fólks í kirkjusamfélaginu,“ sagði Agnes.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Sjá meira
Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34