Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2018 23:00 Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir aldursgreiningarnar og vill að horfið verði frá slíkum líkamsrannsóknum enda gefi þær oft ónákvæmar niðurstöður. Hér á landi býðst umsækjendum um vernd, sem segjast vera yngri en 18 ára en geta ekki framvísað löglegu skilríki því til staðfestingar, að fara í aldursgreiningu. Þá eru jafnan teknar röntgenmyndir af tönnum og er aldur viðkomandi ákvarðaður í kjölfarið. Að sögn talsmanns umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum tekur Útlendingastofnun oftast ákvörðun um mál viðkomandi í samræmi við niðurstöður tannrannsóknar. „Við teljum í rauninni að hver einasta rannsókn sem fer fram hún geti ekki sagt okkur með vissu hvort að viðkomandi er 17 eða 18 ára gamall. Þegar við erum með unglinga sem eru rúmlega 17 ára þá teljum við að það sé í rauninni ekkert að marka það sem kemur út úr þessu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hverfa eigi frá líkamsrannsóknum en þær séu í senn ónákvæmar og standist ekki siðferðisleg sjónarmið. Þess í stað ætti að fara fram heildstæðari rannsókn að mati Guðríðar þar sem meðal annars er lagt mat á andlegan þroska viðkomandi. „Þessar tannrannsóknir, þeim er oftast beitt á krakka sem eru að koma frá ríkjum á borð við Írak, Afganistan og Sómalíu en þeir viðmiðunarhópar sem eru lagðir til grundvallar í þessum rannsóknum það eru vestrænir krakkar og unglingar en ekki krakkar frá þessum svæðum.“ Hún segist þekkja dæmi um pilt sem kvaðst vera sautján ára og fjögurra mánaða en samkvæmt niðurstöðu aldursgreiningar hafi hann verið metinn eldri en átján ára. Sú niðurstaða reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt gömlu vegabréfi sem lögreglan á Íslandi mat gilt, var pilturinn sannarlega sautján ára og fjögurra mánaða. „En þarna vorum við bara með dæmi svart á hvítu, rannsóknin stóðst ekki.“ Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir aldursgreiningarnar og vill að horfið verði frá slíkum líkamsrannsóknum enda gefi þær oft ónákvæmar niðurstöður. Hér á landi býðst umsækjendum um vernd, sem segjast vera yngri en 18 ára en geta ekki framvísað löglegu skilríki því til staðfestingar, að fara í aldursgreiningu. Þá eru jafnan teknar röntgenmyndir af tönnum og er aldur viðkomandi ákvarðaður í kjölfarið. Að sögn talsmanns umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum tekur Útlendingastofnun oftast ákvörðun um mál viðkomandi í samræmi við niðurstöður tannrannsóknar. „Við teljum í rauninni að hver einasta rannsókn sem fer fram hún geti ekki sagt okkur með vissu hvort að viðkomandi er 17 eða 18 ára gamall. Þegar við erum með unglinga sem eru rúmlega 17 ára þá teljum við að það sé í rauninni ekkert að marka það sem kemur út úr þessu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hverfa eigi frá líkamsrannsóknum en þær séu í senn ónákvæmar og standist ekki siðferðisleg sjónarmið. Þess í stað ætti að fara fram heildstæðari rannsókn að mati Guðríðar þar sem meðal annars er lagt mat á andlegan þroska viðkomandi. „Þessar tannrannsóknir, þeim er oftast beitt á krakka sem eru að koma frá ríkjum á borð við Írak, Afganistan og Sómalíu en þeir viðmiðunarhópar sem eru lagðir til grundvallar í þessum rannsóknum það eru vestrænir krakkar og unglingar en ekki krakkar frá þessum svæðum.“ Hún segist þekkja dæmi um pilt sem kvaðst vera sautján ára og fjögurra mánaða en samkvæmt niðurstöðu aldursgreiningar hafi hann verið metinn eldri en átján ára. Sú niðurstaða reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt gömlu vegabréfi sem lögreglan á Íslandi mat gilt, var pilturinn sannarlega sautján ára og fjögurra mánaða. „En þarna vorum við bara með dæmi svart á hvítu, rannsóknin stóðst ekki.“
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira