Segir ótrúlegt að Sigmundur neiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. janúar 2018 18:58 Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. Vísir/Ernir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ótrúlegt að Sigmundur afneiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð. Sigmundur sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur. Dagur svarar Sigmundi á Twitter síðu sinni í dag. „Sigmundur Davíð tjáði sig gegn borgarlínu á Bylgjunni. Sagði tvennt þurfa til að hún gangi upp: þétting byggðar við stöðvarnar og miðkjarna sem dragi til sín fólk og umferð. Hann taldi hvorugt rétt,“ skrifar hann. „Hið fyrra er þó í planinu og hið síðara er ótrúlegt að hann afneiti.“ Þá segir Dagur að Sigmundur sé að mótmæla því að það sé mikil umferð til miðborgarinnar á háannatímum. „Allir sem fara á fætur fyrir átta vita að þetta er rangt,“ skrifar borgarstjórinn. Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. „Þetta hefur líka verið hluti af verkefninu frá upphafi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosó – þvert á pólitík,“ segir Dagur. Almenningssamgöngur forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferðDagur skrifar einnig um viðtalið við Sigmund á Facebook-síðu sinni og bendir á að forsenda þess að fleiri velji að nota almenningssamgöngur sé forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferð til framtíðar. „Án borgarlínu er óumflýjanlegt að tafatími í umferðinni aukist. Með borgarlínu komum við í veg fyrir það. Um það ber öllum umferðarútreikningum saman,“ segir Dagur. Borgarlína Samgöngur Stj.mál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ótrúlegt að Sigmundur afneiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð. Sigmundur sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur. Dagur svarar Sigmundi á Twitter síðu sinni í dag. „Sigmundur Davíð tjáði sig gegn borgarlínu á Bylgjunni. Sagði tvennt þurfa til að hún gangi upp: þétting byggðar við stöðvarnar og miðkjarna sem dragi til sín fólk og umferð. Hann taldi hvorugt rétt,“ skrifar hann. „Hið fyrra er þó í planinu og hið síðara er ótrúlegt að hann afneiti.“ Þá segir Dagur að Sigmundur sé að mótmæla því að það sé mikil umferð til miðborgarinnar á háannatímum. „Allir sem fara á fætur fyrir átta vita að þetta er rangt,“ skrifar borgarstjórinn. Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. „Þetta hefur líka verið hluti af verkefninu frá upphafi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosó – þvert á pólitík,“ segir Dagur. Almenningssamgöngur forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferðDagur skrifar einnig um viðtalið við Sigmund á Facebook-síðu sinni og bendir á að forsenda þess að fleiri velji að nota almenningssamgöngur sé forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferð til framtíðar. „Án borgarlínu er óumflýjanlegt að tafatími í umferðinni aukist. Með borgarlínu komum við í veg fyrir það. Um það ber öllum umferðarútreikningum saman,“ segir Dagur.
Borgarlína Samgöngur Stj.mál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06