Donald Trump við hestaheilsu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2018 22:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ronny Jackson, læknir forsetans, sjást hér takast í hendur eftir læknisskoðunina á föstudag. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti er við hestaheilsu að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lækni forsetans. Trump gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti á föstudag. BBC greinir frá. Ronny Jackson, læknir Bandaríkjaforseta, segir læknisskoðunina hafa gengið „með afbrigðum vel“. Skoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. Jackson hyggst veita frekari upplýsingar um niðurstöður skoðunarinnar á þriðjudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun mánaðar. Í bókinni er Trump lýst sem óhæfum og geðstirðum manni, og fann forsetinn sig knúinn til að tjá sig sérstaklega um allar vangaveltur þess efnis. „Mínir tveir helstu kostir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður,“ ritaði forsetinn á Twitter-reikningi sínum þann 6. janúar síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í aðdraganda læknisskoðunarinnar sagði þó að einblínt yrði á líkamlega heilsu forsetans. Árið 2015, þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst, var heilsa Trumps einnig í eldlínunni. Þá lýsti Harold Bornstein, þáverandi læknir Donalds Trump, því yfir að skjólstæðingur sinn yrði „heilbrigðasti einstaklingur til að gegna embætti forseta frá upphafi.“ Í frétt BBC segir að sérfræðingar furði sig á því hvernig Trump, sem þekktur er fyrir að gæða sér á óhollum skyndibita og stunda litla hreyfingu, haldi sér við svo góða heilsu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er við hestaheilsu að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lækni forsetans. Trump gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti á föstudag. BBC greinir frá. Ronny Jackson, læknir Bandaríkjaforseta, segir læknisskoðunina hafa gengið „með afbrigðum vel“. Skoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. Jackson hyggst veita frekari upplýsingar um niðurstöður skoðunarinnar á þriðjudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun mánaðar. Í bókinni er Trump lýst sem óhæfum og geðstirðum manni, og fann forsetinn sig knúinn til að tjá sig sérstaklega um allar vangaveltur þess efnis. „Mínir tveir helstu kostir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður,“ ritaði forsetinn á Twitter-reikningi sínum þann 6. janúar síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í aðdraganda læknisskoðunarinnar sagði þó að einblínt yrði á líkamlega heilsu forsetans. Árið 2015, þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst, var heilsa Trumps einnig í eldlínunni. Þá lýsti Harold Bornstein, þáverandi læknir Donalds Trump, því yfir að skjólstæðingur sinn yrði „heilbrigðasti einstaklingur til að gegna embætti forseta frá upphafi.“ Í frétt BBC segir að sérfræðingar furði sig á því hvernig Trump, sem þekktur er fyrir að gæða sér á óhollum skyndibita og stunda litla hreyfingu, haldi sér við svo góða heilsu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27
Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52