Donald Trump við hestaheilsu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2018 22:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ronny Jackson, læknir forsetans, sjást hér takast í hendur eftir læknisskoðunina á föstudag. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti er við hestaheilsu að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lækni forsetans. Trump gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti á föstudag. BBC greinir frá. Ronny Jackson, læknir Bandaríkjaforseta, segir læknisskoðunina hafa gengið „með afbrigðum vel“. Skoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. Jackson hyggst veita frekari upplýsingar um niðurstöður skoðunarinnar á þriðjudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun mánaðar. Í bókinni er Trump lýst sem óhæfum og geðstirðum manni, og fann forsetinn sig knúinn til að tjá sig sérstaklega um allar vangaveltur þess efnis. „Mínir tveir helstu kostir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður,“ ritaði forsetinn á Twitter-reikningi sínum þann 6. janúar síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í aðdraganda læknisskoðunarinnar sagði þó að einblínt yrði á líkamlega heilsu forsetans. Árið 2015, þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst, var heilsa Trumps einnig í eldlínunni. Þá lýsti Harold Bornstein, þáverandi læknir Donalds Trump, því yfir að skjólstæðingur sinn yrði „heilbrigðasti einstaklingur til að gegna embætti forseta frá upphafi.“ Í frétt BBC segir að sérfræðingar furði sig á því hvernig Trump, sem þekktur er fyrir að gæða sér á óhollum skyndibita og stunda litla hreyfingu, haldi sér við svo góða heilsu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er við hestaheilsu að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lækni forsetans. Trump gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti á föstudag. BBC greinir frá. Ronny Jackson, læknir Bandaríkjaforseta, segir læknisskoðunina hafa gengið „með afbrigðum vel“. Skoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. Jackson hyggst veita frekari upplýsingar um niðurstöður skoðunarinnar á þriðjudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun mánaðar. Í bókinni er Trump lýst sem óhæfum og geðstirðum manni, og fann forsetinn sig knúinn til að tjá sig sérstaklega um allar vangaveltur þess efnis. „Mínir tveir helstu kostir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður,“ ritaði forsetinn á Twitter-reikningi sínum þann 6. janúar síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í aðdraganda læknisskoðunarinnar sagði þó að einblínt yrði á líkamlega heilsu forsetans. Árið 2015, þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst, var heilsa Trumps einnig í eldlínunni. Þá lýsti Harold Bornstein, þáverandi læknir Donalds Trump, því yfir að skjólstæðingur sinn yrði „heilbrigðasti einstaklingur til að gegna embætti forseta frá upphafi.“ Í frétt BBC segir að sérfræðingar furði sig á því hvernig Trump, sem þekktur er fyrir að gæða sér á óhollum skyndibita og stunda litla hreyfingu, haldi sér við svo góða heilsu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27
Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52