Sjálfsbjörg gagnrýnir sinnuleysi Vesturbyggðar um akstursaðstoð Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. vísir/jón sigurður Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, er ósáttur við málsmeðferð og úrræðaleysi Vesturbyggðar gagnvart hreyfihamlaðri konu í sveitarfélaginu sem nú er látin. Segir Bergur orð bæjarstjóra um að bærinn hafi alla tíð reynt að vinna löglega að málinu ekki í takt við raunveruleikann. Kona, sem fæddist árið 1930 en er nú látin, lamaðist árið 2011. Sótti hún um akstursaðstoð frá bænum en var hafnað. Fékk hún samt sem áður akstur til og frá dvalarstað í tómstundir fyrir aldraða.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar.„Sú fullyrðing bæjarstjóra Vesturbyggðar að sveitarfélagið hafi verið að starfa eftir ramma laganna og að það hafi verið staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála hvað varðar mál konu sem nú er látin og sóttist eftir ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Vesturbyggð tel ég ekki standast skoðun,“ segir Bergur Þorri. „Ekki einungis hvað varðar þjónustuna sem átti að veita heldur sérstaklega þegar litið er til málsmeðferðar og þess tíma sem málið tók á sínum tíma.“ Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu nú á dögunum að Vesturbyggð hafi verið óheimilt að takmarka akstursþjónustu aðeins við félagsmiðstöðina í bænum. „Við höfum alla tíð reynt að fylgja lögum í þessu máli og það var staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála. Málið snýst ekki um akstur fatlaðra því við höfum sinnt honum um árabil. Þetta snýst um það hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sinna akstri einstaklinga sem búa á heilbrigðisstofnun,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. „Ég efa að önnur sveitarfélög sjái um slíkt í dag. Við höfum aldrei skotið okkur undan þeirri ábyrgð að sjá um málefni fatlaðra eða sinna þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, er ósáttur við málsmeðferð og úrræðaleysi Vesturbyggðar gagnvart hreyfihamlaðri konu í sveitarfélaginu sem nú er látin. Segir Bergur orð bæjarstjóra um að bærinn hafi alla tíð reynt að vinna löglega að málinu ekki í takt við raunveruleikann. Kona, sem fæddist árið 1930 en er nú látin, lamaðist árið 2011. Sótti hún um akstursaðstoð frá bænum en var hafnað. Fékk hún samt sem áður akstur til og frá dvalarstað í tómstundir fyrir aldraða.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar.„Sú fullyrðing bæjarstjóra Vesturbyggðar að sveitarfélagið hafi verið að starfa eftir ramma laganna og að það hafi verið staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála hvað varðar mál konu sem nú er látin og sóttist eftir ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Vesturbyggð tel ég ekki standast skoðun,“ segir Bergur Þorri. „Ekki einungis hvað varðar þjónustuna sem átti að veita heldur sérstaklega þegar litið er til málsmeðferðar og þess tíma sem málið tók á sínum tíma.“ Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu nú á dögunum að Vesturbyggð hafi verið óheimilt að takmarka akstursþjónustu aðeins við félagsmiðstöðina í bænum. „Við höfum alla tíð reynt að fylgja lögum í þessu máli og það var staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála. Málið snýst ekki um akstur fatlaðra því við höfum sinnt honum um árabil. Þetta snýst um það hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sinna akstri einstaklinga sem búa á heilbrigðisstofnun,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. „Ég efa að önnur sveitarfélög sjái um slíkt í dag. Við höfum aldrei skotið okkur undan þeirri ábyrgð að sjá um málefni fatlaðra eða sinna þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira