Við eigum bara þessa einu jörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2018 09:30 Ólöf Birna og Rannveig Edda vilja vekja fólk til umhugsunar um loftslags- og umhverfismál og hafa skrifað niður stefnuskrá. Vísir/Anton Brink Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ. En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim? Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt. Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við? Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið. Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur. Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun. Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er. Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá? Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar. Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað. Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun? Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat. Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu. Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt. Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa. Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna. Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar? Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur. Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana. Krakkar Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira
Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ. En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim? Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt. Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við? Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið. Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur. Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun. Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er. Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá? Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar. Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað. Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun? Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat. Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu. Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt. Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa. Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna. Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar? Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur. Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana.
Krakkar Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira