Slökkvistarfi lokið á Hellisheiði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 17:51 Allt tilktækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu var kallað út vegna elds í Hellisheiðarvirkjun Vísir/Sindri Reyr Slökkvistarfi er nú lokið á Hellisheiði en eldur kom upp í loftræstibúnaði Hellisheiðarvirkjunar laust fyrir hádegi í dag. Brunavarnir Árnessýslu munu þó vakta svæðið í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku náttúrunnar. Ekki er útlit fyrir að verulegt tjón hafi orðið á framleiðslubúnaði virkjunarinnar og að sá búnaður sem sló út eða slökkt var á í dag skili fullum afköstum um eða eftir helgi. Jarðhitasýning Orku náttúrunnar, sem starfrækt er í virkjuninni, verður þó lokuð fram á mánudag, að minnsta kosti. Eftir að eldurinn hafði verið slökktur gengu reykkafarar úr skugga um að ekki leyndust glæður milli þilja og stóð það starf fram á fimmta tímann. Ekki er vitað hver eldsupptökin voru en eldur logaði í um tvo tíma í loftræstibúnaði og þaki miðhluta stöðvarhússins, þar á meðal þakpappa sem gaf frá sér talsverðan reyk. Nú þegar er verið að undirbúa fyrstu viðgerðir á þaki stöðvarhússins. Í tilkynningunni segir að almenningur hafi ekki orðið fyrir truflun á framleiðslunni og vonað erað svo verði ekki. Einni af sex háþrýstivélum Hellisheiðarvirkjunar sló út skömmu eftir að eldsins varð vart en engin tengsl hafa þó enn sést þar á milli. Af öryggisástæðum var þó ákveðið að slökkva á lágþrýstivél virkjunarinnar og varmastöð áður en slökkvistarf hófst. Útlit er fyrir að takist að endurræsa lágþrýstivélina og varmastöðina um helgina. Í varmastöðinni er framleitt heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem útlit er fyrir kólnandi veður er full þörf fyrir þá framleiðslu. Í dag var meðal annars farið yfir til hvaða aðgerða mætti grípa tefjist það að koma heitavatnsframleiðslunni af stað. Tengdar fréttir Eldur í Hellisheiðarvirkjun Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum. 12. janúar 2018 11:44 Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“ "Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk,“ segir Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við fréttastofu fyrir utan stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar þar sem kviknaði eldur skömmu fyrir hádegi í dag. 12. janúar 2018 14:10 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Slökkvistarfi er nú lokið á Hellisheiði en eldur kom upp í loftræstibúnaði Hellisheiðarvirkjunar laust fyrir hádegi í dag. Brunavarnir Árnessýslu munu þó vakta svæðið í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku náttúrunnar. Ekki er útlit fyrir að verulegt tjón hafi orðið á framleiðslubúnaði virkjunarinnar og að sá búnaður sem sló út eða slökkt var á í dag skili fullum afköstum um eða eftir helgi. Jarðhitasýning Orku náttúrunnar, sem starfrækt er í virkjuninni, verður þó lokuð fram á mánudag, að minnsta kosti. Eftir að eldurinn hafði verið slökktur gengu reykkafarar úr skugga um að ekki leyndust glæður milli þilja og stóð það starf fram á fimmta tímann. Ekki er vitað hver eldsupptökin voru en eldur logaði í um tvo tíma í loftræstibúnaði og þaki miðhluta stöðvarhússins, þar á meðal þakpappa sem gaf frá sér talsverðan reyk. Nú þegar er verið að undirbúa fyrstu viðgerðir á þaki stöðvarhússins. Í tilkynningunni segir að almenningur hafi ekki orðið fyrir truflun á framleiðslunni og vonað erað svo verði ekki. Einni af sex háþrýstivélum Hellisheiðarvirkjunar sló út skömmu eftir að eldsins varð vart en engin tengsl hafa þó enn sést þar á milli. Af öryggisástæðum var þó ákveðið að slökkva á lágþrýstivél virkjunarinnar og varmastöð áður en slökkvistarf hófst. Útlit er fyrir að takist að endurræsa lágþrýstivélina og varmastöðina um helgina. Í varmastöðinni er framleitt heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem útlit er fyrir kólnandi veður er full þörf fyrir þá framleiðslu. Í dag var meðal annars farið yfir til hvaða aðgerða mætti grípa tefjist það að koma heitavatnsframleiðslunni af stað.
Tengdar fréttir Eldur í Hellisheiðarvirkjun Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum. 12. janúar 2018 11:44 Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“ "Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk,“ segir Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við fréttastofu fyrir utan stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar þar sem kviknaði eldur skömmu fyrir hádegi í dag. 12. janúar 2018 14:10 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“ "Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk,“ segir Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við fréttastofu fyrir utan stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar þar sem kviknaði eldur skömmu fyrir hádegi í dag. 12. janúar 2018 14:10