Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2018 14:10 Slökkvilið að störfum á vettvangi. „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk,“ segir Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við fréttastofu fyrir utan stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar þar sem kviknaði eldur skömmu fyrir hádegi í dag. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar. Allt tiltækt lið slökkvilið frá höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu var kallað út vegna eldsvoðans en úttlit er fyrir að töluvert tjón hafi orðið í eldinum. Þykkan svartan reyk lagði frá stöðvarhúsinu þegar slökkvilið bar að garði. „Aðkoman var nokkuð mikilfengleg ef við getum orðað það þannig. Það stóðu eldtungur upp úr þakinu og mikill reykur,“ segir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við fréttastofu á vettvangi. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Haukur segir að umfang slökkvistarfsins hafi verið mikið. „Það er verið að framleiða raforku hérna og þetta er mikilvægur vinnustaður. Aðkoman að þessu, það eru hættur hérna. Það var mikið umfang að ná utan um þetta, segir Haukur en segir hann að í stöðvarhúsinu sé mikið af lokuðu rými þar sem hætta sé á að hiti, þrýstingur og reykur af völdum eldsins geti valdið sprengingum.Slökkvistarf heldur áfram fram eftir degi Þá var einnig gengið úr skugga um að slökkviliðsmönnum myndi ekki stafa hætta af rafmagni eða rafmagnsframleiðslu áður en slökkvistarf hófst en ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Segir Haukur að ekki sé ljóst hvort búið sé að slökkva eldinn en hann telur þó að slökkvilið hafi náð stjórn á eldinum. Hann segir ljóst að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Næsta verk eftir að búið verði að slökkva eldinn sé að fara um húsið og ganga úr skugga um að eldur geti ekki komið upp aftur. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að verði ekki frekari röskun á vinnslu virkjunarinnar eigi viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Þá sé ekki vitað um tjón vegna eldsins. Segir Haukur að hann geri ráð fyrir að mikið tjón hafi orðið í eldinum. „Ég get voða lítið tjáð mig um það fyrr en ég sé hvað er en væntanlega verður þetta mikið tjón, það er öruggt mál.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk,“ segir Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við fréttastofu fyrir utan stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar þar sem kviknaði eldur skömmu fyrir hádegi í dag. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar. Allt tiltækt lið slökkvilið frá höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu var kallað út vegna eldsvoðans en úttlit er fyrir að töluvert tjón hafi orðið í eldinum. Þykkan svartan reyk lagði frá stöðvarhúsinu þegar slökkvilið bar að garði. „Aðkoman var nokkuð mikilfengleg ef við getum orðað það þannig. Það stóðu eldtungur upp úr þakinu og mikill reykur,“ segir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við fréttastofu á vettvangi. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Haukur segir að umfang slökkvistarfsins hafi verið mikið. „Það er verið að framleiða raforku hérna og þetta er mikilvægur vinnustaður. Aðkoman að þessu, það eru hættur hérna. Það var mikið umfang að ná utan um þetta, segir Haukur en segir hann að í stöðvarhúsinu sé mikið af lokuðu rými þar sem hætta sé á að hiti, þrýstingur og reykur af völdum eldsins geti valdið sprengingum.Slökkvistarf heldur áfram fram eftir degi Þá var einnig gengið úr skugga um að slökkviliðsmönnum myndi ekki stafa hætta af rafmagni eða rafmagnsframleiðslu áður en slökkvistarf hófst en ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Segir Haukur að ekki sé ljóst hvort búið sé að slökkva eldinn en hann telur þó að slökkvilið hafi náð stjórn á eldinum. Hann segir ljóst að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Næsta verk eftir að búið verði að slökkva eldinn sé að fara um húsið og ganga úr skugga um að eldur geti ekki komið upp aftur. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að verði ekki frekari röskun á vinnslu virkjunarinnar eigi viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Þá sé ekki vitað um tjón vegna eldsins. Segir Haukur að hann geri ráð fyrir að mikið tjón hafi orðið í eldinum. „Ég get voða lítið tjáð mig um það fyrr en ég sé hvað er en væntanlega verður þetta mikið tjón, það er öruggt mál.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira