Eldur í Hellisheiðarvirkjun Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2018 11:44 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu var sent á staðinn. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Eldur kom upp í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar um klukkan hálftólf í morgun. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Slökkvilið kom fljótt á staðinn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu, í samræmi við viðbragðsáætlanir. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að hann telji að slökkvilið hafi náð tökum á eldinum en ljóst sé að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Búast má við að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi langt fram á kvöld þar sem þeir tryggja að eldur taki sig ekki aftur upp og sinna verðmætabjörgun.Sjá einnig: Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“Frá slökkvistarfi við Hellisheiðarvirkjun.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFrekari truflanir hafa ekki orðið á orkuvinnslunni frá í morgun. Verði ekki frekari röskun á vinnslunni eiga viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Tveir gestir voru í Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar, sem er í virkjuninni. Þeim virtist ekki mikið brugðið og héldu áfram leið sinni út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi. Jarðhitasýningin verður lokuð á morgun, að minnsta kosti, en enn er ekki vitað um tjón vegna eldsins, hvorki þar né annars staðar innan stokks. Tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna eldsins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það ekki hafa áhrif á afhendingaröryggi raforku til skamms tíma. Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir í samtali við Vísi að það muni ekki hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu til skammst tíma. Eiríkur segir í samtali við Vísi að eldsvoðinn hafi ekki haft áhrif á stafsemi fyrirtækja sem fá orku frá Hellisheiðarvirkjun og teljast til stórnotenda. Eiríkur segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa náð að skila orku til þeirra fyrirtækja eftir öðrum leiðum. Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:09Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/StefánVísir/Jói K.Vísir/SindriVísir/Jói KVísir/Jói K. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira
Eldur kom upp í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar um klukkan hálftólf í morgun. Er eldurinn talinn hafa komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engan og gekk vel að rýma húsið. Slökkvilið kom fljótt á staðinn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr Árnessýslu, í samræmi við viðbragðsáætlanir. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni telja slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að hann telji að slökkvilið hafi náð tökum á eldinum en ljóst sé að slökkvistarf muni halda áfram um töluverðan tíma. Búast má við að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi langt fram á kvöld þar sem þeir tryggja að eldur taki sig ekki aftur upp og sinna verðmætabjörgun.Sjá einnig: Slökkvistarf gengur vel: „Það er alltaf gott að sjá ljósan reyk“Frá slökkvistarfi við Hellisheiðarvirkjun.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFrekari truflanir hafa ekki orðið á orkuvinnslunni frá í morgun. Verði ekki frekari röskun á vinnslunni eiga viðskiptavinir Orku náttúrunnar ekki að verða þessa varir. Tveir gestir voru í Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar, sem er í virkjuninni. Þeim virtist ekki mikið brugðið og héldu áfram leið sinni út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi. Jarðhitasýningin verður lokuð á morgun, að minnsta kosti, en enn er ekki vitað um tjón vegna eldsins, hvorki þar né annars staðar innan stokks. Tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafa stöðvast vegna eldsins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir það ekki hafa áhrif á afhendingaröryggi raforku til skamms tíma. Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu en Eiríkur segir í samtali við Vísi að það muni ekki hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu til skammst tíma. Eiríkur segir í samtali við Vísi að eldsvoðinn hafi ekki haft áhrif á stafsemi fyrirtækja sem fá orku frá Hellisheiðarvirkjun og teljast til stórnotenda. Eiríkur segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa náð að skila orku til þeirra fyrirtækja eftir öðrum leiðum. Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:09Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/Jói K.Vísir/StefánVísir/Jói K.Vísir/SindriVísir/Jói KVísir/Jói K.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira