Heimatilbúið tímahrak við skipan dómaranna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Sjö af dómurunum voru skipaðir við Héraðsdóm Reykjavíkur. vísir/gva „Það er ekki bara við hæfnisnefndina að sakast. Ferlið allt var óheppilegt frá upphafi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í vikunni skipaði settur dómsmálaráðherra átta einstaklinga í stöður héraðsdómara. Skipunin var gerð með semingi þar sem settur ráðherra hafði ýmislegt út á störf dómnefndar um hæfni umsækjenda að setja. „Tímahrak“ og „einstrengingsleg“ afstaða nefndarinnar hefðu gert það að verkum að ráðherra væri sá kostur nauðugur að fallast á mat nefndarinnar.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarVÍSIR/HANNA„Það lá fyrir í júní að skipa þyrfti átta héraðsdómara en stöðurnar voru ekki auglýstar fyrr en í september. Þá var hæfnisnefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október. Það þarf að skoða hvernig ferlið allt var unnið til að tryggja að ekki sé staðið svona illa að þessu,“ segir Helga Vala. Hún segir enn fremur óheppilegt að settur ráðherra og formaður nefndarinnar hafi farið að munnhöggvast á opinberum vettvangi. „Slíkt er ekki til þess að auka trú almennings á dómstólum. Réttarkerfið þarf að virka og það þarf að vera þannig úr garði gert að við treystum því að það virki og að þar fari fram algerlega hlutlaust mat,“ segir Helga Vala. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú þegar stjórnsýslu í kringum skipan Landsréttar til skoðunar. Sérfræðingar munu koma fyrir nefndina í næstu viku þegar þing kemur saman. Formaðurinn segir að möguleiki sé á að skipanin nú geti tvinnast þar saman við telji nefndin ástæðu til.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést hér lengst til hægri. Hann var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili.vísir/anton brinkBrynjar Níelsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fyrrverandi fulltrúi Lögmannafélagsins í hæfnisnefndinni, telur þörf á að breyta fyrirkomulaginu við skipan dómara. „Ég er ekki sáttur við hvernig nefndin framkvæmir þessi möt. Að búið sé til eitthvert skjal, þar sem einhver einkunn er gefin og það svo lagt saman. Þannig var það ekki þegar ég var í nefndinni,“ segir Brynjar. Brynjar segir að hann sé hlynntur því að hafa matsnefnd sem myndi draga saman hvaða einstaklingar væru hæfir. Síðan væri það ráðherra að ákveða hverjir væri hentugastir á hverjum tíma, til dæmis út frá bakgrunni þeirra eða kyni. „Sé verulegur munur á umsækjendum finnst mér að draga ætti það fram. Það er í það minnsta afar erfitt fyrir ráðherra að bera ábyrgð á skipaninni meðan hún er unnin með þessum hætti,“ segir Brynjar. „Þetta kerfi eins og það er núna gengur ekki og var heldur ekki hugsunin í upphafi með lögunum. Við erum komin í pattstöðu sem við verðum að leysa úr.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Það er ekki bara við hæfnisnefndina að sakast. Ferlið allt var óheppilegt frá upphafi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í vikunni skipaði settur dómsmálaráðherra átta einstaklinga í stöður héraðsdómara. Skipunin var gerð með semingi þar sem settur ráðherra hafði ýmislegt út á störf dómnefndar um hæfni umsækjenda að setja. „Tímahrak“ og „einstrengingsleg“ afstaða nefndarinnar hefðu gert það að verkum að ráðherra væri sá kostur nauðugur að fallast á mat nefndarinnar.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarVÍSIR/HANNA„Það lá fyrir í júní að skipa þyrfti átta héraðsdómara en stöðurnar voru ekki auglýstar fyrr en í september. Þá var hæfnisnefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október. Það þarf að skoða hvernig ferlið allt var unnið til að tryggja að ekki sé staðið svona illa að þessu,“ segir Helga Vala. Hún segir enn fremur óheppilegt að settur ráðherra og formaður nefndarinnar hafi farið að munnhöggvast á opinberum vettvangi. „Slíkt er ekki til þess að auka trú almennings á dómstólum. Réttarkerfið þarf að virka og það þarf að vera þannig úr garði gert að við treystum því að það virki og að þar fari fram algerlega hlutlaust mat,“ segir Helga Vala. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú þegar stjórnsýslu í kringum skipan Landsréttar til skoðunar. Sérfræðingar munu koma fyrir nefndina í næstu viku þegar þing kemur saman. Formaðurinn segir að möguleiki sé á að skipanin nú geti tvinnast þar saman við telji nefndin ástæðu til.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést hér lengst til hægri. Hann var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili.vísir/anton brinkBrynjar Níelsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fyrrverandi fulltrúi Lögmannafélagsins í hæfnisnefndinni, telur þörf á að breyta fyrirkomulaginu við skipan dómara. „Ég er ekki sáttur við hvernig nefndin framkvæmir þessi möt. Að búið sé til eitthvert skjal, þar sem einhver einkunn er gefin og það svo lagt saman. Þannig var það ekki þegar ég var í nefndinni,“ segir Brynjar. Brynjar segir að hann sé hlynntur því að hafa matsnefnd sem myndi draga saman hvaða einstaklingar væru hæfir. Síðan væri það ráðherra að ákveða hverjir væri hentugastir á hverjum tíma, til dæmis út frá bakgrunni þeirra eða kyni. „Sé verulegur munur á umsækjendum finnst mér að draga ætti það fram. Það er í það minnsta afar erfitt fyrir ráðherra að bera ábyrgð á skipaninni meðan hún er unnin með þessum hætti,“ segir Brynjar. „Þetta kerfi eins og það er núna gengur ekki og var heldur ekki hugsunin í upphafi með lögunum. Við erum komin í pattstöðu sem við verðum að leysa úr.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira