Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Íþróttakonur sem sendu frá sér yfirlýsingu í anda #metoo í dag segja íþróttafélög þurfa að taka upp virka stefnu í ofbeldis- og jafnréttismálum þar sem fagfólk grípi inn í mál í stað þess að litlar klíkur eða stjórnir innan íþróttafélaga leysi þau innanhúss. „Mín reynsla er að fjármagnið stjórni stefnunni og því þurfa sveitarfélög og ríki, sem veita íþróttafélögum fjármagn, að bregðast við og gera skýrar kröfur til íþróttafélaga um hvernig brugðist sé við ofbeldismálum auk þess að veita aðhald um að stefnu sé framfylgt," segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, ein forsvarskvenna hópsins. Alls var bein fjárveiting Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga í gegnum Íþróttabandalag Reykjavíkur 2,3 milljarðar á síðasta ári. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir greiðslur nokkrar yfir árið og útilokar ekki að skilyrða greiðslurnar.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.Vísir„Fjármagnsaflinu fylgir ákveðin ábyrgð og við tökum það mjög alvarlega hvert fjármagnið okkar fer. Það hefur verið samtal um það hvort borgin eigi að gera skýrari kröfur um að ákveðin skilyrði séu uppfyllt áður en greiðsla á sér stað," segir Þórgnýr. Fyrstu viðbrögð borgaryfirvalda verður að hafa samband við íþróttafélögin. „Og veita þeim stuðning við einstök mál, stefnumótun og verkferla þar sem þá skortir," segir Þórgnýr. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, talar á sömu nótum í facebook-færslu sinni. „Í kjölfar þessarar áskorunar þurfum við í stjórnum sveitarfélaga að horfa á okkar ábyrgð og krefjast róttækra aðgera," skrifar Heiða og bendir á styrk sveitarfélaga til íþróttafélaga í beinna styrkja, niðurgreiðslu æfingargjalda og svo framvegis. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Íþróttakonur sem sendu frá sér yfirlýsingu í anda #metoo í dag segja íþróttafélög þurfa að taka upp virka stefnu í ofbeldis- og jafnréttismálum þar sem fagfólk grípi inn í mál í stað þess að litlar klíkur eða stjórnir innan íþróttafélaga leysi þau innanhúss. „Mín reynsla er að fjármagnið stjórni stefnunni og því þurfa sveitarfélög og ríki, sem veita íþróttafélögum fjármagn, að bregðast við og gera skýrar kröfur til íþróttafélaga um hvernig brugðist sé við ofbeldismálum auk þess að veita aðhald um að stefnu sé framfylgt," segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, ein forsvarskvenna hópsins. Alls var bein fjárveiting Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga í gegnum Íþróttabandalag Reykjavíkur 2,3 milljarðar á síðasta ári. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir greiðslur nokkrar yfir árið og útilokar ekki að skilyrða greiðslurnar.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.Vísir„Fjármagnsaflinu fylgir ákveðin ábyrgð og við tökum það mjög alvarlega hvert fjármagnið okkar fer. Það hefur verið samtal um það hvort borgin eigi að gera skýrari kröfur um að ákveðin skilyrði séu uppfyllt áður en greiðsla á sér stað," segir Þórgnýr. Fyrstu viðbrögð borgaryfirvalda verður að hafa samband við íþróttafélögin. „Og veita þeim stuðning við einstök mál, stefnumótun og verkferla þar sem þá skortir," segir Þórgnýr. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, talar á sömu nótum í facebook-færslu sinni. „Í kjölfar þessarar áskorunar þurfum við í stjórnum sveitarfélaga að horfa á okkar ábyrgð og krefjast róttækra aðgera," skrifar Heiða og bendir á styrk sveitarfélaga til íþróttafélaga í beinna styrkja, niðurgreiðslu æfingargjalda og svo framvegis.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira