Heimir: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2018 14:52 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu.. „Það var smá súrealísk stemmning hérna og ég hef aldrei séð svona rigningu áður,“ sagði Heimir eftir leikinn en það rigndi mikið á meðal leiknum stóð og stórir pollar mynduðust á vellinum á augabragði. „Þetta var líka kaótískt og andstæðingurinn ekkert sérstakur. Þetta var því allt mjög skrýtið,“ sagði Heimir. „Við gerðum ekki það sem við ætluðum okkur að gera í fyrri hálfleik en það er bara þannig að þegar þú færð tíma á boltann og þú ferð að taka of margar snertingar þá verður leikurinn hægur og svolítið fyrirséður. Strákarnir hættu að taka hlaupin sem þeir áttu að taka af því að boltinn kom aldrei í fyrsta,“ sagði Heimir. „Við vorum ekkert ánægðir í hálfleik með það sem þeir voru að gera en við vorum ekkert hræddir um að tapa leiknum hinsvegar. Veðrið þvingaði okkur til að fara í lengri bolta og taka þessi hlaup sem þarf. Þó að aðstæðurnar hafi verið hörmung í seinni hálfleik þá skoruðum við samt fimm mörk. Það er það sem telur í fótbolta ,“ sagði Heimir en er hægt að dæma leikmenn eftir leik í svona aðstæðum? „Það er auðvitað ekki hægt og það gat enginn leikmaður sýnt sitt besta í svona leik. Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik eða hafinn upp til skýjanna. Leikurinn fer ekki í neinar sögubækur en þetta er búinn að vera flottur tími hjá okkur hér. Það voru flottar æfingar hjá okkur og við flottar aðstæður. Það var svolítil skömm að þurfa lenda í þessu akkurat núna,“ sagði Heimir og vísar þar til dembunnar og bleytunnar sem tók öll völd á vellinum. „Við höfum verið ofboðslega ánægðir með hópinn í heild sinni, bæði á æfingunum en líka fyrir utan þær. Við erum búnir að vera með mikið af fundum um allskonar hluti. Það er mikið að meðtaka fyrir þessa stráka og það reynir á þá í þessum leik sem verður eftir þrjá daga,“ sagði Heimir. „Það verður allt annar andstæðingur því það verður lið sem hefur einhvern leikstíl, samæfingu og svo framvegið. Þeir eru með þjálfara sem er búinn að vera með þá í svolítinn tíma. Það verður allt annar og miklu erfiðari andstæðingur,“ sagði Heimir. „Þetta var landslið sem var valið af fólkinu í landinu. Hér búa 220 milljónir manna og þetta var valið á netinu. Þetta eru þeir leikmenn sem voru búnir að vera bestir í deildinni en er ekkert lið því þeir hafa aldrei spilað saman og eru auk þess líklega aðalspaðarnir í sínum liðum,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37 Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30 Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu.. „Það var smá súrealísk stemmning hérna og ég hef aldrei séð svona rigningu áður,“ sagði Heimir eftir leikinn en það rigndi mikið á meðal leiknum stóð og stórir pollar mynduðust á vellinum á augabragði. „Þetta var líka kaótískt og andstæðingurinn ekkert sérstakur. Þetta var því allt mjög skrýtið,“ sagði Heimir. „Við gerðum ekki það sem við ætluðum okkur að gera í fyrri hálfleik en það er bara þannig að þegar þú færð tíma á boltann og þú ferð að taka of margar snertingar þá verður leikurinn hægur og svolítið fyrirséður. Strákarnir hættu að taka hlaupin sem þeir áttu að taka af því að boltinn kom aldrei í fyrsta,“ sagði Heimir. „Við vorum ekkert ánægðir í hálfleik með það sem þeir voru að gera en við vorum ekkert hræddir um að tapa leiknum hinsvegar. Veðrið þvingaði okkur til að fara í lengri bolta og taka þessi hlaup sem þarf. Þó að aðstæðurnar hafi verið hörmung í seinni hálfleik þá skoruðum við samt fimm mörk. Það er það sem telur í fótbolta ,“ sagði Heimir en er hægt að dæma leikmenn eftir leik í svona aðstæðum? „Það er auðvitað ekki hægt og það gat enginn leikmaður sýnt sitt besta í svona leik. Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik eða hafinn upp til skýjanna. Leikurinn fer ekki í neinar sögubækur en þetta er búinn að vera flottur tími hjá okkur hér. Það voru flottar æfingar hjá okkur og við flottar aðstæður. Það var svolítil skömm að þurfa lenda í þessu akkurat núna,“ sagði Heimir og vísar þar til dembunnar og bleytunnar sem tók öll völd á vellinum. „Við höfum verið ofboðslega ánægðir með hópinn í heild sinni, bæði á æfingunum en líka fyrir utan þær. Við erum búnir að vera með mikið af fundum um allskonar hluti. Það er mikið að meðtaka fyrir þessa stráka og það reynir á þá í þessum leik sem verður eftir þrjá daga,“ sagði Heimir. „Það verður allt annar andstæðingur því það verður lið sem hefur einhvern leikstíl, samæfingu og svo framvegið. Þeir eru með þjálfara sem er búinn að vera með þá í svolítinn tíma. Það verður allt annar og miklu erfiðari andstæðingur,“ sagði Heimir. „Þetta var landslið sem var valið af fólkinu í landinu. Hér búa 220 milljónir manna og þetta var valið á netinu. Þetta eru þeir leikmenn sem voru búnir að vera bestir í deildinni en er ekkert lið því þeir hafa aldrei spilað saman og eru auk þess líklega aðalspaðarnir í sínum liðum,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37 Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30 Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira
Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37
Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15
Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30
Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39