Ívar: Gátum ekki keypt okkur körfu í fyrri hálfleik Kristinn Páll Teitsson í Laugardalshöll skrifar 10. janúar 2018 22:45 Ívar á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/anton „Mér fannst strákarnir alveg leggja sig fram en það vantaði aðeins upp á baráttuna og að skotin skyldu detta fyrir okkar, við vorum að fá á köflum galopin skot og við gátum ekki keypt körfu,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í viðtali eftir tíu stiga tap gegn Tindastól í undanúrslitum bikarsins í kvöld. Haukar voru að eltast við Stólana allan leikinn og þurftu að lokum að sætta sig við tíu stiga tap í Laugardalshöllinni. „Það háði okkur að setja ekki þessi skot niður en við náðum að halda okkur á lífi. Við vorum bara sex stigum undir í hálfleik þótt að við höfum verið hræðilegir framan af. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik,“ sagði Ívar og hélt áfram: „Í hvert skipti sem við gerðum áhlaup náðu þeir að svara með risa körfum, erfiðum þristum og þeir kannski vinna leikinn á því að setja niður öll stóru skotin sín í seinni hálfleik. Þeir eiga hrós skilið fyrir frábæran leik og sérstkalega Arnar sem setti niður hvert skotið á eftir öðrum með menn í andlitinu.“ Ívar var ósáttur með framferði Stólanna gagnvart Kára í leiknum. „Mér fannst þeir nota hendurnar full mikið, sérstaklega þegar kom að Kára sem þeir héldu og stýrðu svolítið til. Þeir spiluðu af hörku sem dómararnir leyfðu og við vorum kannski ekki nógu duglegir að gera það.“ Ívar sagði að betri skotnýting hefði breytt útkomu leiksins. „Við vissum að þeir myndu reyna að falla inn og við gætum nýtt það til að taka þristana, þegar fyrstu skotin fóru að klikka urðu menn meira hikandi. Loksins þegar við fórum að setja niður þessi skot þá náðu þeir alltaf að svara með stórum körfum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Tindastóll 75-85 │Stólarnir í bikarúrslit í annað sinn Tindastóll komst í kvöld í úrslit bikarsins í annað sinn í sögu félagsins með tíu stiga sigri 85-75 á Haukum í Laugardalshöll en í úrslitunum mæta þeir ríkjandi meisturum KR á laugardaginn kemur. 10. janúar 2018 22:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Mér fannst strákarnir alveg leggja sig fram en það vantaði aðeins upp á baráttuna og að skotin skyldu detta fyrir okkar, við vorum að fá á köflum galopin skot og við gátum ekki keypt körfu,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í viðtali eftir tíu stiga tap gegn Tindastól í undanúrslitum bikarsins í kvöld. Haukar voru að eltast við Stólana allan leikinn og þurftu að lokum að sætta sig við tíu stiga tap í Laugardalshöllinni. „Það háði okkur að setja ekki þessi skot niður en við náðum að halda okkur á lífi. Við vorum bara sex stigum undir í hálfleik þótt að við höfum verið hræðilegir framan af. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik,“ sagði Ívar og hélt áfram: „Í hvert skipti sem við gerðum áhlaup náðu þeir að svara með risa körfum, erfiðum þristum og þeir kannski vinna leikinn á því að setja niður öll stóru skotin sín í seinni hálfleik. Þeir eiga hrós skilið fyrir frábæran leik og sérstkalega Arnar sem setti niður hvert skotið á eftir öðrum með menn í andlitinu.“ Ívar var ósáttur með framferði Stólanna gagnvart Kára í leiknum. „Mér fannst þeir nota hendurnar full mikið, sérstaklega þegar kom að Kára sem þeir héldu og stýrðu svolítið til. Þeir spiluðu af hörku sem dómararnir leyfðu og við vorum kannski ekki nógu duglegir að gera það.“ Ívar sagði að betri skotnýting hefði breytt útkomu leiksins. „Við vissum að þeir myndu reyna að falla inn og við gætum nýtt það til að taka þristana, þegar fyrstu skotin fóru að klikka urðu menn meira hikandi. Loksins þegar við fórum að setja niður þessi skot þá náðu þeir alltaf að svara með stórum körfum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Tindastóll 75-85 │Stólarnir í bikarúrslit í annað sinn Tindastóll komst í kvöld í úrslit bikarsins í annað sinn í sögu félagsins með tíu stiga sigri 85-75 á Haukum í Laugardalshöll en í úrslitunum mæta þeir ríkjandi meisturum KR á laugardaginn kemur. 10. janúar 2018 22:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Tindastóll 75-85 │Stólarnir í bikarúrslit í annað sinn Tindastóll komst í kvöld í úrslit bikarsins í annað sinn í sögu félagsins með tíu stiga sigri 85-75 á Haukum í Laugardalshöll en í úrslitunum mæta þeir ríkjandi meisturum KR á laugardaginn kemur. 10. janúar 2018 22:45