Sagt upp vegna ásökunar um nauðgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 20:03 Jón Páll Eyjólfsson Vísir/Ernir Uppsögn Jóns Páls Eyjólfssonar, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, má rekja til þess að hann var sakaður um alvarlegt kynferðisbrot. RÚV greindi fyrst frá. Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. Í samtali við RÚV segir Þuríður Helga Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, að Jón Páll hafi viðurkennt brotið í byrjun desember að hafa beitt konu grófu kynferðisofbeldi. „Mér var auðvitað brugðið. Þetta var mikið áfall og það tók við ákveðinn hvirfilvindur í mínu tilfinningalífi. Ég óskaði eftir því að hann mundi tala um þetta opinskátt,” segir Þuríður við RÚV. Samkvæmt heimildum Vísis mun Jón Páll þó ekki hafa viðurkennt brotið en hann hafi heldur ekki borið það af sér. Í yfirlýsingu sem Jón Páll sendi frá sér í dag sagði hann að fyrir fimm árum hafi, að frumkvæði þolandans, verið unnið að sátt í málinu og stefnt hafi verið að henni þegar MeToo byltingin hafi farið af stað. Hann segist hafa gert Þuríði Helgu grein fyrir stöðunni strax. Í yfirlýsingu í desember sagðist Jón Páll láta af störfum vegna rekstrarörðugleika leikfélagsins. Ekki fengist fé til starfseminnar en að hann ætlaði þó að kveðja með því að leikstýra sýningunni „Sjeikspír eins og hann leggur sig“ en Jón Páll sagði við Vísi í morgun að ekkert yrði úr því að hann kæmi að því verkefni. Hvorki náðist í Jón Pál né Þuríði Helgu við vinnslu þessarar fréttar. MeToo Tengdar fréttir Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 10. janúar 2018 14:14 Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25 Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Uppsögn Jóns Páls Eyjólfssonar, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, má rekja til þess að hann var sakaður um alvarlegt kynferðisbrot. RÚV greindi fyrst frá. Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. Í samtali við RÚV segir Þuríður Helga Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, að Jón Páll hafi viðurkennt brotið í byrjun desember að hafa beitt konu grófu kynferðisofbeldi. „Mér var auðvitað brugðið. Þetta var mikið áfall og það tók við ákveðinn hvirfilvindur í mínu tilfinningalífi. Ég óskaði eftir því að hann mundi tala um þetta opinskátt,” segir Þuríður við RÚV. Samkvæmt heimildum Vísis mun Jón Páll þó ekki hafa viðurkennt brotið en hann hafi heldur ekki borið það af sér. Í yfirlýsingu sem Jón Páll sendi frá sér í dag sagði hann að fyrir fimm árum hafi, að frumkvæði þolandans, verið unnið að sátt í málinu og stefnt hafi verið að henni þegar MeToo byltingin hafi farið af stað. Hann segist hafa gert Þuríði Helgu grein fyrir stöðunni strax. Í yfirlýsingu í desember sagðist Jón Páll láta af störfum vegna rekstrarörðugleika leikfélagsins. Ekki fengist fé til starfseminnar en að hann ætlaði þó að kveðja með því að leikstýra sýningunni „Sjeikspír eins og hann leggur sig“ en Jón Páll sagði við Vísi í morgun að ekkert yrði úr því að hann kæmi að því verkefni. Hvorki náðist í Jón Pál né Þuríði Helgu við vinnslu þessarar fréttar.
MeToo Tengdar fréttir Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 10. janúar 2018 14:14 Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25 Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 10. janúar 2018 14:14
Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25
Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55