Banaslysið í Jökulsárlóni: Skipstjórinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2018 15:32 Þegar horft er aftur eftir bátnum eru bekkir, handrið, björgunarbátur, púströr og farþegar sem geta skyggt á útsýni skipstjóra, segir skýrslu rannsóknarnefndar Samgönguslysa. Skýrsla RNSA Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var ákærður af Lögreglustjóranum á Suðurlandi fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn var skipstjóri á hjólabátnum Jaka sem bakkað var yfir kanadíska konu við Jökulsárlón sumarið 2015 með þeim afleiðingum að konan lést. Skipstjórinn var sviptur réttindum sínum í hálft ár og dæmdur til að greiða málskostnað upp á um tvær milljónir króna. Dómurinn hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna en hann var kveðinn upp síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skiptstjórinn var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í ákærunni var skipstjórinn sakaður um að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu þannig að báturinn hafnaði á konunni með þeim afleiðingum að hún hlaut fjöláverka og lést nær samstundis. Málið var tvö ár í rannsókn hjá lögreglu áður en ákæra var gefin út sumarið 2015. Hálfu ári síðar hefur verið kveðinn upp dómur. Þegar slysið átti sér stað fylgdist fjölskyldan með þyrlu lenda á malarsvæði fyrir aftan bátinn. Það var þá sem skipstjórinn bakkaði, án þess að líta aftur fyrir sig.Treysti alfarið á aðstoðarmann Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að skipstjórinn hefði verið réttindalaus og alfarið treyst á aðstoðarmann sem gaf honum merki um að í lagi væri að bakka. Þar kemur einnig fram að fólkið hefði ekki heyrt í bátnum þar sem hávaðinn frá þyrlunni yfirgnæfði hljóðið. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í nóvember. Þar bar meðal annars vitni eiginmaður konunnar sem lést. Hann lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hefði legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið ók rétt fram hjá nefinu á honum. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sagði konuna hafa sýnt vítavert gáleysi Í greinargerð verjanda skipstjórans, sem lögð var fyrir dóminn, var því haldið fram að konan hefði ekki orðið undir bátnum vegna aðgæsluleysis mannsins heldur benti flest til þess að það væri vegna vítaverðs gáleysis konunnar. Með því að vera á bátaplaninu í akstursleið bátanna, stöðva þar og einblína á þyrlu án þess að gæta að því að hún væri stödd á svæði þar sem akstur hjólabáta færi fram. Þá kom fram að bakkmyndavél á bátnum var biluð sem skipstjórinn sagði til marks um andvaraleysi sem ríkt hafi í öryggismálum. Auk þess væri ekki rétt sem fram hefði komið í skýrslu rannsóknarnefndarinnar varðandi réttindi hans því hann hefði réttindi til að stjórna skipum allt að tólf metra á lengd. Hjólabáturinn var 10,6 metrar að lengd. Þyngsta mögulega refsing fyrir manndráp af gáleysi er sex ára fangelsi. Dómsmál Tengdar fréttir Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 16. nóvember 2017 06:00 Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var ákærður af Lögreglustjóranum á Suðurlandi fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn var skipstjóri á hjólabátnum Jaka sem bakkað var yfir kanadíska konu við Jökulsárlón sumarið 2015 með þeim afleiðingum að konan lést. Skipstjórinn var sviptur réttindum sínum í hálft ár og dæmdur til að greiða málskostnað upp á um tvær milljónir króna. Dómurinn hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna en hann var kveðinn upp síðdegis í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skiptstjórinn var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í ákærunni var skipstjórinn sakaður um að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu þannig að báturinn hafnaði á konunni með þeim afleiðingum að hún hlaut fjöláverka og lést nær samstundis. Málið var tvö ár í rannsókn hjá lögreglu áður en ákæra var gefin út sumarið 2015. Hálfu ári síðar hefur verið kveðinn upp dómur. Þegar slysið átti sér stað fylgdist fjölskyldan með þyrlu lenda á malarsvæði fyrir aftan bátinn. Það var þá sem skipstjórinn bakkaði, án þess að líta aftur fyrir sig.Treysti alfarið á aðstoðarmann Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að skipstjórinn hefði verið réttindalaus og alfarið treyst á aðstoðarmann sem gaf honum merki um að í lagi væri að bakka. Þar kemur einnig fram að fólkið hefði ekki heyrt í bátnum þar sem hávaðinn frá þyrlunni yfirgnæfði hljóðið. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í nóvember. Þar bar meðal annars vitni eiginmaður konunnar sem lést. Hann lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hefði legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið ók rétt fram hjá nefinu á honum. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sagði konuna hafa sýnt vítavert gáleysi Í greinargerð verjanda skipstjórans, sem lögð var fyrir dóminn, var því haldið fram að konan hefði ekki orðið undir bátnum vegna aðgæsluleysis mannsins heldur benti flest til þess að það væri vegna vítaverðs gáleysis konunnar. Með því að vera á bátaplaninu í akstursleið bátanna, stöðva þar og einblína á þyrlu án þess að gæta að því að hún væri stödd á svæði þar sem akstur hjólabáta færi fram. Þá kom fram að bakkmyndavél á bátnum var biluð sem skipstjórinn sagði til marks um andvaraleysi sem ríkt hafi í öryggismálum. Auk þess væri ekki rétt sem fram hefði komið í skýrslu rannsóknarnefndarinnar varðandi réttindi hans því hann hefði réttindi til að stjórna skipum allt að tólf metra á lengd. Hjólabáturinn var 10,6 metrar að lengd. Þyngsta mögulega refsing fyrir manndráp af gáleysi er sex ára fangelsi.
Dómsmál Tengdar fréttir Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 16. nóvember 2017 06:00 Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira
Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 16. nóvember 2017 06:00
Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42
Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39