Tekur áramótaheitið á næsta stig Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. janúar 2018 10:30 Jakob ætlar sér meðal annars að læra að súrsa grænmeti og taka lýsi á þessu ári. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er í þriðja sinn sem ég geri þetta. Þetta hefur gengið framar björtustu vonum ef svo má að orðum komast. Eins og má sjá á bloggsíðunni minni tókst mér að klára 33 markmið í fyrra og 39 í hittifyrra. Ég tel það nokkuð gott,“ segir Jakob Ómarsson, en hann hefur síðustu þrjú ár sett upp 52 atriða lista yfir markmið sín á árinu og bloggað um hvernig hann hefur svo fylgt þeim eftir. „Hugmyndin bak við þetta er sú að í staðinn fyrir að setja sér eitt markmið eða tvö, og klúðra þeim. Þá set ég mér markmið um að klára 52 hluti á árinu með von um að ná að klára einhverja af þeim. Mikla vinnu þarf til að ná sumum markmiðunum á meðan önnur tekur kannski nokkrar mínútur að klára. Viljastyrkur er ekki eining heldur vöðvi; með því að taka til í einum hlut byrja ég sjálfkrafa að vinna í þeim næsta. Sem dæmi að ef manneskja byrjar að mæta reglulega í ræktina þá bætist svefninn sjálfkrafa við og mataræðið oft líka. Það er ein ástæða þess að ég geri þetta með þessu fyrirkomulagi en svo kemur maður auðvitað fullt af hlutum í verk og upplifir ótrúlega skemmtilega hluti í leiðinni.“Finnurðu mun á þér eftir að þú byrjaðir? „Allan daginn – og ekki bara mun á mér, heldur, og nú tek ég mikið upp í mig, hefur þessi listi bara haft gífurleg áhrif á líf mitt. Ég tók ákvarðanir þar sem hefði verið rosalega auðvelt að vera bara á sófanum heima en í staðinn fór ég út fyrir þægindarammann og gerði eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera. Hugsaði svo bara „ég ætla að gera þetta, í versta falli verður þetta góð saga“. Til að mynda þá byrjaði ég aftur að leika mér í leiklist og ofan á það þá fór ég í MBA-nám. Listinn er ástæðan fyrir því að ég tók af skarið. Ég tók líka heilsuna í gegn en það væri allt of vítt til að fara á listann og því braut ég það niður í minni markmið eins og hlaupa 200 kílómetra á árinu. Einnig hef ég gert ótal margt skemmtilegt eins og að fara út að borða á Dill, samskiptamiðlalaus vika, hrósa ókunnugum, stofna bókaklúbb, taka mynd af árunni minni, vera vegan í viku og margt fleira.“Er planið að halda þessu áfram? „Algjörlega. Að því sögðu þá er hugmyndin á bak við þetta sú að ef ég hef ekki gaman af þessu lengur þá ætla ég bara að hætta. Ef þetta er ekki að skila sér í góðu eða einhverju sem ég hef gaman af – þá er ég hættur. Akkúrat núna hef ég ótrúlega gaman af þessu.“ Dæmi um hluti sem eru á listanum hans Jakobs fyrir árið í ár er t.d. að klára MBA-nám, byggja upp „six-pack“, taka sykurlausan mánuð, fara í sumarbústað, fasta, taka til skjölin í tölvunni og fleira. Einnig eru þarna óvenjulegri og eilítið persónulegri hlutir eins og að setja filmu í forstofugluggann svo að allir í heiminum geti ekki séð hann beran, þakka gömlum umsjónarkennara fyrir að hafa trú á sér og hjálpa sér við að halda sér við efnið í menntó, laga úlpuna sína og fara í DNA-próf til að komast að uppruna sínum. Fylgjast má með ævintýrum Jakobs á bloggsíðunni hans og á Snapchat (jakobomars). Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Þetta er í þriðja sinn sem ég geri þetta. Þetta hefur gengið framar björtustu vonum ef svo má að orðum komast. Eins og má sjá á bloggsíðunni minni tókst mér að klára 33 markmið í fyrra og 39 í hittifyrra. Ég tel það nokkuð gott,“ segir Jakob Ómarsson, en hann hefur síðustu þrjú ár sett upp 52 atriða lista yfir markmið sín á árinu og bloggað um hvernig hann hefur svo fylgt þeim eftir. „Hugmyndin bak við þetta er sú að í staðinn fyrir að setja sér eitt markmið eða tvö, og klúðra þeim. Þá set ég mér markmið um að klára 52 hluti á árinu með von um að ná að klára einhverja af þeim. Mikla vinnu þarf til að ná sumum markmiðunum á meðan önnur tekur kannski nokkrar mínútur að klára. Viljastyrkur er ekki eining heldur vöðvi; með því að taka til í einum hlut byrja ég sjálfkrafa að vinna í þeim næsta. Sem dæmi að ef manneskja byrjar að mæta reglulega í ræktina þá bætist svefninn sjálfkrafa við og mataræðið oft líka. Það er ein ástæða þess að ég geri þetta með þessu fyrirkomulagi en svo kemur maður auðvitað fullt af hlutum í verk og upplifir ótrúlega skemmtilega hluti í leiðinni.“Finnurðu mun á þér eftir að þú byrjaðir? „Allan daginn – og ekki bara mun á mér, heldur, og nú tek ég mikið upp í mig, hefur þessi listi bara haft gífurleg áhrif á líf mitt. Ég tók ákvarðanir þar sem hefði verið rosalega auðvelt að vera bara á sófanum heima en í staðinn fór ég út fyrir þægindarammann og gerði eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera. Hugsaði svo bara „ég ætla að gera þetta, í versta falli verður þetta góð saga“. Til að mynda þá byrjaði ég aftur að leika mér í leiklist og ofan á það þá fór ég í MBA-nám. Listinn er ástæðan fyrir því að ég tók af skarið. Ég tók líka heilsuna í gegn en það væri allt of vítt til að fara á listann og því braut ég það niður í minni markmið eins og hlaupa 200 kílómetra á árinu. Einnig hef ég gert ótal margt skemmtilegt eins og að fara út að borða á Dill, samskiptamiðlalaus vika, hrósa ókunnugum, stofna bókaklúbb, taka mynd af árunni minni, vera vegan í viku og margt fleira.“Er planið að halda þessu áfram? „Algjörlega. Að því sögðu þá er hugmyndin á bak við þetta sú að ef ég hef ekki gaman af þessu lengur þá ætla ég bara að hætta. Ef þetta er ekki að skila sér í góðu eða einhverju sem ég hef gaman af – þá er ég hættur. Akkúrat núna hef ég ótrúlega gaman af þessu.“ Dæmi um hluti sem eru á listanum hans Jakobs fyrir árið í ár er t.d. að klára MBA-nám, byggja upp „six-pack“, taka sykurlausan mánuð, fara í sumarbústað, fasta, taka til skjölin í tölvunni og fleira. Einnig eru þarna óvenjulegri og eilítið persónulegri hlutir eins og að setja filmu í forstofugluggann svo að allir í heiminum geti ekki séð hann beran, þakka gömlum umsjónarkennara fyrir að hafa trú á sér og hjálpa sér við að halda sér við efnið í menntó, laga úlpuna sína og fara í DNA-próf til að komast að uppruna sínum. Fylgjast má með ævintýrum Jakobs á bloggsíðunni hans og á Snapchat (jakobomars).
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira