Ísafjarðarapp fyrir forvitna ferðalanga Aron Ingi Guðmundsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Haukur Sigurðsson vill leyfa ferðafólki að kynnast sögu bæjarbúa Ísafjarðar. Mynd/Haukur Sigurðsson Mannfræðingurinn Haukur Sigurðsson frá Ísafirði vinnur að því að setja á fót svokallað Ísafjarðarapp þessa dagana. Með því vill hann upplýsa ferðamenn um sögu bæjarins og fólksins á staðnum.Prufuútgáfa Ísafjarðarappsins verður tilbúin fyrir sumarið. Mynd/Haukur Sigurðsson„Margir heimamenn hafa talað um að það geti verið svolítið áreiti af ferðafólki, sérstaklega þeim sem koma með skemmtiferðaskipum. Þetta hefur jafnvel farið út í að ferðafólk sé að gægjast á glugga hjá fólki,“ segir Haukur. Yfir hundrað skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar á hverju sumri. „Það koma kannski átta þúsund og fimm hundruð manns í bæinn á hverjum degi, í bæ þar sem búa tvö þúsund og fimm hundruð. Það verður því svolítið kraðak og áreiti,“ segir Haukur sem kveður hugmyndina að appinu hafa kviknað er ferðafólk spurði hann ítrekað út í húsið, hann sjálfan og fjölskyldu hans. „Ég ákvað því að búa til app sem leyfir ferðamönnum að gægjast á glugga bæjarbúa, ekki þó í bókstaflegum skilningi, heldur í gegnum þetta app. Ég ætla að fá nokkra bæjarbúa með mér í lið og framleiða litlar stuttmyndir um fólkið og húsin þeirra, segja frá fjölskyldum þeirra og hvað þau gera. Þannig geta ferðamenn vafrað um Ísafjörð og fræðst um fólkið, bæinn og sögu bæjarins með því að nota appið.“ Haukur segir nokkra aðila koma að verkefninu. „Við erum nokkur sem deilum vinnuaðstöðu í gömlu Skóbúðinni á Ísafirði. Við erum að fara af stað með undirbúningsvinnu núna. Ef vel tekst til þá er aldrei að vita nema maður geti gert svipað fyrir aðra bæi á Vestfjörðum.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Mannfræðingurinn Haukur Sigurðsson frá Ísafirði vinnur að því að setja á fót svokallað Ísafjarðarapp þessa dagana. Með því vill hann upplýsa ferðamenn um sögu bæjarins og fólksins á staðnum.Prufuútgáfa Ísafjarðarappsins verður tilbúin fyrir sumarið. Mynd/Haukur Sigurðsson„Margir heimamenn hafa talað um að það geti verið svolítið áreiti af ferðafólki, sérstaklega þeim sem koma með skemmtiferðaskipum. Þetta hefur jafnvel farið út í að ferðafólk sé að gægjast á glugga hjá fólki,“ segir Haukur. Yfir hundrað skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar á hverju sumri. „Það koma kannski átta þúsund og fimm hundruð manns í bæinn á hverjum degi, í bæ þar sem búa tvö þúsund og fimm hundruð. Það verður því svolítið kraðak og áreiti,“ segir Haukur sem kveður hugmyndina að appinu hafa kviknað er ferðafólk spurði hann ítrekað út í húsið, hann sjálfan og fjölskyldu hans. „Ég ákvað því að búa til app sem leyfir ferðamönnum að gægjast á glugga bæjarbúa, ekki þó í bókstaflegum skilningi, heldur í gegnum þetta app. Ég ætla að fá nokkra bæjarbúa með mér í lið og framleiða litlar stuttmyndir um fólkið og húsin þeirra, segja frá fjölskyldum þeirra og hvað þau gera. Þannig geta ferðamenn vafrað um Ísafjörð og fræðst um fólkið, bæinn og sögu bæjarins með því að nota appið.“ Haukur segir nokkra aðila koma að verkefninu. „Við erum nokkur sem deilum vinnuaðstöðu í gömlu Skóbúðinni á Ísafirði. Við erum að fara af stað með undirbúningsvinnu núna. Ef vel tekst til þá er aldrei að vita nema maður geti gert svipað fyrir aðra bæi á Vestfjörðum.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira