Erlent

Næstráðandi FBI hættir óvænt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Andrew McCabe var næstráðandi bandarísku alríkislögreglunnar.
Andrew McCabe var næstráðandi bandarísku alríkislögreglunnar.
Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag.

Afsögnin þykir koma nokkuð á óvart, jafnvel þó að búist hafi verið við því að McCabe myndi láta af störfum í mars. McCabe hefur verið harðlega gagnrýndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna eftir að Trump rak James Comey, yfirmann McCabe á síðasta ári.

Hefur McCabe, sem var starfandi forstjóri FBI eftir að Comey var rekinn og þangað til nýr forstjóri var skipaður í ágúst, verið miðpunktur gagnrýni Trump á aðkomu FBI á rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í og mögulegrar aðkomu forsetaframboðs Trump.

Hefur Trump ítrekað tíst um störf McCabe og greinir CNN frá því að McCabe hafi orðið langþreyttur á gagnrýni Trump en hér að neðan má sjá nokkur dæmi um tíst Trump um McCabe


Tengdar fréttir

Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar

Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins.

Trump ætlaði að reka Mueller

Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×